Sérsaumaðar draumaflíkur hátískunnar Ritstjórn skrifar 27. janúar 2018 08:30 Pierre Balmain í stúdíó sínu í kringum árið 1940. Glamour/Getty Þessa dagana virðist vera tískuvika í hverri einustu viku einhversstaðar í heiminum þar sem einhver útgáfa af haust- og vetrarlínum næsta árs er sýnd. Í vikunni fór fram Haute Couture tískuvikan í París þar sem stærstu tískuhúsin sýndu fallega kjóla og flíkur sem einna helst passa á rauða dreglinum.En hvað þýðir haute couture?Haute couture, eða hátíska, er í raun sérsaumaðar og klæðskerasniðnar flíkur sem eru handgerðar frá upphafi til enda fyrir kúnnana. Öll smáatriði eru unnin í höndunum af faglærðu fólki og mikið lagt upp úr því. Efnin eru í bestu mögulegu gæðum og verðmiðinn á lokaútkomunni skiptir engu máli. Það er ekki á færi allra tískuhúsa að geta skreytt sig með haute couture stimplinum en til þess að geta tekið þátt í hátískunni þurfa tískuhúsin að uppfylla eftirfarandi skilyrði hér, sem voru ákveðin í París árið 1945:- Að sérsauma flíkur gegn pöntunum fyrir viðskiptavini. - Starfrækja vinnustofu (atelier) í París með að minnsta kosti 15 starfsmönnum í fullu starfi. - Vera með að minnsta kosti 20 starfsmenn sem sérhæfa sig í tæknilegri vinnu á vinnustofunni (atelier). - Sýna fatalínu með að minnsta kosti 50 flíkum tvisvar á ári (í janúar og júní) og að það sé blanda af kvöldklæðnaði og hvers- dagsfatnaði. Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir í frá vinnustofum í París gegnum tíðina. Franska leikkonan Catherine Deneuve í mátun hjá Yves Saint Laurent.Jean Paul Gaultier í sínu haute couture stúdíói.Christian Lacroix að undirbúa haute couture sýningu. Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Rómantíkin svífur yfir vötnum í fatalínu Erdem fyrir H&M Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Sjö spennandi íslenskir hönnuðir að fylgjast með Glamour Tattúbar í 8 ára afmælisveislu igló+indi Glamour Leonardo DiCaprio og Orlando Bloom fóru saman á Coachella Glamour Lagerfeld í hótelbransann Glamour Aprílgabb sem gekk of langt Glamour
Þessa dagana virðist vera tískuvika í hverri einustu viku einhversstaðar í heiminum þar sem einhver útgáfa af haust- og vetrarlínum næsta árs er sýnd. Í vikunni fór fram Haute Couture tískuvikan í París þar sem stærstu tískuhúsin sýndu fallega kjóla og flíkur sem einna helst passa á rauða dreglinum.En hvað þýðir haute couture?Haute couture, eða hátíska, er í raun sérsaumaðar og klæðskerasniðnar flíkur sem eru handgerðar frá upphafi til enda fyrir kúnnana. Öll smáatriði eru unnin í höndunum af faglærðu fólki og mikið lagt upp úr því. Efnin eru í bestu mögulegu gæðum og verðmiðinn á lokaútkomunni skiptir engu máli. Það er ekki á færi allra tískuhúsa að geta skreytt sig með haute couture stimplinum en til þess að geta tekið þátt í hátískunni þurfa tískuhúsin að uppfylla eftirfarandi skilyrði hér, sem voru ákveðin í París árið 1945:- Að sérsauma flíkur gegn pöntunum fyrir viðskiptavini. - Starfrækja vinnustofu (atelier) í París með að minnsta kosti 15 starfsmönnum í fullu starfi. - Vera með að minnsta kosti 20 starfsmenn sem sérhæfa sig í tæknilegri vinnu á vinnustofunni (atelier). - Sýna fatalínu með að minnsta kosti 50 flíkum tvisvar á ári (í janúar og júní) og að það sé blanda af kvöldklæðnaði og hvers- dagsfatnaði. Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir í frá vinnustofum í París gegnum tíðina. Franska leikkonan Catherine Deneuve í mátun hjá Yves Saint Laurent.Jean Paul Gaultier í sínu haute couture stúdíói.Christian Lacroix að undirbúa haute couture sýningu.
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Rómantíkin svífur yfir vötnum í fatalínu Erdem fyrir H&M Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Sjö spennandi íslenskir hönnuðir að fylgjast með Glamour Tattúbar í 8 ára afmælisveislu igló+indi Glamour Leonardo DiCaprio og Orlando Bloom fóru saman á Coachella Glamour Lagerfeld í hótelbransann Glamour Aprílgabb sem gekk of langt Glamour