Ronaldo skoraði tvö í sigri Real Dagur Lárusson skrifar 27. janúar 2018 17:30 Ronaldo skoraði tvö. vísir/getty Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í sigri Real Madrid gegn Valencia í dag er liðið komst í 38 stig í deildinni. Real Madrid var 19 stigum á eftir erkifjendum sínum í Barcelona fyrir leikinn og því stuðningsmenn liðsins allt annað en sáttir. Það lék hinsvegar allt í lyndi er liðið fór í heimsókn til Valencia í dag. Cristiano Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins af vítapunktinum á 16. mínútu áður en hann skoraði annað mark af vítapunktinum á 38. mínútu og því staðan orðin 0-2 og þannig var staðan í leikhlé. Liðsmenn Valencia mættu öflugir til leiks í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn á 58. mínútu með marki frá Santi Mina. Allt stefndi í spennuþrungnar lokamínútur þar til Marcelo skoraði á 84. mínútu og tryggði sigur Real Madrid. Toni Kroos skoraði síðan síðasta mark Real Madrid og síðasta mark leiksins á 89. mínútu. Spænski boltinn
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í sigri Real Madrid gegn Valencia í dag er liðið komst í 38 stig í deildinni. Real Madrid var 19 stigum á eftir erkifjendum sínum í Barcelona fyrir leikinn og því stuðningsmenn liðsins allt annað en sáttir. Það lék hinsvegar allt í lyndi er liðið fór í heimsókn til Valencia í dag. Cristiano Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins af vítapunktinum á 16. mínútu áður en hann skoraði annað mark af vítapunktinum á 38. mínútu og því staðan orðin 0-2 og þannig var staðan í leikhlé. Liðsmenn Valencia mættu öflugir til leiks í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn á 58. mínútu með marki frá Santi Mina. Allt stefndi í spennuþrungnar lokamínútur þar til Marcelo skoraði á 84. mínútu og tryggði sigur Real Madrid. Toni Kroos skoraði síðan síðasta mark Real Madrid og síðasta mark leiksins á 89. mínútu.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti