BMW ætlar að ná Benz árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2018 10:45 Sala BMW í fyrra var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29 milljónir. Það svíður greinilega sárt í höfuðstöðvum BMW að sjá Mercedes Benz selja fleiri bíla en BMW annað árið í röð í fyrra og segja forsvarsmenn BMW að fyrirtækið ætli að selja fleiri bíla en Benz strax árið 2020. Það ætlar BMW að gera með kynningu á mörgum nýjum bílgerðum sem muni draga viðskiptavini aftur frá helstu keppinautum BMW. BMW var söluhæsti lúxusbílasali heimsins í 10 ár í röð en árið 2016 komst Mercedes Benz uppfyrir BMW í fjölda seldra bíla á árinu og endurtók leikinn með enn meiri mun í fyrra. Í fyrra náði BMW 4,4% vexti í sölu á milli ára, en Benz 9,9% söluaukningu. Sala BMW var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29. Það var helst gríðarleg aukning í sölu Benz bíla í Kína sem jók heildarsöluna svo mikið. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Það svíður greinilega sárt í höfuðstöðvum BMW að sjá Mercedes Benz selja fleiri bíla en BMW annað árið í röð í fyrra og segja forsvarsmenn BMW að fyrirtækið ætli að selja fleiri bíla en Benz strax árið 2020. Það ætlar BMW að gera með kynningu á mörgum nýjum bílgerðum sem muni draga viðskiptavini aftur frá helstu keppinautum BMW. BMW var söluhæsti lúxusbílasali heimsins í 10 ár í röð en árið 2016 komst Mercedes Benz uppfyrir BMW í fjölda seldra bíla á árinu og endurtók leikinn með enn meiri mun í fyrra. Í fyrra náði BMW 4,4% vexti í sölu á milli ára, en Benz 9,9% söluaukningu. Sala BMW var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29. Það var helst gríðarleg aukning í sölu Benz bíla í Kína sem jók heildarsöluna svo mikið.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent