Sýndi útskriftarlínuna í Köben Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. febrúar 2018 11:15 María Nielsen fatahönnuður sýndi útskriftarlínu sína á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Mynd/Anton Brink María Nielsen fatahönnuður tók þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn í hönnunarkeppninni Designers Nest í liðinni viku. Hún segir þátttökuna dýrmæta í reynslubankann.Designers Nest hönnunarkeppnin fór fram í Kaupmannahöfn þann 30. janúar. Keppnin er haldin tvisvar á ári milli tíu fremstu hönnunarskólanna á Norðurlöndunum í tengslum við tískuvikuna í Kaupmannahöfn. Þrír nemendur er valdir til þátttöku úr hverjum skóla og að þessu sinni fóru frá Listaháskóla Íslands María Nielsen, Kristín Karlsdóttir og Guðjón Andri Þorvarðarson. María segir þátttöku í keppni sem þessari dýrmæta reynslu fyrir ungan hönnuð.María sýndi þrjú útlit á sýningunni en ímynd hinnar fullkomnu húsmóður var innblásturinn. Mynd/Designers Nest„Designers Nest er að mestu mastersnemasýning en LHÍ er einungis með BA-prógramm í fatahönnun. Við fórum því ekki út með væntingar um að vinna einhver verðlaun, en þetta er mjög góð æfing í því að koma fram og koma sér og verkum sínum á framfæri. Það er líka lærdómsríkt að hitta aðra unga hönnuði sem eru í sömu sporum og maður sjálfur,“ segir María. Mikill handagangur var í öskjunni á bak við tjöldin. „Þetta var mikil keyrsla.“Öll sýndu þau valdar flíkur úr útskriftarlínum sínum á tískusýningu og þurftu einnig að kynna línuna fyrir dómnefnd. „Dómnefndin er skipuð átta manns sem öll tengjast tísku- og hönnunarheiminum og hver hönnuður fékk einungis fimm mínútur. Það þurfti því að skipuleggja sig vel. Þetta var rosalega stressandi. Auðvitað hefur maður margoft staðið fyrir framan kennarana og kynnt verkin sín í skólanum en hér heima er þetta ekki svo stór heimur og maður hefur hitt það fólk oft. En þarna stóð ég fyrir framan ókunnugt fólk, mikilsmetið í faginu, og bunaði út úr mér kynningunni. En þetta gekk vel,“ segir María.Ímynd hinnar fullkomnu húsmóður var innblásturinn. Mynd/Designers NestTaugaspenna hafi einkennt keppnisdaginn og mikið hafi gengið á. „Við hittum módelin snemma um morguninn og mátuðum á þau fötin. Svo var haldin æfing en sýningin fór fram í lok dags. Eins og alltaf tekur hún ekki nema korter, eftir allan undirbúninginn. Þetta er mikil keyrsla en allt gekk rosalega hratt fyrir sig. Flest módelin voru með fjórar innkomur. Hönnuðirnir voru því á hlaupum baksviðs en stemmingin var frábær og allir hjálpuðust að. Ég er með danskt eftirnafn og allir héldu að ég væri dönsk, kannski hjálpaði það til, það töluðu allir dönsku við mig, sem var fínt.“María sýndi þrjú heildarútlit úr útskriftarlínu sinni frá LHÍ. „Útgangspunkturinn við vinnslu línunnar var hin fullkomna húsmóðir og afbökun á þeirri ímynd. Ég skoðaði húsmæðraímyndina um 1960, hvað sú ímynd er orðin blætistengd í dag. Ég bar það saman við bindingar í nútímanum og það kemur fram í böndum á flíkunum og í ýmsum smáatriðum í flíkunum.“Opnar þátttaka í keppninni einhverjar dyr? „Það á eftir að koma í ljós. Það er fyrst og fremst undir manni sjálfum komið hvernig maður nýtir sér þetta tækifæri. Eftir sýninguna á ég bunka af nöfnum sem tengjast inn í þennan bransa og einnig er þetta gott á ferilskrána. Ég útskrifaðist frá LHÍ síðasta vor og mig langar til þess að flytja út í mastersnám. Danmörk og Svíþjóð eru þar efst á lista.“ Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
María Nielsen fatahönnuður tók þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn í hönnunarkeppninni Designers Nest í liðinni viku. Hún segir þátttökuna dýrmæta í reynslubankann.Designers Nest hönnunarkeppnin fór fram í Kaupmannahöfn þann 30. janúar. Keppnin er haldin tvisvar á ári milli tíu fremstu hönnunarskólanna á Norðurlöndunum í tengslum við tískuvikuna í Kaupmannahöfn. Þrír nemendur er valdir til þátttöku úr hverjum skóla og að þessu sinni fóru frá Listaháskóla Íslands María Nielsen, Kristín Karlsdóttir og Guðjón Andri Þorvarðarson. María segir þátttöku í keppni sem þessari dýrmæta reynslu fyrir ungan hönnuð.María sýndi þrjú útlit á sýningunni en ímynd hinnar fullkomnu húsmóður var innblásturinn. Mynd/Designers Nest„Designers Nest er að mestu mastersnemasýning en LHÍ er einungis með BA-prógramm í fatahönnun. Við fórum því ekki út með væntingar um að vinna einhver verðlaun, en þetta er mjög góð æfing í því að koma fram og koma sér og verkum sínum á framfæri. Það er líka lærdómsríkt að hitta aðra unga hönnuði sem eru í sömu sporum og maður sjálfur,“ segir María. Mikill handagangur var í öskjunni á bak við tjöldin. „Þetta var mikil keyrsla.“Öll sýndu þau valdar flíkur úr útskriftarlínum sínum á tískusýningu og þurftu einnig að kynna línuna fyrir dómnefnd. „Dómnefndin er skipuð átta manns sem öll tengjast tísku- og hönnunarheiminum og hver hönnuður fékk einungis fimm mínútur. Það þurfti því að skipuleggja sig vel. Þetta var rosalega stressandi. Auðvitað hefur maður margoft staðið fyrir framan kennarana og kynnt verkin sín í skólanum en hér heima er þetta ekki svo stór heimur og maður hefur hitt það fólk oft. En þarna stóð ég fyrir framan ókunnugt fólk, mikilsmetið í faginu, og bunaði út úr mér kynningunni. En þetta gekk vel,“ segir María.Ímynd hinnar fullkomnu húsmóður var innblásturinn. Mynd/Designers NestTaugaspenna hafi einkennt keppnisdaginn og mikið hafi gengið á. „Við hittum módelin snemma um morguninn og mátuðum á þau fötin. Svo var haldin æfing en sýningin fór fram í lok dags. Eins og alltaf tekur hún ekki nema korter, eftir allan undirbúninginn. Þetta er mikil keyrsla en allt gekk rosalega hratt fyrir sig. Flest módelin voru með fjórar innkomur. Hönnuðirnir voru því á hlaupum baksviðs en stemmingin var frábær og allir hjálpuðust að. Ég er með danskt eftirnafn og allir héldu að ég væri dönsk, kannski hjálpaði það til, það töluðu allir dönsku við mig, sem var fínt.“María sýndi þrjú heildarútlit úr útskriftarlínu sinni frá LHÍ. „Útgangspunkturinn við vinnslu línunnar var hin fullkomna húsmóðir og afbökun á þeirri ímynd. Ég skoðaði húsmæðraímyndina um 1960, hvað sú ímynd er orðin blætistengd í dag. Ég bar það saman við bindingar í nútímanum og það kemur fram í böndum á flíkunum og í ýmsum smáatriðum í flíkunum.“Opnar þátttaka í keppninni einhverjar dyr? „Það á eftir að koma í ljós. Það er fyrst og fremst undir manni sjálfum komið hvernig maður nýtir sér þetta tækifæri. Eftir sýninguna á ég bunka af nöfnum sem tengjast inn í þennan bransa og einnig er þetta gott á ferilskrána. Ég útskrifaðist frá LHÍ síðasta vor og mig langar til þess að flytja út í mastersnám. Danmörk og Svíþjóð eru þar efst á lista.“
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira