Íslenski þverhausinn Guðmundur Steingrímsson skrifar 17. febrúar 2018 07:00 Ég er mjög ánægður með það að vera Íslendingur. Ég er bara þokkalega sáttur við að tilheyra þessum flokki eyjarskeggja sem göslast hér um í gnauðandi vindi, kýlir á alls konar óyfirstíganleg verkefni, segir hvert öðru kaldlynda brandara og kann þá list að tala á innsoginu sem fáar aðrar þjóðir kunna. Hins vegar er eitt og annað sem ég er ekki sáttur við, eins og gengur. Eitt er þetta: Þessi athafnasama þjóð er alveg ótrúlega þrætugjörn þegar kemur að samfélagslegum úrlausnarefnum. Stærstu deilumálin á Íslandi verða líklega aldrei leyst með niðurstöðu. Þetta er í hróplegri andstöðu við athafnasemina. Einir eða í fámennum hópum gera Íslendingar allt mögulegt, en þegar kemur að því að samfélagið taki skref í sátt og samlyndi í átt til einhverra skilgreindra þjóðfélagslegra framfara er annað uppi á teningnum.Hið þvera nei Forn-Grikkir áttu sér spákonu — eða véfrétt — í Delfí sem gat svarað spurningum um framtíðina. Þetta fyrirkomulag hjálpaði Grikkjum væntanlega við að taka ákvarðanir og horfa fram á veginn. Mér finnst eins og íslenska útgáfan af þessu sé ekki spákona heldur einhvers konar þverhaus. Þessi þverhaus býr í helli einhvers staðar. Þegar úrlausnarefni í samfélaginu blasa við okkur tíðkast að spyrja þverhausinn. Þverhausinn hlustar ekki heldur hristir hann höfuðið píreygður, fórnar höndum, tryllist smá og segir svo nei. Þvert nei. Ekki að ræða það. Hlutirnir verða eins og þeir eru. Þverhausinn hefur talað. Þverhausinn er búinn að fella dóm sinn síendurtekið í öllum helstu úrlausnarefnum. Ég nefni þessi: Á Ísland að ganga í ESB og taka upp evru? Nei. Eiga Íslendingar að skrifa sér almennilega stjórnarskrá? Nei. Á að skipta arði af auðlindum af meiri sanngirni? Nei. Eigum við að breyta klukkunni? Nei. Færa Reykjavíkurflugvöll? Nei. Þetta síðasta er nærtækt. Nú hefur enn ein nefndin komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt sé, út frá rökum, gögnum og æskilegri framtíðarsýn, að færa flugvöllinn af mikilvægu byggingarlandi og setja hann niður í Hvassahrauni. Maður gæti spurt sig: Er það ekki bara í himnalagi? Ég veit lítið um flest mál. Ég bið bara um þetta: Að ákvarðanir séu teknir á yfirvegaðan og lýðræðislegan hátt, á grunni upplýsinga, raka, samræðu og rannsókna. Þetta er langbesta leiðin fram á við og það er í raun engin önnur leið til að skapa sátt í samfélagi þar sem fólk hefur alls konar skoðanir.Stóra þversögnin En nei. Þverhausinn vill ekkert svona. Annað dæmi um áhrifamátt þverhaussins er deilan um uppbyggingu almannasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Ég spái því að þó svo ótal djúpar greiningar muni mæla með einhvers konar borgarlínu, og tuttugu nefndir sérfræðinga komist að einróma niðurstöðu, muni borgarlína aldrei verða lögð. Fyrr munu samgöngur alfarið leggjast af í heiminum en að Íslendingum takist að komast að niðurstöðu um almenningssamgöngur. Á meðan þverhausinn er spurður gerist lítið. Það er markmið þverhaussins. En hið merkilega er sumsé að þverhausinn virðist einungis hafa áhrif þegar kemur að spurningum sem varða heildina. Sem einstaklingar gerum við Íslendingar flest sem okkur sýnist. Þá erum við ekki að flækja hlutina. Við spyrjum í mesta lagi Google. Þetta er hin dásamlega þversögn við Íslendinga. Kannski er komið að því að einhver valkyrja gangi bara í málin, færi flugvöllinn, leggi borgarlínu og málið dautt. Það eru örugglega til leiðbeiningar á YouTube. Svona eins og með styttingu vinnuvikunnar. Mér sýnist blessunarlega ekki þurfa að ræða það mál mikið eða spyrja þverhausinn. Dj. Margeir er búinn að stytta hana. Hann segir að það virki vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Ég er mjög ánægður með það að vera Íslendingur. Ég er bara þokkalega sáttur við að tilheyra þessum flokki eyjarskeggja sem göslast hér um í gnauðandi vindi, kýlir á alls konar óyfirstíganleg verkefni, segir hvert öðru kaldlynda brandara og kann þá list að tala á innsoginu sem fáar aðrar þjóðir kunna. Hins vegar er eitt og annað sem ég er ekki sáttur við, eins og gengur. Eitt er þetta: Þessi athafnasama þjóð er alveg ótrúlega þrætugjörn þegar kemur að samfélagslegum úrlausnarefnum. Stærstu deilumálin á Íslandi verða líklega aldrei leyst með niðurstöðu. Þetta er í hróplegri andstöðu við athafnasemina. Einir eða í fámennum hópum gera Íslendingar allt mögulegt, en þegar kemur að því að samfélagið taki skref í sátt og samlyndi í átt til einhverra skilgreindra þjóðfélagslegra framfara er annað uppi á teningnum.Hið þvera nei Forn-Grikkir áttu sér spákonu — eða véfrétt — í Delfí sem gat svarað spurningum um framtíðina. Þetta fyrirkomulag hjálpaði Grikkjum væntanlega við að taka ákvarðanir og horfa fram á veginn. Mér finnst eins og íslenska útgáfan af þessu sé ekki spákona heldur einhvers konar þverhaus. Þessi þverhaus býr í helli einhvers staðar. Þegar úrlausnarefni í samfélaginu blasa við okkur tíðkast að spyrja þverhausinn. Þverhausinn hlustar ekki heldur hristir hann höfuðið píreygður, fórnar höndum, tryllist smá og segir svo nei. Þvert nei. Ekki að ræða það. Hlutirnir verða eins og þeir eru. Þverhausinn hefur talað. Þverhausinn er búinn að fella dóm sinn síendurtekið í öllum helstu úrlausnarefnum. Ég nefni þessi: Á Ísland að ganga í ESB og taka upp evru? Nei. Eiga Íslendingar að skrifa sér almennilega stjórnarskrá? Nei. Á að skipta arði af auðlindum af meiri sanngirni? Nei. Eigum við að breyta klukkunni? Nei. Færa Reykjavíkurflugvöll? Nei. Þetta síðasta er nærtækt. Nú hefur enn ein nefndin komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt sé, út frá rökum, gögnum og æskilegri framtíðarsýn, að færa flugvöllinn af mikilvægu byggingarlandi og setja hann niður í Hvassahrauni. Maður gæti spurt sig: Er það ekki bara í himnalagi? Ég veit lítið um flest mál. Ég bið bara um þetta: Að ákvarðanir séu teknir á yfirvegaðan og lýðræðislegan hátt, á grunni upplýsinga, raka, samræðu og rannsókna. Þetta er langbesta leiðin fram á við og það er í raun engin önnur leið til að skapa sátt í samfélagi þar sem fólk hefur alls konar skoðanir.Stóra þversögnin En nei. Þverhausinn vill ekkert svona. Annað dæmi um áhrifamátt þverhaussins er deilan um uppbyggingu almannasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Ég spái því að þó svo ótal djúpar greiningar muni mæla með einhvers konar borgarlínu, og tuttugu nefndir sérfræðinga komist að einróma niðurstöðu, muni borgarlína aldrei verða lögð. Fyrr munu samgöngur alfarið leggjast af í heiminum en að Íslendingum takist að komast að niðurstöðu um almenningssamgöngur. Á meðan þverhausinn er spurður gerist lítið. Það er markmið þverhaussins. En hið merkilega er sumsé að þverhausinn virðist einungis hafa áhrif þegar kemur að spurningum sem varða heildina. Sem einstaklingar gerum við Íslendingar flest sem okkur sýnist. Þá erum við ekki að flækja hlutina. Við spyrjum í mesta lagi Google. Þetta er hin dásamlega þversögn við Íslendinga. Kannski er komið að því að einhver valkyrja gangi bara í málin, færi flugvöllinn, leggi borgarlínu og málið dautt. Það eru örugglega til leiðbeiningar á YouTube. Svona eins og með styttingu vinnuvikunnar. Mér sýnist blessunarlega ekki þurfa að ræða það mál mikið eða spyrja þverhausinn. Dj. Margeir er búinn að stytta hana. Hann segir að það virki vel.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun