Allir starfsmenn Benz fá 875.000 kr. í bónus Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2018 10:48 Höfuðstöðvar Mercedes Benz. Það er gott að vera starfsmaður Mercedes Benz um þessar mundir. Hver sá starfsmaður þess sem vann allt síðasta ár hjá fyrirtækinu fær 875.000 krónur í bónus vegna þess góða árangurs sem náðist hjá fyrirtækinu í fyrra. Daimler, eigandi Mercedes Benz seldi alls 3,3 milljónir bíla í fyrra og jók sölu sína um 9% á milli ára, en aukningin bara hjá Mercedes Benz var 9,9%. Reyndar fá allir starfsmenn Daimler, ekki bara Mercedes Benz, þennan bónus og á það þá einnig við starfsmenn Smart og Maybach og trukkadeild Mercedes Benz. Það markaði líka tímamót hjá Mercedes Benz í fyrra að sportbíladeild þeirra, AMG seldi fyrsta sinni yfir 100.000 bíla og gott betur því deildin seldi 131.970 bíla og jók söluna um 33% á milli ára. Sendibíladeild Mercedes Benz gekk líka gríðarvel í fyrra og jók söluna um 12% og seldi alls 401.000 sendibíla. Rútubíladeildin seldi líka 9% meira, alls 28.700 rútur. Hagnaður Benz jókst um 24% frá árinu 2016. Hagnaður Benz í fyrra nam alls 1.690 milljörðum króna, svo fyrirtækinu er ef til vill engin vorkunn að greiða starfsmönnum sínum myndarlega bónusa. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent
Það er gott að vera starfsmaður Mercedes Benz um þessar mundir. Hver sá starfsmaður þess sem vann allt síðasta ár hjá fyrirtækinu fær 875.000 krónur í bónus vegna þess góða árangurs sem náðist hjá fyrirtækinu í fyrra. Daimler, eigandi Mercedes Benz seldi alls 3,3 milljónir bíla í fyrra og jók sölu sína um 9% á milli ára, en aukningin bara hjá Mercedes Benz var 9,9%. Reyndar fá allir starfsmenn Daimler, ekki bara Mercedes Benz, þennan bónus og á það þá einnig við starfsmenn Smart og Maybach og trukkadeild Mercedes Benz. Það markaði líka tímamót hjá Mercedes Benz í fyrra að sportbíladeild þeirra, AMG seldi fyrsta sinni yfir 100.000 bíla og gott betur því deildin seldi 131.970 bíla og jók söluna um 33% á milli ára. Sendibíladeild Mercedes Benz gekk líka gríðarvel í fyrra og jók söluna um 12% og seldi alls 401.000 sendibíla. Rútubíladeildin seldi líka 9% meira, alls 28.700 rútur. Hagnaður Benz jókst um 24% frá árinu 2016. Hagnaður Benz í fyrra nam alls 1.690 milljörðum króna, svo fyrirtækinu er ef til vill engin vorkunn að greiða starfsmönnum sínum myndarlega bónusa.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent