Þurfum bara að setja upp fána Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 10:15 Gunnar Dagur er niðri og Ísak Einir uppi. Þeir segja heitt og notalegt í húsinu. Vísir/Vilhelm Tveir kappsfullir drengir voru á dögunum að útbúa stórt snjóhús þegar blaðamaður og ljósmyndari rákust á þá. Drengirnir heita Ísak Einir Magnússon og Gunnar Dagur Einarsson og eru báðir tólf ára, að verða þrettán. Þeir segja snjóhúsagerð vera áhugamál. Ísak Einir: Við höfum búið til lítil snjóhús áður en þau hafa aldrei orðið að neinu, þannig séð. En þetta var svo tilvalinn skafl. Einn vinur okkar, Jónas Orri, á eiginlega hugmyndina, enda býr hann næst skaflinum. Gunnar Dagur: Við Jónas Orri voru bara að labba hérna og sáum skaflinn, bjuggum til dyr og grófum smá og svo kom Ísak Einir með okkur. Jónas Orri er bara á badmintonæfingu núna, annars væri hann hér.Hvað á húsið að verða stórt? Ísak Einir: Ég veit það ekki. Við munum bara halda áfram þar til við getum ekki meira. Þetta er svo gaman.En er ekki erfitt að koma snjónum frá? Gunnar Dagur: Við höfum stóra skóflu til þess. Notum minni skóflur í gröftinn og þegar við erum búnir að losa snjó í dálitlar hrúgur notum við stóru skófluna til að koma snjónum út. Ísak Einir: Já, í ákveðinn tíma erum við bara að grafa, grafa og grafa. Svo kemur að því að við losum okkur við snjóinn og berum hann út.Ætlið þið að sofa í húsinu? Gunnar Dagur: Ég veit ekki, það gæti verið. Ísak Einir: Við þurfum bara að setja upp fána til að tryggja að menn komi ekki á snjóýtum og ryðji húsinu okkar í burtu. Gunnar Dagur: Það væri ekki gott að vera sofandi og allt hryndi.Eruð þið oft að leika ykkur úti? Ísak Ernir: Já, já, við erum dálitlir útikarlar. Gunnar Dagur: Við erum samt eiginlega meira inni núna en úti þegar við erum að grafa.Eru þetta mörg herbergi? Ísak Einir: Við erum með sérstaka geymslu fyrir töskurnar okkar og fleira dót og þar inni er lítið hólf fyrir snjógleraugu. Gunnar Dagur: Svo verður hitt bara eitt risastórt rými. Planið okkar er að setja sprittkerti á víð og dreif. Krakkar Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Tveir kappsfullir drengir voru á dögunum að útbúa stórt snjóhús þegar blaðamaður og ljósmyndari rákust á þá. Drengirnir heita Ísak Einir Magnússon og Gunnar Dagur Einarsson og eru báðir tólf ára, að verða þrettán. Þeir segja snjóhúsagerð vera áhugamál. Ísak Einir: Við höfum búið til lítil snjóhús áður en þau hafa aldrei orðið að neinu, þannig séð. En þetta var svo tilvalinn skafl. Einn vinur okkar, Jónas Orri, á eiginlega hugmyndina, enda býr hann næst skaflinum. Gunnar Dagur: Við Jónas Orri voru bara að labba hérna og sáum skaflinn, bjuggum til dyr og grófum smá og svo kom Ísak Einir með okkur. Jónas Orri er bara á badmintonæfingu núna, annars væri hann hér.Hvað á húsið að verða stórt? Ísak Einir: Ég veit það ekki. Við munum bara halda áfram þar til við getum ekki meira. Þetta er svo gaman.En er ekki erfitt að koma snjónum frá? Gunnar Dagur: Við höfum stóra skóflu til þess. Notum minni skóflur í gröftinn og þegar við erum búnir að losa snjó í dálitlar hrúgur notum við stóru skófluna til að koma snjónum út. Ísak Einir: Já, í ákveðinn tíma erum við bara að grafa, grafa og grafa. Svo kemur að því að við losum okkur við snjóinn og berum hann út.Ætlið þið að sofa í húsinu? Gunnar Dagur: Ég veit ekki, það gæti verið. Ísak Einir: Við þurfum bara að setja upp fána til að tryggja að menn komi ekki á snjóýtum og ryðji húsinu okkar í burtu. Gunnar Dagur: Það væri ekki gott að vera sofandi og allt hryndi.Eruð þið oft að leika ykkur úti? Ísak Ernir: Já, já, við erum dálitlir útikarlar. Gunnar Dagur: Við erum samt eiginlega meira inni núna en úti þegar við erum að grafa.Eru þetta mörg herbergi? Ísak Einir: Við erum með sérstaka geymslu fyrir töskurnar okkar og fleira dót og þar inni er lítið hólf fyrir snjógleraugu. Gunnar Dagur: Svo verður hitt bara eitt risastórt rými. Planið okkar er að setja sprittkerti á víð og dreif.
Krakkar Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira