Fyrirsætur fá búningsklefa í fyrsta skipti Ritstjórn skrifar 7. febrúar 2018 17:45 Glamour/Getty Á tískuvikunni hingað til hafa fyrirsætur ekki verið með neinn almennilegan stað til að skipta um föt, og hafa þessvegna þurft að gera það fyrir allra augum. En nú hafa samtök fatahönnuða (CFDA) unnið með samtökum fyrirsæta (Model Alliance) að því að fá alvöru búningsklefa og góðar aðstæður fyrir fyrirsætur baksviðs. Aðstæður fyrirsæta á tískuvikunni hafa ekki verið góðar hingað til, en unnið er að því að bæta þær. Baksviðs á tískuvikunni er mikil mannmergð, þar sem ljósmyndarar, förðunarfræðingar og hönnuðir og aðstoðarmenn koma saman fyrir sýningu og á meðan henni stendur. Fyrirsætur hafa gagnrýnt þá ljósmyndun sem fer fram á staðnum, þær séu ekki spurðar um leyfi og oft eru teknar myndir af þeim þegar þær eru að skipta um föt. Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa tekið svona langan tíma, þar sem friður til að skipta um föt ætti að vera sjálfsagður, þá sérstaklega í aðstæðum sem þessum. En þetta er svo sannarlega skref í rétta átt, það mætti bara ganga hraðar. Mest lesið Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Gigi Hadid litar sig dökkhærða Glamour Rokkuð rómantík hjá Heard Glamour Send heim fyrir að mæta á Alþingi í lopapeysu Glamour Mariah Carey hannar jólalínu ásamt MAC Glamour Glamour eftirlæti: Retro Stefson gefa út lagið Malaika Glamour Geimverur fara með aðalhlutverkin í nýrri auglýsingu Gucci Glamour Fræg tískumóment Grammy-verðlaunanna Glamour Búið spil hjá Lawrence og Aronofsky Glamour
Á tískuvikunni hingað til hafa fyrirsætur ekki verið með neinn almennilegan stað til að skipta um föt, og hafa þessvegna þurft að gera það fyrir allra augum. En nú hafa samtök fatahönnuða (CFDA) unnið með samtökum fyrirsæta (Model Alliance) að því að fá alvöru búningsklefa og góðar aðstæður fyrir fyrirsætur baksviðs. Aðstæður fyrirsæta á tískuvikunni hafa ekki verið góðar hingað til, en unnið er að því að bæta þær. Baksviðs á tískuvikunni er mikil mannmergð, þar sem ljósmyndarar, förðunarfræðingar og hönnuðir og aðstoðarmenn koma saman fyrir sýningu og á meðan henni stendur. Fyrirsætur hafa gagnrýnt þá ljósmyndun sem fer fram á staðnum, þær séu ekki spurðar um leyfi og oft eru teknar myndir af þeim þegar þær eru að skipta um föt. Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa tekið svona langan tíma, þar sem friður til að skipta um föt ætti að vera sjálfsagður, þá sérstaklega í aðstæðum sem þessum. En þetta er svo sannarlega skref í rétta átt, það mætti bara ganga hraðar.
Mest lesið Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Gigi Hadid litar sig dökkhærða Glamour Rokkuð rómantík hjá Heard Glamour Send heim fyrir að mæta á Alþingi í lopapeysu Glamour Mariah Carey hannar jólalínu ásamt MAC Glamour Glamour eftirlæti: Retro Stefson gefa út lagið Malaika Glamour Geimverur fara með aðalhlutverkin í nýrri auglýsingu Gucci Glamour Fræg tískumóment Grammy-verðlaunanna Glamour Búið spil hjá Lawrence og Aronofsky Glamour