Mercedes-Benz söluhæsta lúxusbílamerkið hérlendis Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2018 09:22 Mercedes Benz GLC jeppinn. Mercedes-Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi enn eitt árið en alls seldi Bílaumboðið Askja 522 Mercedes-Benz fólksbíla á árinu 2017. Mercedes-Benz hefur verið mest seldi lúxusbíllinn á Íslandi frá árinu 2013 og eykur enn á forskotið. Í samanburði við þýsku lúxusbílamerkin BMW og Audi er Mercedes-Benz með 48,38% markaðshlutdeild hér á landi en fjöldi af seldum Mercedes-Benz er sambærilegur og Audi og BMW til samans á síðasta ári. Sportjepparnir GLC og GLE voru vinsælastir hér á landi en alls seldust tæplega 200 nýir bílar af þessum tveimur tegundum. GLC 350e í Plug-in Hybrid útfærslu var söluhæsta einstaka tegundin en 57 slíkir bílar voru nýskráðir á síðasta ári. GLE 500e var í öðru sæti með alls 44 nýskráningar. ,,Við erum að sjálfsögðu hæstánægð með þennan árangur og salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Mercedes-Benz hefur styrkt stöðu sína enn frekar bæði hér heima sem og á heimsvísu," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Öskju. Hann segir að framundan sé mjög spennandi ár með komu hins nýja A-Class sem kemur m.a. nýr í sedanútfærslu. Þá kemur nýr G-Class auk CLS og C-Class að sögn Ásgríms. Þá má ekki gleyma nýjum X-Class sem frumsýndur var í janúar. ,,Í haust förum við að taka á móti forpöntunum á nýjum GLE sem frumsýndur verður hér á landi í janúar 2019. Einnig kemur S-Class í Plug-in Hybrid útfærslu þannig að það er mikið um að vera hjá Mercedes-Benz á árinu" segir Ásgrímur ennfremur. Mercedes-Benz er einnig söluhæsta lúxusbílamerkið í heiminum en alls seldust 2.289.344 Mercedes-Benz fólksbíla á árinu 2017. Mercedes-Benz jók sölu sína um 9,9% á milli ára en BMW er í öðru sæti með 2.088.283 selda bíla á heimsvísu og jók sölu sína um 4,2% á milli ára. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent
Mercedes-Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi enn eitt árið en alls seldi Bílaumboðið Askja 522 Mercedes-Benz fólksbíla á árinu 2017. Mercedes-Benz hefur verið mest seldi lúxusbíllinn á Íslandi frá árinu 2013 og eykur enn á forskotið. Í samanburði við þýsku lúxusbílamerkin BMW og Audi er Mercedes-Benz með 48,38% markaðshlutdeild hér á landi en fjöldi af seldum Mercedes-Benz er sambærilegur og Audi og BMW til samans á síðasta ári. Sportjepparnir GLC og GLE voru vinsælastir hér á landi en alls seldust tæplega 200 nýir bílar af þessum tveimur tegundum. GLC 350e í Plug-in Hybrid útfærslu var söluhæsta einstaka tegundin en 57 slíkir bílar voru nýskráðir á síðasta ári. GLE 500e var í öðru sæti með alls 44 nýskráningar. ,,Við erum að sjálfsögðu hæstánægð með þennan árangur og salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Mercedes-Benz hefur styrkt stöðu sína enn frekar bæði hér heima sem og á heimsvísu," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Öskju. Hann segir að framundan sé mjög spennandi ár með komu hins nýja A-Class sem kemur m.a. nýr í sedanútfærslu. Þá kemur nýr G-Class auk CLS og C-Class að sögn Ásgríms. Þá má ekki gleyma nýjum X-Class sem frumsýndur var í janúar. ,,Í haust förum við að taka á móti forpöntunum á nýjum GLE sem frumsýndur verður hér á landi í janúar 2019. Einnig kemur S-Class í Plug-in Hybrid útfærslu þannig að það er mikið um að vera hjá Mercedes-Benz á árinu" segir Ásgrímur ennfremur. Mercedes-Benz er einnig söluhæsta lúxusbílamerkið í heiminum en alls seldust 2.289.344 Mercedes-Benz fólksbíla á árinu 2017. Mercedes-Benz jók sölu sína um 9,9% á milli ára en BMW er í öðru sæti með 2.088.283 selda bíla á heimsvísu og jók sölu sína um 4,2% á milli ára.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent