Fiat Chrysler skuldlaust í árslok Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2018 10:18 Forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne, glaðbeyttur á svip, enda ekki ástæða til annars. Vel gengur hjá bílasamstæðunni Fiat Chrysler og líklegt þykir að hagnaður hennar verði meiri en hjá bílaframleiðandanum Ford þegar síðasta ár er gert upp. Það er helst góð sala á jeppum og jepplingum fyrirtækisins, ekki síst með bílgerðunum Jeep og Ram, sem skapað hefur þennan góða hagnað. Staða Fiat Chrysler gæti við lok þessa árs gæti orðið sú að fyrirtækið geri upp allar skuldir sínar, sem voru miklar við sameininguna. Fyrir vikið verður engin ástæða fyrir Fiat Chrysler að reyna að leita sér að öðrum stórum bílaframleiðanda til sameiningar, eins og tíðrætt hefur verið um á síðustu misserum og forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne hefur orðið tíðrætt um. Marchionne reyndi til til dæmis að sameina Fiat Chrysler bandaríska bílaframleiðandanum General Motors árið 2015 en hafði ekki erindi sem erfiði. Ef til vill er hann nú feginn því að það tókst ekki, en mjög vel hefur gengið hjá Fiat Chrysler síðan þá og allt önnur staða uppi núna. Fiat Chrysler treystir mjög á bílamarkaðinn í Bandaríkjunum, en 71% af tekjum þess koma þaðan. Fiat Chrysler hefur enn fremur náð að hýfa upp hagnaðarprósentu sína frá 7,1% í 8,0% á milli áranna 2016 og 2017. Á sama tíma lækkaði hagnaðarprósenta Ford úr 8,5% í 6,8%. Fiat Chrysler mun örugglega hreinsa allar skuldir sínar á árinu, líklega frá og með næsta júní og ætti að hafa skapað 4 milljarða evra eigið fé við árslok. Hagnaður Fiat Chrysler á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hækkaði um 22% á milli ára, en góð sala í Evrópu og S-Ameríku hjálpaði til við að ná þessum árangri. Síðan Sergio Marchionne tók yfir Fiat árið 2004 og yfirtók Chrysler í kjölfarið hefur honum verið hampað fyrir að bjarga einu þekktasta vörumerki Ítalíu og að hafa forðað Chrysler frá gjaldþroti. Árið 2014 kynnti hann 5 ára áform sín um endurreisn merkjanna Jeep, Maserati og Alfa Romeo, sem og áform um að hreinsa sameinað fyrirtækið af öllum skuldum sínum. Nú er það við það að takast og það á undan áætlun. Marchioenne ætlar að kynna ný áform Fit Chrysler til næstu 5 ára í júní á þessu ári.Einn af söluháum bílum Fiat Chrysler, Ram 1500. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent
Vel gengur hjá bílasamstæðunni Fiat Chrysler og líklegt þykir að hagnaður hennar verði meiri en hjá bílaframleiðandanum Ford þegar síðasta ár er gert upp. Það er helst góð sala á jeppum og jepplingum fyrirtækisins, ekki síst með bílgerðunum Jeep og Ram, sem skapað hefur þennan góða hagnað. Staða Fiat Chrysler gæti við lok þessa árs gæti orðið sú að fyrirtækið geri upp allar skuldir sínar, sem voru miklar við sameininguna. Fyrir vikið verður engin ástæða fyrir Fiat Chrysler að reyna að leita sér að öðrum stórum bílaframleiðanda til sameiningar, eins og tíðrætt hefur verið um á síðustu misserum og forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne hefur orðið tíðrætt um. Marchionne reyndi til til dæmis að sameina Fiat Chrysler bandaríska bílaframleiðandanum General Motors árið 2015 en hafði ekki erindi sem erfiði. Ef til vill er hann nú feginn því að það tókst ekki, en mjög vel hefur gengið hjá Fiat Chrysler síðan þá og allt önnur staða uppi núna. Fiat Chrysler treystir mjög á bílamarkaðinn í Bandaríkjunum, en 71% af tekjum þess koma þaðan. Fiat Chrysler hefur enn fremur náð að hýfa upp hagnaðarprósentu sína frá 7,1% í 8,0% á milli áranna 2016 og 2017. Á sama tíma lækkaði hagnaðarprósenta Ford úr 8,5% í 6,8%. Fiat Chrysler mun örugglega hreinsa allar skuldir sínar á árinu, líklega frá og með næsta júní og ætti að hafa skapað 4 milljarða evra eigið fé við árslok. Hagnaður Fiat Chrysler á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hækkaði um 22% á milli ára, en góð sala í Evrópu og S-Ameríku hjálpaði til við að ná þessum árangri. Síðan Sergio Marchionne tók yfir Fiat árið 2004 og yfirtók Chrysler í kjölfarið hefur honum verið hampað fyrir að bjarga einu þekktasta vörumerki Ítalíu og að hafa forðað Chrysler frá gjaldþroti. Árið 2014 kynnti hann 5 ára áform sín um endurreisn merkjanna Jeep, Maserati og Alfa Romeo, sem og áform um að hreinsa sameinað fyrirtækið af öllum skuldum sínum. Nú er það við það að takast og það á undan áætlun. Marchioenne ætlar að kynna ný áform Fit Chrysler til næstu 5 ára í júní á þessu ári.Einn af söluháum bílum Fiat Chrysler, Ram 1500.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent