Lífið

Vinsælasti rappari Bretlands kemur fram á Secret Solstice

Stefán Árni Pálsson skrifar
Secret Solstice verður á sumarsólstöðum í ár.
Secret Solstice verður á sumarsólstöðum í ár. mynd/solstice
Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafa nú tilkynnt fyrstu tónlistaratriðin sem fram koma í Laugardalnum 21.-24. júní næstkomandi. Hátíðin sem nú er haldin í fimmta sinn hefur heldur betur fest sig í sess sem ein af flottustu tónlistarhátíðum landsins og orðin árviss viðburður á dagatali margra íslenskra sem og erlendra tónlistargesta á sumrin.

Af þeim listamönnum sem kynntir eru að þessu sinni ber helst að nefna grime og hip hop tónlistarmanninn Stormzy, sem gaf út eina vinsælustu bresku plötu síðasta árs. Einnig Death from Above, Steve Aoki, Jet Black Joe og velsku gyðjuna Bonnie Tyler.

Hátíðin verður með sama sniði og í fyrra og verður aðalsviðið, Valhöll, á Valbjarnarvelli þar sem komið verður fyrir stærsta sviði landsins. Síðan er minna sviðið, Gimli, á þríhyrningnum svokallaða við hlið Skautahallarinnar. Í Laugardagshöllinni verður svo settur upp stærsti næturklúbbur landsins þar sem þúsundir manna munu dansa fram undir morgun.

Hér að neðan má sjá marga af listamönnunum sem koma fram á Secret Solstice í sumar en um er ræða fyrstu tilkynninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.