Lífið

Kevin Hart fór yfir strikið í fagnaðarlátunum eftir Super Bowl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hart var afar kátur í leikslok.
Hart var afar kátur í leikslok. Vísir/Getty

Fáir voru ánægðari með Super Bowl sigur Philadelphia Eagles í nótt en grínistinn Kevin Hart. Hann er borinn og barnfæddur í Philadelphiu og virðist hafa farið yfir strikið í gleðskapnum eftir leik.

Eagles lagði lið New England Patriots í nótt í hörkuleik. Mikið er um að vera eftir leik og þegar verið var að ræða við Fletcher Cox, einn af varnarmönnum Eagles í beinni útsendingu ruddist Hart á sviðið og byrjaði að tala.

„Philadelphia er frábær borg. Ég held, ég vona að þetta sé dæmi um hvað við getum gert. Okkur var drull..“ sagði Hart áður en hann stoppaði sig rétt áður en hann náði að klára blótsyrðið. Svo virðist sem að Hart hafi mögulega fengið sér nokkra áfenga drykki yfir leiknum.

Hart virðist hafa verið staðráðinn í að koma sér í sviðsljósið eftir leik en á myndbandi sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum má sjá hvernig hann virðist vera að reyna að komast upp á svið til þess að vera viðstaddur athöfnina þegar Lombardi-bikarinn var afhentur.

Sjá má Hart í miklum rökræðum við öryggisvörð sem var ekki á þeim buxunum að hleypa honum upp á svið. Myndböndin má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl

Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.