Lífið

Átta hundruð eldhressir Vesturbæingar í miklu stuði á þorrablóti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stemningin var rosaleg á laugardagskvöldið.
Stemningin var rosaleg á laugardagskvöldið. myndir/Erling Ó. Aðalsteinsson
800 Vesturbæingar og KR-ingar úr öllum áttum skemmtu sér í DHL-höllinni á laugardagskvöldið þegar árlegt Þorrablót Vesturbæjar fór fram. Þetta er annað árið í röð sem blótið er haldið en það virðist komið til að vera. 800 manns fylltu íþróttahúsið þar sem svartur og hvítur litur réð ríkjum.

Það kom í hlut Vesturbæinga að sjá um skemmtiatriðin í ár. Gummi Ben vinnur þessa dagana hörðum höndum að þáttum um strákana okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu, er staddur í Englandi af þeim sökum, og átti ekki kost á að veislustýra. Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV og KR-ingur, fyllti í skarðið.

Saga Garðarsdóttir, grínisti sem spilaði fótbolta með KR á sínum yngri árum, fór með gamanmál. Svo var það Páll Óskar sem keyrði upp stemninguna á dansgólfinu inn í nóttina.

Erling Ó. Aðalsteinsson, hirðljósmyndari KR-inga, var með myndavélina á lofti og náði þessum skemmtilegu myndum af Vesturbæingum fagna þorranum. Það var Jói í Múlakaffi sem sá um veitingarnar.

Fjölmörg kunnugleg andlit voru á svæðinu svo sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra auk Andrésar Jónssonar almannatengils og Álfrúnar Pálsdóttur, ritstjóra Glamour, svo nokkur séu nefnd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×