Óttast ekki hrun þrátt fyrir skarpa lækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 07:07 Þessum hlutabréfasala leist ekkert á blikuna við opnum markaða í Asíu í morgun. Vísir/Getty Japanska Nikkei 225 hlutabréfavísitalan hefur þróast með svipuðum hætti og sú bandaríska síðastliðinn sólarhring. Greint var frá því í gærkvöldi að Dow Jones hafði, þegar markaðir lokuðu vestanhafs í gær, fallið um næstum 5 prósent á einum sólarhring sem er mesta lækkun vísitölunnar síðan í fjármálahruninu 2008. Nikkei vísitalan hefur að sama skapi fallið um 4,7 prósent á einum sólarhring þegar þetta er skrifað. Hang Seng vísitalan í Hong Kong hefur einnig fallið um 4,5 prósent og sú suður-kóreska, Kospi, hefur lækkað um 2,6 prósent. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017 en vísitölur í Asíu hafa tilhneigingu til að fylgja þróuninni vestanhafs.Sjá einnig: Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008Lækkun gærdagsins, og það sem af er morguns í Asíu, má í raun rekja til þess sem alla jafna væru jákvæðar fréttir af bandarískum vinnumarkaði. Greint var frá því fyrir helgi að störfum í Bandaríkjunum hafi fjölgað mjög á síðustu misserum og laun hækkað sömuleiðis. Þessi tíðindi vöktu þó nokkurn ugg meðal fjárfesta. Þá grunar að seðlabanki Bandaríkjanna muni vegna þessa grípa til meiri vaxtahækkana en gert hafði verið ráð fyrir. Fjármálaráðgjafi sem breska ríkisútvarpið ræddi við segir að lækkunin á hlutabréfamörkuðum sé ekki til marks um yfirvofandi hrun eða trú á að allt sé að fara til fjandans. „Þetta eru áhyggjur af betra gengi en búist var við og því verðum við að endurstilla miðið.“ Hvíta húsið reyndi að slá á ótta fjárfesta um helgina og sagði að þeir ættu ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu tímabundnu kröggum. Mikilvægara væri að líta til þeirra þátta sem hafa áhrif á stöðugleika bandarísks efnhags til lengri tíma, þátta sem allir væru sterki en nokkru sinni fyrr. Tengdar fréttir Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Japanska Nikkei 225 hlutabréfavísitalan hefur þróast með svipuðum hætti og sú bandaríska síðastliðinn sólarhring. Greint var frá því í gærkvöldi að Dow Jones hafði, þegar markaðir lokuðu vestanhafs í gær, fallið um næstum 5 prósent á einum sólarhring sem er mesta lækkun vísitölunnar síðan í fjármálahruninu 2008. Nikkei vísitalan hefur að sama skapi fallið um 4,7 prósent á einum sólarhring þegar þetta er skrifað. Hang Seng vísitalan í Hong Kong hefur einnig fallið um 4,5 prósent og sú suður-kóreska, Kospi, hefur lækkað um 2,6 prósent. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017 en vísitölur í Asíu hafa tilhneigingu til að fylgja þróuninni vestanhafs.Sjá einnig: Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008Lækkun gærdagsins, og það sem af er morguns í Asíu, má í raun rekja til þess sem alla jafna væru jákvæðar fréttir af bandarískum vinnumarkaði. Greint var frá því fyrir helgi að störfum í Bandaríkjunum hafi fjölgað mjög á síðustu misserum og laun hækkað sömuleiðis. Þessi tíðindi vöktu þó nokkurn ugg meðal fjárfesta. Þá grunar að seðlabanki Bandaríkjanna muni vegna þessa grípa til meiri vaxtahækkana en gert hafði verið ráð fyrir. Fjármálaráðgjafi sem breska ríkisútvarpið ræddi við segir að lækkunin á hlutabréfamörkuðum sé ekki til marks um yfirvofandi hrun eða trú á að allt sé að fara til fjandans. „Þetta eru áhyggjur af betra gengi en búist var við og því verðum við að endurstilla miðið.“ Hvíta húsið reyndi að slá á ótta fjárfesta um helgina og sagði að þeir ættu ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu tímabundnu kröggum. Mikilvægara væri að líta til þeirra þátta sem hafa áhrif á stöðugleika bandarísks efnhags til lengri tíma, þátta sem allir væru sterki en nokkru sinni fyrr.
Tengdar fréttir Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35