Metan sem ökutækjaeldsneyti Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2018 14:30 Metaneldsneyti nýtur síaukinna vinsælda um allan heim og er notað á allar gerðir ökutækja. Metaneldsneyti nýtur síaukinna vinsælda um allan heim og er notað á allar gerðir ökutækja, allt frá hefðbundnum fólksbílum til stærri og sérhæfðari samgöngutækja á borð við strætisvagna eða sjúkraflutningabifreiðar. Mikið framboð er af metaneldsneyti í heiminum. Bæði í formi jarðgass í jarðskorpunni og framleiddu metan úr lífrænu efni á yfirborði jarðar. Á akstri metanbíla finnst enginn munur á því hvort ekið er á jarðgasi eða framleiddu metan, svokölluðu nútímametan, enda er orkusameindin í metaneldsneyti sú sama, CH4. Víða um heim er metan framleitt í sérstökum verksmiðjum úr lífrænum úrgangi frá heimilum, fyrirtækjum, landbúnaði og annarri atvinnustarfsemi.Íslenskt metaneldsneytiSorpa hefur framleitt metan fyrir ökutæki síðan árið 2000 úr hauggasi sem myndast við niðurbrot á lífrænu efni. Íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika. Mikið framboð er á metan og núverandi framleiðsla þess á Íslandi nægir til að knýja um 3.500 bifreiðar en einungis 6-8% af henni er nýtt. Aðgengi að metani á Íslandi er gott og unnið er að því að það verði enn betra. Í dag er metaneldsneyti afgreitt á fjórum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á einni stöð á Akureyri. Árið 2018 er stefnt að því að starfsemi hefjist á fyrstu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar á Íslandi hjá SORPU í Álfsnesi. Metanvinnsla SORPU mun þá aukast til muna og heildarframleiðslan frá stöðinni og urðunarstaðnum duga til að knýja um 7-8.000 metanbíla. Metanmöguleikar Íslands er svo miklir að þeir nægja til að knýja allan bílaflota landsins.Umhverfisvænna og ódýraraMetan er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu, ódýrara en annað eldsneyti og umhverfisvænt í samanburði við aðra valkosti til vélknúinna samgangna. Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Þannig er koltvísýringur 20% minni í metanbílum en venjulegum bílum og þar sem metan er unnið úr hauggasi sem verður til úr lífrænum úrgangi hefði sá koltvísýringur sem myndast hvort eð er orðið til á urðunarstaðnum. Það þýðir að heildaraukning koltvísýrings í andrúmslofti er engin. Með því að brenna metaninu í ökutækjum dregur einnig úr gróðurhúsaáhrifum þar sem óbrunnið metangas hefur yfir tuttugufalt meiri áhrif en koltvísýringurinn sem verður til við brunann. Með notkun á íslensku metan í stað bensíns og dísilolíu er dregið verulega úr því magni af koldíoxíði sem ella losnar út í umhverfið. Þeir bílar sem knúnir eru af metan eru hannaðir til að valda sem minnstum gróðurhúsaáhrifum, þökk sé notkun á háþróuðustu tækni. Til dæmis valda þeir áþreifanlega minni mengun en bílar sem nota hefðbundið eldsneyti, ekki aðeins hvað varðar nitrogen oxíð, karbón mónoxíð og díoxíð og botnfallsefni, heldur líka hvað varðar krabbameinsvaldandi efni á borð við vetniskol, aldehýð og ilmandi efni á borð við bensól. Auk þess að vera umhverfisvænn kostur eru metanbílar einnig ódýrari í innkaupum og rekstri.MetanbílarMetanbíll lítur út eins og venjulegur bíll og hefur bæði metan- og bensínvél. Vélin gengur aðallega fyrir metangasi, en virkni hennar og aksturssvið eru aukin með bensíntanki sem er til að mynda 50 lítra hjá metanbílum frá Skoda og Volkswagen. Þeir geta ekið ýmist á metani, bensíni eða nýtt báða orkugjafana sem hefur í för með sér að hægt er að aka mjög langt á einni áfyllingu. Metanbílar eru einnig frábær kostur fyrir heimilin þar sem þeir eru tvíorkubílar og geta ekið á bensíni ef langt er í næstu metanstöð. Í dag dugar innihald um fimm sorphirðubíla til að knýja fjölskyldubíl á borð við Skoda Octavia G-Tec í heilt ár, miðað við meðalakstur. Nú þegar eru allir sorphirðubílar Reykjavíkurborgar knúnir metani. Þar sem metanbílar eru mjög umhverfisvænir eru þeir undanskilir vörugjöldum sem gera þá ansi hagkvæma í innkaupum sem og rekstri. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent
Metaneldsneyti nýtur síaukinna vinsælda um allan heim og er notað á allar gerðir ökutækja, allt frá hefðbundnum fólksbílum til stærri og sérhæfðari samgöngutækja á borð við strætisvagna eða sjúkraflutningabifreiðar. Mikið framboð er af metaneldsneyti í heiminum. Bæði í formi jarðgass í jarðskorpunni og framleiddu metan úr lífrænu efni á yfirborði jarðar. Á akstri metanbíla finnst enginn munur á því hvort ekið er á jarðgasi eða framleiddu metan, svokölluðu nútímametan, enda er orkusameindin í metaneldsneyti sú sama, CH4. Víða um heim er metan framleitt í sérstökum verksmiðjum úr lífrænum úrgangi frá heimilum, fyrirtækjum, landbúnaði og annarri atvinnustarfsemi.Íslenskt metaneldsneytiSorpa hefur framleitt metan fyrir ökutæki síðan árið 2000 úr hauggasi sem myndast við niðurbrot á lífrænu efni. Íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika. Mikið framboð er á metan og núverandi framleiðsla þess á Íslandi nægir til að knýja um 3.500 bifreiðar en einungis 6-8% af henni er nýtt. Aðgengi að metani á Íslandi er gott og unnið er að því að það verði enn betra. Í dag er metaneldsneyti afgreitt á fjórum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á einni stöð á Akureyri. Árið 2018 er stefnt að því að starfsemi hefjist á fyrstu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar á Íslandi hjá SORPU í Álfsnesi. Metanvinnsla SORPU mun þá aukast til muna og heildarframleiðslan frá stöðinni og urðunarstaðnum duga til að knýja um 7-8.000 metanbíla. Metanmöguleikar Íslands er svo miklir að þeir nægja til að knýja allan bílaflota landsins.Umhverfisvænna og ódýraraMetan er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu, ódýrara en annað eldsneyti og umhverfisvænt í samanburði við aðra valkosti til vélknúinna samgangna. Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Þannig er koltvísýringur 20% minni í metanbílum en venjulegum bílum og þar sem metan er unnið úr hauggasi sem verður til úr lífrænum úrgangi hefði sá koltvísýringur sem myndast hvort eð er orðið til á urðunarstaðnum. Það þýðir að heildaraukning koltvísýrings í andrúmslofti er engin. Með því að brenna metaninu í ökutækjum dregur einnig úr gróðurhúsaáhrifum þar sem óbrunnið metangas hefur yfir tuttugufalt meiri áhrif en koltvísýringurinn sem verður til við brunann. Með notkun á íslensku metan í stað bensíns og dísilolíu er dregið verulega úr því magni af koldíoxíði sem ella losnar út í umhverfið. Þeir bílar sem knúnir eru af metan eru hannaðir til að valda sem minnstum gróðurhúsaáhrifum, þökk sé notkun á háþróuðustu tækni. Til dæmis valda þeir áþreifanlega minni mengun en bílar sem nota hefðbundið eldsneyti, ekki aðeins hvað varðar nitrogen oxíð, karbón mónoxíð og díoxíð og botnfallsefni, heldur líka hvað varðar krabbameinsvaldandi efni á borð við vetniskol, aldehýð og ilmandi efni á borð við bensól. Auk þess að vera umhverfisvænn kostur eru metanbílar einnig ódýrari í innkaupum og rekstri.MetanbílarMetanbíll lítur út eins og venjulegur bíll og hefur bæði metan- og bensínvél. Vélin gengur aðallega fyrir metangasi, en virkni hennar og aksturssvið eru aukin með bensíntanki sem er til að mynda 50 lítra hjá metanbílum frá Skoda og Volkswagen. Þeir geta ekið ýmist á metani, bensíni eða nýtt báða orkugjafana sem hefur í för með sér að hægt er að aka mjög langt á einni áfyllingu. Metanbílar eru einnig frábær kostur fyrir heimilin þar sem þeir eru tvíorkubílar og geta ekið á bensíni ef langt er í næstu metanstöð. Í dag dugar innihald um fimm sorphirðubíla til að knýja fjölskyldubíl á borð við Skoda Octavia G-Tec í heilt ár, miðað við meðalakstur. Nú þegar eru allir sorphirðubílar Reykjavíkurborgar knúnir metani. Þar sem metanbílar eru mjög umhverfisvænir eru þeir undanskilir vörugjöldum sem gera þá ansi hagkvæma í innkaupum sem og rekstri.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent