Kveður Burberry eftir 17 ár Ritstjórn skrifar 19. febrúar 2018 20:00 Glamour/Getty Tískuvikan í London stendur nú yfir, þar sem eftirvæntingin var mikil eftir Burberry. Ástæðan fyrir því var að þetta var síðasta lína Christopher Bailey fyrir tískuhúsið, en þar hefur hann hannað síðustu sautján ár. Línan var sýnd í vestur-London, þar sem margar stjörnur voru á meðal áhorfenda, og einar vinsælustu fyrirsætur Bretlands gengu tískupallana. Litagleðin var allsráðandi, en Christopher notaði regnbogalitina mikið, í loðkápum jafnt sem pilsum. Mikið var um mynstur, þar sem gegnsæjar flíkur voru settar yfir prjónapeysur eða langermaboli. Það trend var áberandi fyrir sumarið, svo gaman er að sjá að það muni halda áfram og inn í veturinn. Köflótt var enn áberandi, en skortur var samt á þessum gömlu góðu klassísku Burberry-flíkum sem Christopher hefur gert svo vinsælt, eins og bresku hermannajakkarnir. Það verður spennandi að sjá hvað Christopher Bailey gerir næst, en eitt er víst, og það er að hann ákvað að fara frá Burberry á glaðlegan hátt. Burberry finale A post shared by Suzy Menkes (@suzymenkesvogue) on Feb 17, 2018 at 10:37am PST Mest lesið Glæsileg samkvæmisklæði frá Gucci Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Dóttir Madonnu nýtt andlit hjá Stella McCartney Glamour Khloe Kardashian sló heimsmet með gallabuxunum sínum Glamour Stjörnurnar pósa fyrir Alexander Wang Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Nike Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Stjörnumprýddur dregill á Bafta Glamour Jared Leto er kominn með mullet Glamour Emmy 2015: Verst klæddar á rauða dreglinum Glamour
Tískuvikan í London stendur nú yfir, þar sem eftirvæntingin var mikil eftir Burberry. Ástæðan fyrir því var að þetta var síðasta lína Christopher Bailey fyrir tískuhúsið, en þar hefur hann hannað síðustu sautján ár. Línan var sýnd í vestur-London, þar sem margar stjörnur voru á meðal áhorfenda, og einar vinsælustu fyrirsætur Bretlands gengu tískupallana. Litagleðin var allsráðandi, en Christopher notaði regnbogalitina mikið, í loðkápum jafnt sem pilsum. Mikið var um mynstur, þar sem gegnsæjar flíkur voru settar yfir prjónapeysur eða langermaboli. Það trend var áberandi fyrir sumarið, svo gaman er að sjá að það muni halda áfram og inn í veturinn. Köflótt var enn áberandi, en skortur var samt á þessum gömlu góðu klassísku Burberry-flíkum sem Christopher hefur gert svo vinsælt, eins og bresku hermannajakkarnir. Það verður spennandi að sjá hvað Christopher Bailey gerir næst, en eitt er víst, og það er að hann ákvað að fara frá Burberry á glaðlegan hátt. Burberry finale A post shared by Suzy Menkes (@suzymenkesvogue) on Feb 17, 2018 at 10:37am PST
Mest lesið Glæsileg samkvæmisklæði frá Gucci Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Dóttir Madonnu nýtt andlit hjá Stella McCartney Glamour Khloe Kardashian sló heimsmet með gallabuxunum sínum Glamour Stjörnurnar pósa fyrir Alexander Wang Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Nike Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Stjörnumprýddur dregill á Bafta Glamour Jared Leto er kominn með mullet Glamour Emmy 2015: Verst klæddar á rauða dreglinum Glamour