Lífið

„Of galin hugmynd til að segja nei“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lóa Pind ræddi þáttökuna sína á Bylgjunni í gær.
Lóa Pind ræddi þáttökuna sína á Bylgjunni í gær. vísir/anton Brink
Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars. Um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. Hún ræddi þátttöku sína í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær.

„Ég var kölluð inn á skrifstofu til Evu framleiðslustjóra okkar á Stöð 2 fyrir nokkrum vikum. Hún var mjög alvarleg og vandræðaleg á svip. Það er ekki henni líkt þar sem hún er mjög glögg og skörp kona,“ segir Lóa um það þegar hún var beðin að taka þátt í þáttunum.

„Ég var skíthrædd um að hún ætlaði að fara segja nei við mig um tillögu af einni þáttaröð á Stöð 2. Á endanum kom hún því upp úr sér hvert tilefnið var, hvort ég gæti hugsað mér að taka þátt í Allir geta dansað. Mér fannst þetta of galin hugmynd til að segja nei við henni.“

Lóa segist hafa hugsað sig um í fimm sekúndur og síðan ákveðið að slá til.

„Einu skiptin sem ég dansa innan um aðra er þegar vel er liðið á kvöldið. Ég var í dansskóla Heiðars Ástvaldssonar, veturinn 1979-80.“

Fimm karlmenn og fimm konur taka þátt í þáttunum. Þessir aðilar eru paraðir við fimm atvinnudanskonur og fimm atvinnudansarar.

Umræðan um þáttinn hefst þegar 1:44:00 er liðin af þættinum sem hlusta má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vonar að allir geti í alvörunni dansað

Fjölmiðlakonan Hugrún Halldórsdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

Sunddrottning gæti orðið dansdrottning

Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×