Rafmagnsjeppinn Jaguar I-Pace í sænskum frosthörkum Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2018 10:21 Jaguar I-Pace er fríður sýnum. Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace kemur á markað í sumar, en hann var tekinn til kostanna í vikunni í 40°c frosti á snævi og ísalögðu reynsluaksturssvæði fyrirtækisins í norður-Svíþjóð. Þar fékk einn áhugasamra um kaup á nýja bílnum, Svíinn Tony Westerlund, tækifæri til að prófa bílinn til að sannreyna framúrskarandi aksturseiginleikana, stöðugleikann og afl rafmótorsins sem skilar I-Pace úr kyrrstöðu í 100 km/klst á aðeins um 4 sekúndum á þurru undirlagi. Tony Westlund býr norðarlega í Svíþjóð þar sem snjóar mikið á veturna og algengt er að frostið sé um 40°c. Hann hafði því ýmsar spurningar fram að færa varðandi stögugleika I-Pace í snjó og hálku og þáði með þökkum boð um að koma og hitta prófunarteymi Jaguar til að aka bílnum við réttar aðstæður á akstursvæðinu við Arjeplog. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan varð Westlund ekki fyrir vonbrigðum með bílinn. I-Pace er fjórhjóladrifinn fimm sæta sportjeppi með tvo rafmótora sem frumsýndur verður í endanlegri útgáfu á bílasýningunni í Genf þann 6. mars. Sérfræðingar Jaguar hafa á undanförnum misserum unnið að margvíslegum og erfiðum prófunum á bílnum við fjölbreyttar aðstæður, bæði í miklum hita í Kaliforníu og núna í sænskum vetrarhörkum til að sannreyna þol og hæfni bílsins, en alls er búið að aka I-Pace tilraunabílum yfir 2,5 milljónir kílómetra víða um heim þar sem aðstæður eru ólíkar. Nú hefur m.a. verið endanlega staðfest að 90kW rafhlöðuna er unnt að hlaða frá 0-80% á innan við 45 mínútum með DC 100kW hleðslutæki samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Jaguar. Drægi hennar er um 500 km og er bíllinn því einstaklega hagkvæmur til daglegra nota hvort sem er í bæjum, borgum eða dreifbýlum sveitum þar sem aðgangur er að hleðslu. Gert er ráð fyrir að fyrstu bílarnir komi til BL síðsumars og þá í nýjan og glæsilegan sýningarsal Jaguar Land Rover við Hestháls í Reykjavík sem opnar innan tíðar. Þess má geta að á aksturssvæði Jaguar Land Rover í norður-Svíþjóð er hægt að bóka sig á 3-4 daga námskeið hjá Jaguar Ice Academy þar sem viðskiptavinir fá leiðsögn í ís- og snjóakstri með vönum kennurum á bílum frá Jaguar og Land Rover. Sjá má frá prófunum á þessum nýja I-Pace rafmagnsjeppa í N-Svíþjóð í myndskeiði hér að neðan. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace kemur á markað í sumar, en hann var tekinn til kostanna í vikunni í 40°c frosti á snævi og ísalögðu reynsluaksturssvæði fyrirtækisins í norður-Svíþjóð. Þar fékk einn áhugasamra um kaup á nýja bílnum, Svíinn Tony Westerlund, tækifæri til að prófa bílinn til að sannreyna framúrskarandi aksturseiginleikana, stöðugleikann og afl rafmótorsins sem skilar I-Pace úr kyrrstöðu í 100 km/klst á aðeins um 4 sekúndum á þurru undirlagi. Tony Westlund býr norðarlega í Svíþjóð þar sem snjóar mikið á veturna og algengt er að frostið sé um 40°c. Hann hafði því ýmsar spurningar fram að færa varðandi stögugleika I-Pace í snjó og hálku og þáði með þökkum boð um að koma og hitta prófunarteymi Jaguar til að aka bílnum við réttar aðstæður á akstursvæðinu við Arjeplog. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan varð Westlund ekki fyrir vonbrigðum með bílinn. I-Pace er fjórhjóladrifinn fimm sæta sportjeppi með tvo rafmótora sem frumsýndur verður í endanlegri útgáfu á bílasýningunni í Genf þann 6. mars. Sérfræðingar Jaguar hafa á undanförnum misserum unnið að margvíslegum og erfiðum prófunum á bílnum við fjölbreyttar aðstæður, bæði í miklum hita í Kaliforníu og núna í sænskum vetrarhörkum til að sannreyna þol og hæfni bílsins, en alls er búið að aka I-Pace tilraunabílum yfir 2,5 milljónir kílómetra víða um heim þar sem aðstæður eru ólíkar. Nú hefur m.a. verið endanlega staðfest að 90kW rafhlöðuna er unnt að hlaða frá 0-80% á innan við 45 mínútum með DC 100kW hleðslutæki samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Jaguar. Drægi hennar er um 500 km og er bíllinn því einstaklega hagkvæmur til daglegra nota hvort sem er í bæjum, borgum eða dreifbýlum sveitum þar sem aðgangur er að hleðslu. Gert er ráð fyrir að fyrstu bílarnir komi til BL síðsumars og þá í nýjan og glæsilegan sýningarsal Jaguar Land Rover við Hestháls í Reykjavík sem opnar innan tíðar. Þess má geta að á aksturssvæði Jaguar Land Rover í norður-Svíþjóð er hægt að bóka sig á 3-4 daga námskeið hjá Jaguar Ice Academy þar sem viðskiptavinir fá leiðsögn í ís- og snjóakstri með vönum kennurum á bílum frá Jaguar og Land Rover. Sjá má frá prófunum á þessum nýja I-Pace rafmagnsjeppa í N-Svíþjóð í myndskeiði hér að neðan.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður