Cupra verður kraftabílamerki SEAT Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2018 13:00 Nýja merki kraftabíladeildar SEAT. SEAT hefur lengi notast við orðið Cupra á öflugar gerðir bíla sinna, svo sem hinn 300 hestafla SEAT Leon Cupra R. SEAT ætlar nú að taka næsta skref er kemur af öflugum bílgerðum sínum og búa til sér deild með nafninu Cupra og verður fyrsti vinnudagur hennar 22. febrúar næstkomandi. Fysti bíllinn sem nýja deildin ætlar að setja á markað verður einmitt SEAT Leon Cupra með R í endann og verður hann 310 hestöfl og framleiddur aðeins í 799 eintökum. Seinni á árinu er svo von á 335 hesafla Leon ST Cupra R langbaki sem gæti velgt bílum eins og Audi RS4 undir uggum. Þá er von á Cupra útgáfu af Ibiza bílnum, líkt og Volkswagen gerir með Polo GTI og Ateca jepplingnum sem heyrst hefur að verði sýndur á bílasýningunni í Genf í mars næstkomandi. Það er einnig að frétta úr herbúðum SEAT að fyrirtækið muni kynna stóran jeppling eða jeppa strax á þessu ári sem stærsta framleiðslubíl þessa spænska bílaframleiðanda. SEAT er í eigu Volkswagen Group, sem átt hefur í erfiðleikum allt frá yfirtöku að hagnast á SEAT, en nú virðast teikn á lofti um hagnað rekstrar í ár. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
SEAT hefur lengi notast við orðið Cupra á öflugar gerðir bíla sinna, svo sem hinn 300 hestafla SEAT Leon Cupra R. SEAT ætlar nú að taka næsta skref er kemur af öflugum bílgerðum sínum og búa til sér deild með nafninu Cupra og verður fyrsti vinnudagur hennar 22. febrúar næstkomandi. Fysti bíllinn sem nýja deildin ætlar að setja á markað verður einmitt SEAT Leon Cupra með R í endann og verður hann 310 hestöfl og framleiddur aðeins í 799 eintökum. Seinni á árinu er svo von á 335 hesafla Leon ST Cupra R langbaki sem gæti velgt bílum eins og Audi RS4 undir uggum. Þá er von á Cupra útgáfu af Ibiza bílnum, líkt og Volkswagen gerir með Polo GTI og Ateca jepplingnum sem heyrst hefur að verði sýndur á bílasýningunni í Genf í mars næstkomandi. Það er einnig að frétta úr herbúðum SEAT að fyrirtækið muni kynna stóran jeppling eða jeppa strax á þessu ári sem stærsta framleiðslubíl þessa spænska bílaframleiðanda. SEAT er í eigu Volkswagen Group, sem átt hefur í erfiðleikum allt frá yfirtöku að hagnast á SEAT, en nú virðast teikn á lofti um hagnað rekstrar í ár.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður