Var ráðinn við Háskólann um leið og Ólafur Ragnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 10:15 Þorbjörn ætlar að taka deginum í dag með ró þó stórafmæli sé. Vísir/Eyþór Árnason Þorbjörn Broddason prófessor er ekki ginnkeyptur fyrir afmælisviðtali en lætur þó til leiðast. Það er lumbra í honum og hann ætlar að taka deginum með algerri ró þó 75 ára afmæli teljist stórt. „Ég er annars hraustur og mig hefur sjaldan vantað í vinnu um ævina,“ segir hann og viðurkennir að hafa verið frumkvöðull að því að koma fjölmiðlun inn í akademískt nám á Íslandi. „Jú, það má segja það. Þegar ég byrjaði að kenna í Háskóla Íslands haustið 1970 setti ég upp fyrsta námskeiðið sem sneri að því viðfangsefni, undir yfirskriftinni Félagsfræði fjölmiðla. Það voru tvö störf auglýst við Háskólann það sumar, annars vegar við félagsfræði og hins vegar stjórnmálafræði. Þar vorum við Ólafur Ragnar Grímsson settir hvor í sitt starfið. Haraldur Ólafsson mannfræðingur var kominn þangað stuttu seinna svo við vorum þrír sem fórum af stað með það sem kallað var Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum haustið 1970.“ Þorbjörn segir mikla aðsókn hafa verið að þessari námsbraut strax í upphafi „Það var alveg múgur manns sem byrjaði. Þar var hin svokallaða 68-kynslóð á ferðinni, félagsvísindin pössuðu vel inn í hennar hugmyndir um hvað ætti að fást við í tilverunni. Margt af því fólki hefur síðan sett svip sinn á hin ýmsu svið þjóðlífsins.“ En hvert skyldi Þorbjörn hafa sótt sinn grunn? „Ég fór fyrst til Edinborgar í Skotlandi í félagsfræði og í framhaldsnám til Lundar í Svíþjóð. Meistaraprófsritgerð mín þar fjallaði um börn og sjónvarp á Íslandi. Þá var í Lundi að spretta fram öflugur hópur í rannsóknum á fjölmiðlum sem ég var síðan í góðum tengslum við. En það var ekki fyrr en alllöngu seinna sem ég lauk doktorsprófi í Svíþjóð og þá í fjölmiðlafræði. Um miðjan níunda áratuginn vorum við komin með þá námsgrein í Háskóla Íslands, sem ég ber ábyrgð á, og var líka með í ráðum við uppbyggingu náms í fjölmiðlun, fyrst á diplomastigi og síðar meistarastigi.“ Enn sinnir Þorbjörn verkefnum fyrir HÍ og var formaður dómnefndar við Óslóarháskóla í haust. Auk þess fæst hann við ritstörf og á árinu kemur út bókarkafli eftir hann og Ragnar Karlsson félagsfræðing. Hann snýst um stöðu íslenskra fjölmiðla á lýðveldistímanum.gun@frettabladid.is Skóla - og menntamál Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Þorbjörn Broddason prófessor er ekki ginnkeyptur fyrir afmælisviðtali en lætur þó til leiðast. Það er lumbra í honum og hann ætlar að taka deginum með algerri ró þó 75 ára afmæli teljist stórt. „Ég er annars hraustur og mig hefur sjaldan vantað í vinnu um ævina,“ segir hann og viðurkennir að hafa verið frumkvöðull að því að koma fjölmiðlun inn í akademískt nám á Íslandi. „Jú, það má segja það. Þegar ég byrjaði að kenna í Háskóla Íslands haustið 1970 setti ég upp fyrsta námskeiðið sem sneri að því viðfangsefni, undir yfirskriftinni Félagsfræði fjölmiðla. Það voru tvö störf auglýst við Háskólann það sumar, annars vegar við félagsfræði og hins vegar stjórnmálafræði. Þar vorum við Ólafur Ragnar Grímsson settir hvor í sitt starfið. Haraldur Ólafsson mannfræðingur var kominn þangað stuttu seinna svo við vorum þrír sem fórum af stað með það sem kallað var Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum haustið 1970.“ Þorbjörn segir mikla aðsókn hafa verið að þessari námsbraut strax í upphafi „Það var alveg múgur manns sem byrjaði. Þar var hin svokallaða 68-kynslóð á ferðinni, félagsvísindin pössuðu vel inn í hennar hugmyndir um hvað ætti að fást við í tilverunni. Margt af því fólki hefur síðan sett svip sinn á hin ýmsu svið þjóðlífsins.“ En hvert skyldi Þorbjörn hafa sótt sinn grunn? „Ég fór fyrst til Edinborgar í Skotlandi í félagsfræði og í framhaldsnám til Lundar í Svíþjóð. Meistaraprófsritgerð mín þar fjallaði um börn og sjónvarp á Íslandi. Þá var í Lundi að spretta fram öflugur hópur í rannsóknum á fjölmiðlum sem ég var síðan í góðum tengslum við. En það var ekki fyrr en alllöngu seinna sem ég lauk doktorsprófi í Svíþjóð og þá í fjölmiðlafræði. Um miðjan níunda áratuginn vorum við komin með þá námsgrein í Háskóla Íslands, sem ég ber ábyrgð á, og var líka með í ráðum við uppbyggingu náms í fjölmiðlun, fyrst á diplomastigi og síðar meistarastigi.“ Enn sinnir Þorbjörn verkefnum fyrir HÍ og var formaður dómnefndar við Óslóarháskóla í haust. Auk þess fæst hann við ritstörf og á árinu kemur út bókarkafli eftir hann og Ragnar Karlsson félagsfræðing. Hann snýst um stöðu íslenskra fjölmiðla á lýðveldistímanum.gun@frettabladid.is
Skóla - og menntamál Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira