Bruno Mars sigursæll á Grammy-verðlaununum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 07:45 Bruno Mars á Grammy-hátíðinni í gær. vísir/getty Tónlistarmaðurinn Bruno Mars var sigursæll á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Madison Square Garden í New York í gærkvöldi og nótt. Hann hlaut alls sex verðlaun, þar á meðal aðalverðlaunin þrjú, það er fyrir breiðskífu ársins, plötu ársins og lag ársins, That‘s What I Like. Rapparinn Kendrick Lamar hlaut fimm verðlaun en Jay Z, sem tilnefndur var til flestra verðlauna, eða alls átta, fór tómhentur heim. Alessia Cara var valin nýliði ársins, Ed Sheeran hlaut verðlaun fyrir bestu poppplötuna og fyrir besta poppflutninginn fyrir lagið Shape of You.Engin Grammy-verðlaun rötuðu til Íslendinga en hljómsveitin Kaleo var tilnefnd í flokknum besti rokkflutningur og tónskáldið Jóhann Jóhannsson í flokknum besta kvikmyndatónlistin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Arrival. Kaleo horfði á eftir verðlaununum til Leonard heitins Cohen og Justin Hurwitz stóð uppi sem sigurvegari í flokki Jóhanns fyrir tónlistina í kvikmyndinni La La Land. Aðeins 17 verðlaun af 86 fóru til kvenna eða hljómsveita þar sem konur eru í aðalhlutverki en MeToo-byltingin og átakið Time‘s Up settu engu að síður svip sinn á hátíðina. Þannig vakti kraftmikill flutningur Keshu á lagi sínu Praying mikla athygli en lagið fjallar um hennar eigin reynslu af kynferðisofbeldi. Þær Cyndi Lauper og Camila Cabello voru á meðal þeirra sem sungu bakraddir í lagi Keshu í gær. Á meðal annarra sem komu fram á hátíðinni voru þau Lady Gaga, Sam Smith og Pink.Lista yfir alla sigurvegara Grammy í ár má sjá á heimasíðu verðlaunanna. Grammy Lífið Tengdar fréttir Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bruno Mars var sigursæll á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Madison Square Garden í New York í gærkvöldi og nótt. Hann hlaut alls sex verðlaun, þar á meðal aðalverðlaunin þrjú, það er fyrir breiðskífu ársins, plötu ársins og lag ársins, That‘s What I Like. Rapparinn Kendrick Lamar hlaut fimm verðlaun en Jay Z, sem tilnefndur var til flestra verðlauna, eða alls átta, fór tómhentur heim. Alessia Cara var valin nýliði ársins, Ed Sheeran hlaut verðlaun fyrir bestu poppplötuna og fyrir besta poppflutninginn fyrir lagið Shape of You.Engin Grammy-verðlaun rötuðu til Íslendinga en hljómsveitin Kaleo var tilnefnd í flokknum besti rokkflutningur og tónskáldið Jóhann Jóhannsson í flokknum besta kvikmyndatónlistin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Arrival. Kaleo horfði á eftir verðlaununum til Leonard heitins Cohen og Justin Hurwitz stóð uppi sem sigurvegari í flokki Jóhanns fyrir tónlistina í kvikmyndinni La La Land. Aðeins 17 verðlaun af 86 fóru til kvenna eða hljómsveita þar sem konur eru í aðalhlutverki en MeToo-byltingin og átakið Time‘s Up settu engu að síður svip sinn á hátíðina. Þannig vakti kraftmikill flutningur Keshu á lagi sínu Praying mikla athygli en lagið fjallar um hennar eigin reynslu af kynferðisofbeldi. Þær Cyndi Lauper og Camila Cabello voru á meðal þeirra sem sungu bakraddir í lagi Keshu í gær. Á meðal annarra sem komu fram á hátíðinni voru þau Lady Gaga, Sam Smith og Pink.Lista yfir alla sigurvegara Grammy í ár má sjá á heimasíðu verðlaunanna.
Grammy Lífið Tengdar fréttir Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02