Klassískur G-Class fær uppfærslu Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2018 09:34 Nýr G-Class í Detroit. Nýr Mercedes-Benz G-Class var frumsýndur á bílasýningunni í Detroit á dögunum. Nýr G-Class heldur áfram sínu klassíska útliti sem hann hefur haft síðan hann var fyrst kynntur til sögunnar árið 1979. Hann er samt stærri og innanrýmið hefur verið endurhannað fyrir enn meiri þægindi í akstri. Jeppinn er nú 5,3 sentimetrum lengri og 12,1 sentimetrum breiðari en forverinn. Olnbogarými er því enn meira en áður og fótarými sömuleiðis og var nú ekki þröngt um ökumann og farþega fyrir í þessum stóra og stæðilega jeppa. Nýja gerðin er 170 kg léttari, heldur driflæsingum og er með sjálfstæða fjöðrun að framan. Hann er með nýjan gírkassa og nýja grind sem er 55% stífari en áður og hefur 70mm í vaðdýpt sem er aukning um 10 cm. Þá er hann kominn með rafmagnsstýri í stað vökvastýris sem tryggir betri aksturseiginleika. G-Class jeppinn stendur líklega flestum bílum framar þegar kemur að torfæruakstri. G-Class er framleiddur í verksmiðju Magna Steyr í Graz í Austurríki. Hann var fyrst framleiddur sem herjeppi en hefur í gegnum árin fengið fjölmargar, tæknilegar uppfærslur og verið nútímavæddur. En ávallt án þess að hreyft hafi verið við hinum einstæða persónuleika hans. ,,Með þessari nýjustu uppfærslu á G-Class höfum við breytt innanrýminu all mikið og númtímavætt hann enn frekar ef svo má að orði komast. Við höfum bætt enn frekar aksturseiginleika jeppans bæði á vegum og utan vega og bætt enn frekar hina frægu torfærueiginleika hans," segir Dr. Dieter Zetsche, stjórnarformaður Daimler AG, sem er eigandi Mercedes-Benz. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent
Nýr Mercedes-Benz G-Class var frumsýndur á bílasýningunni í Detroit á dögunum. Nýr G-Class heldur áfram sínu klassíska útliti sem hann hefur haft síðan hann var fyrst kynntur til sögunnar árið 1979. Hann er samt stærri og innanrýmið hefur verið endurhannað fyrir enn meiri þægindi í akstri. Jeppinn er nú 5,3 sentimetrum lengri og 12,1 sentimetrum breiðari en forverinn. Olnbogarými er því enn meira en áður og fótarými sömuleiðis og var nú ekki þröngt um ökumann og farþega fyrir í þessum stóra og stæðilega jeppa. Nýja gerðin er 170 kg léttari, heldur driflæsingum og er með sjálfstæða fjöðrun að framan. Hann er með nýjan gírkassa og nýja grind sem er 55% stífari en áður og hefur 70mm í vaðdýpt sem er aukning um 10 cm. Þá er hann kominn með rafmagnsstýri í stað vökvastýris sem tryggir betri aksturseiginleika. G-Class jeppinn stendur líklega flestum bílum framar þegar kemur að torfæruakstri. G-Class er framleiddur í verksmiðju Magna Steyr í Graz í Austurríki. Hann var fyrst framleiddur sem herjeppi en hefur í gegnum árin fengið fjölmargar, tæknilegar uppfærslur og verið nútímavæddur. En ávallt án þess að hreyft hafi verið við hinum einstæða persónuleika hans. ,,Með þessari nýjustu uppfærslu á G-Class höfum við breytt innanrýminu all mikið og númtímavætt hann enn frekar ef svo má að orði komast. Við höfum bætt enn frekar aksturseiginleika jeppans bæði á vegum og utan vega og bætt enn frekar hina frægu torfærueiginleika hans," segir Dr. Dieter Zetsche, stjórnarformaður Daimler AG, sem er eigandi Mercedes-Benz.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent