Athyglissjúk glamúrglimmerskvísa Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 10:45 Stína Ágústsdóttir er forkunnar fögur og sannkölluð díva í þessum þokkafulla, eldrauða kjól frá DVF sem hún hefur átt lengi í fórum sínum. MYND/EYÞÓR Hverju klæðist djassdíva sem er með hádegistónleika í bókasafni? Hún verður fín í tauinu og skartar örugglega lokkandi glamúr. Stína Ágústsdóttir lofar líklegast hárauðum kjól sem sker sig úr bókahillunum. „Mér finnst mjög gaman að dressa mig upp fyrir tónleika og hafa leyfi til að berast of mikið á í klæðaburði. Maður er með ofsalega athyglissýki þegar maður vinnur við að standa á sviði og þá blundar í manni að sjokkera fólk. Þar hef ég átt mín móment,“ segir Stína og flissar af þokka. Í uppvextinum var hún oftar en ekki í fötum af bræðrum sínum og átti marga strákavini. „Allan tímann blundaði í mér glamúrglimmerskvísa sem blossaði upp þegar ég gat farið að kaupa mér föt sjálf. Ég hef mikinn áhuga á tísku því mér finnst hún vera leið til að tjá sig. Ég sogast að glamúr og glimmeri og stíllinn er svolítið íburðarmikill. Mér er orðið alveg sama hvað fólki finnst um mig. Ég klæði mig eins og ég vil og tek tímabil þar sem ég er á útopnu. Stundum hef ég mætt á sviðið í tútúpilsi og netsokkabuxum, eða þá stuttbuxum, og klárt að ég er ekki með stílista á mínum snærum. Því lít ég stundum út fyrir að hafa dottið inn í fataskápinn,“ segir Stína og hlær innan um glæsilega kjóla og búninga sem hún notar stundum fyrir söng og sprell.Svarti kjóllinn frá BACK er í dálæti hjá Stínu enda einstaklega þægilegur.MYND/EYÞÓRTöfrar sveimhugans Það var ekki Stína sem byrjaði að kalla sig Stínu. „Það voru mamma og pabbi, og það er eiginlega enginn sem kallar mig Kristínu nema yfirvöld og læknar,“ segir Stína sem býr með eiginmanni og börnum í Stokkhólmi. „Í Svíþjóð er hversdagslegt að heita Stína, sem og í Montreal, þar sem við bjuggum áður, en öðru máli gegnir um Ágústsdóttir því sts í röð er ekki sniðugt fyrir tungutak útlendinga.“ Stína lauk háskólaprófi í véla- og iðnaðarverkfræði en dreif sig í Söngskólann eftir útskrift. „Þá fann ég að söngurinn var það sem ég vildi gera að ævistarfi. Upphaflega planið var að fara í praktískt nám og fá góða vinnu en sú vinna átti ekki við mig þegar á reyndi. Söngurinn átti í mér sterk ítök, ég hafði alltaf verið í kórum, lærði á píanó, var í ballett og varð næstum því ballerína, og lenti í djúpri ástarsorg þegar ég ákvað að kveðja ballettinn,“ segir Stína sem síðar lauk þriggja ára háskólanámi í djasssöng í Montreal í Kanada. „Djassinn virðist henta mér vel. Mér finnst svo heillandi við djassinn að þar skiptir aldur engu máli og í spuna djassins veit maður aldrei hvað gerist næst. Þegar maður er sveimhugi sem heldur illa fókus, eins og ég, er alltaf eitthvað nýtt að gerast í djassinum og þá gerast töfrar.“Stína er einkar þokkafull og glæsileg í þessum nýja og málmlita kjól frá Valerie.MYND/EYÞÓRKreisí vellíðan á bókasafninu Stína verður með hádegistónleika í Borgarbókasafninu í Gerðubergi í hádeginu í dag, í Grófinni á morgun og í Spönginni á laugardag. „Þar flyt ég vókalísur við valin sóló sem Duke Ellington, Miles Davis, Charlie Parker og fleiri flytjendur hljóðrituðu á sínum tíma. Vókalísur eru sóló þar sem ég hef samið íslenska og enska texta við þekkt sólóin. Ekki er vitað til að þetta hafi áður verið gert á Íslandi og því er hér um einstakan viðburð er að ræða,“ segir Stína, en henni til fulltingis verða Kjartan Valdemarsson á píanó, Leifur Gunnarsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. „Fíla ekki allir söngdjass?“ spyr Stína. „Hann er mjög næs, uppfullur af vellíðan og góðum fíling, og sumir textarnir eru beinlínis fyndnir. Fólk hefur ekki áður heyrt þessi djasssóló í þessu formi en sum sólóin eru afar hröð og kalla á mörg orð á stuttum tíma, svo þetta verður svolítið kreisí og hressandi.“ Hægt er að nálgast nýjustu plötu Stínu, Jazz á íslensku, á Spotify og í verslunum. Hún var í fyrra tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki jazz- og blústónlistar. Tónleikarnir í Gerðubergi eru frá klukkan 12.15 til 13 í dag og á sama tíma í Borgarbókasafninu í Grófinni á morgun. Á laugardag verða þeir í Spönginni frá klukkan 13.15 til 14. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hverju klæðist djassdíva sem er með hádegistónleika í bókasafni? Hún verður fín í tauinu og skartar örugglega lokkandi glamúr. Stína Ágústsdóttir lofar líklegast hárauðum kjól sem sker sig úr bókahillunum. „Mér finnst mjög gaman að dressa mig upp fyrir tónleika og hafa leyfi til að berast of mikið á í klæðaburði. Maður er með ofsalega athyglissýki þegar maður vinnur við að standa á sviði og þá blundar í manni að sjokkera fólk. Þar hef ég átt mín móment,“ segir Stína og flissar af þokka. Í uppvextinum var hún oftar en ekki í fötum af bræðrum sínum og átti marga strákavini. „Allan tímann blundaði í mér glamúrglimmerskvísa sem blossaði upp þegar ég gat farið að kaupa mér föt sjálf. Ég hef mikinn áhuga á tísku því mér finnst hún vera leið til að tjá sig. Ég sogast að glamúr og glimmeri og stíllinn er svolítið íburðarmikill. Mér er orðið alveg sama hvað fólki finnst um mig. Ég klæði mig eins og ég vil og tek tímabil þar sem ég er á útopnu. Stundum hef ég mætt á sviðið í tútúpilsi og netsokkabuxum, eða þá stuttbuxum, og klárt að ég er ekki með stílista á mínum snærum. Því lít ég stundum út fyrir að hafa dottið inn í fataskápinn,“ segir Stína og hlær innan um glæsilega kjóla og búninga sem hún notar stundum fyrir söng og sprell.Svarti kjóllinn frá BACK er í dálæti hjá Stínu enda einstaklega þægilegur.MYND/EYÞÓRTöfrar sveimhugans Það var ekki Stína sem byrjaði að kalla sig Stínu. „Það voru mamma og pabbi, og það er eiginlega enginn sem kallar mig Kristínu nema yfirvöld og læknar,“ segir Stína sem býr með eiginmanni og börnum í Stokkhólmi. „Í Svíþjóð er hversdagslegt að heita Stína, sem og í Montreal, þar sem við bjuggum áður, en öðru máli gegnir um Ágústsdóttir því sts í röð er ekki sniðugt fyrir tungutak útlendinga.“ Stína lauk háskólaprófi í véla- og iðnaðarverkfræði en dreif sig í Söngskólann eftir útskrift. „Þá fann ég að söngurinn var það sem ég vildi gera að ævistarfi. Upphaflega planið var að fara í praktískt nám og fá góða vinnu en sú vinna átti ekki við mig þegar á reyndi. Söngurinn átti í mér sterk ítök, ég hafði alltaf verið í kórum, lærði á píanó, var í ballett og varð næstum því ballerína, og lenti í djúpri ástarsorg þegar ég ákvað að kveðja ballettinn,“ segir Stína sem síðar lauk þriggja ára háskólanámi í djasssöng í Montreal í Kanada. „Djassinn virðist henta mér vel. Mér finnst svo heillandi við djassinn að þar skiptir aldur engu máli og í spuna djassins veit maður aldrei hvað gerist næst. Þegar maður er sveimhugi sem heldur illa fókus, eins og ég, er alltaf eitthvað nýtt að gerast í djassinum og þá gerast töfrar.“Stína er einkar þokkafull og glæsileg í þessum nýja og málmlita kjól frá Valerie.MYND/EYÞÓRKreisí vellíðan á bókasafninu Stína verður með hádegistónleika í Borgarbókasafninu í Gerðubergi í hádeginu í dag, í Grófinni á morgun og í Spönginni á laugardag. „Þar flyt ég vókalísur við valin sóló sem Duke Ellington, Miles Davis, Charlie Parker og fleiri flytjendur hljóðrituðu á sínum tíma. Vókalísur eru sóló þar sem ég hef samið íslenska og enska texta við þekkt sólóin. Ekki er vitað til að þetta hafi áður verið gert á Íslandi og því er hér um einstakan viðburð er að ræða,“ segir Stína, en henni til fulltingis verða Kjartan Valdemarsson á píanó, Leifur Gunnarsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. „Fíla ekki allir söngdjass?“ spyr Stína. „Hann er mjög næs, uppfullur af vellíðan og góðum fíling, og sumir textarnir eru beinlínis fyndnir. Fólk hefur ekki áður heyrt þessi djasssóló í þessu formi en sum sólóin eru afar hröð og kalla á mörg orð á stuttum tíma, svo þetta verður svolítið kreisí og hressandi.“ Hægt er að nálgast nýjustu plötu Stínu, Jazz á íslensku, á Spotify og í verslunum. Hún var í fyrra tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki jazz- og blústónlistar. Tónleikarnir í Gerðubergi eru frá klukkan 12.15 til 13 í dag og á sama tíma í Borgarbókasafninu í Grófinni á morgun. Á laugardag verða þeir í Spönginni frá klukkan 13.15 til 14. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira