Renault-Nissan- Mitsubishi hyggst selja 14 milljónir bíla árið 2022 Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2018 10:00 Nýja kynslóðin af Nissan Leaf. Á síðasta ári seldi fyrirtækjasamstæða Renault, Nissan og Mitsubishi 10.608.366 bíla, 6,5% fleiri en 2016 og skýrist aukningin aðallega af vaxandi eftirspurn eftir jepplingum, litlum sendibílum og hreinum rafbílum. Carlos Ghosn, forstjóri og stjórnarformaður Renault-Nissan- Mitsubishi, segir að heildarsalan á síðasta ári hafi skipað fyrirtækinu í fyrsta sæti á lista söluhæstu bifreiðaframleiðendanna á árinu. Samstæðan samanstendur af tíu bílaframleiðendum: Renault, Nissan Motor, Mitsubishi Motors, Dacia, Renault Samsung Motors, Alpine, Lada, Infiniti, Venucia og Datsun. Stærsti markaður samstæðunnar á síðasta ári var Kína þar sem 1.719.815 bílar voru seldir. Fast á hæla Kína fylgdu Bandaríkin með einungis 22.666 færri bíla. Söluhæsti einstaki framleiðandi samstæðunnar var Nissan Motor sem seldi 5.816.278 bíla. Þá kom Renault Group með 3.761.634 bíla og þá Mitsubishi Motors með alls 1.030.454 bíla. Helstu driffjaðrir samstæðunnar eru hreinir rafbílar fyrirtækjanna þar sem vaxandi eftirspurn er á öllum helstu mörkuðunum, ekki síst í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu og seldust alls 91 þúsund fleiri rafbílar á síðasta ári en 2016. Alls hefur samstæðan selt 540.623 rafbíla frá því í desember 2010 þegar Nissan Leaf kom fyrst á markað en hann er söluhæsti einstaki rafbíll heims með yfir 300 þúsund selda bíla. Sala á nýrri kynslóð Leaf er að hefjast um þessar mundir og hafa rúmlega 40 þúsund aðilar í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan lagt inn pöntun á nýja bílnum, þrettán þúsund í Japan, jafn margir í Bandaríkjunum og rúmlega 12 þúsund í Evrópu, þar af rúmlega 130 hjá BL, þar sem bíllinn verður kynntir í apríl. Samkvæmt áætlun samstæðunnar til 2022 verða 12 nýir mengunarlaustir bílar kynntir á tímabilinu og 40 bílgerðir með sjálfakandi tækni. Gert er ráð fyrir að eftirspurn eftir slíkum bílum auki heildarsölu samstæðu Renault, Nissan og Mitsubishi verulega og að í árslok 2022 verði heildarsala samstæðunnar orðin um 14 milljónir bíla á ári. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent
Á síðasta ári seldi fyrirtækjasamstæða Renault, Nissan og Mitsubishi 10.608.366 bíla, 6,5% fleiri en 2016 og skýrist aukningin aðallega af vaxandi eftirspurn eftir jepplingum, litlum sendibílum og hreinum rafbílum. Carlos Ghosn, forstjóri og stjórnarformaður Renault-Nissan- Mitsubishi, segir að heildarsalan á síðasta ári hafi skipað fyrirtækinu í fyrsta sæti á lista söluhæstu bifreiðaframleiðendanna á árinu. Samstæðan samanstendur af tíu bílaframleiðendum: Renault, Nissan Motor, Mitsubishi Motors, Dacia, Renault Samsung Motors, Alpine, Lada, Infiniti, Venucia og Datsun. Stærsti markaður samstæðunnar á síðasta ári var Kína þar sem 1.719.815 bílar voru seldir. Fast á hæla Kína fylgdu Bandaríkin með einungis 22.666 færri bíla. Söluhæsti einstaki framleiðandi samstæðunnar var Nissan Motor sem seldi 5.816.278 bíla. Þá kom Renault Group með 3.761.634 bíla og þá Mitsubishi Motors með alls 1.030.454 bíla. Helstu driffjaðrir samstæðunnar eru hreinir rafbílar fyrirtækjanna þar sem vaxandi eftirspurn er á öllum helstu mörkuðunum, ekki síst í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu og seldust alls 91 þúsund fleiri rafbílar á síðasta ári en 2016. Alls hefur samstæðan selt 540.623 rafbíla frá því í desember 2010 þegar Nissan Leaf kom fyrst á markað en hann er söluhæsti einstaki rafbíll heims með yfir 300 þúsund selda bíla. Sala á nýrri kynslóð Leaf er að hefjast um þessar mundir og hafa rúmlega 40 þúsund aðilar í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan lagt inn pöntun á nýja bílnum, þrettán þúsund í Japan, jafn margir í Bandaríkjunum og rúmlega 12 þúsund í Evrópu, þar af rúmlega 130 hjá BL, þar sem bíllinn verður kynntir í apríl. Samkvæmt áætlun samstæðunnar til 2022 verða 12 nýir mengunarlaustir bílar kynntir á tímabilinu og 40 bílgerðir með sjálfakandi tækni. Gert er ráð fyrir að eftirspurn eftir slíkum bílum auki heildarsölu samstæðu Renault, Nissan og Mitsubishi verulega og að í árslok 2022 verði heildarsala samstæðunnar orðin um 14 milljónir bíla á ári.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent