Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Benedikt Grétarsson skrifar 12. janúar 2018 19:00 Íslendingar fögnuðu sigri í dag vísir/epa Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar frábærlega á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu. Ísland mætti Svíþjóð í opnunarleik mótsins í dag og vann frábæran 26-24 sigur. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 15-8, Íslandi í vil. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk og Guðjón Valur Sigurðsson, Rúnar Kárason og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu allir fimm mörk. Björgvin Páll Gústavsson lék allan leikinn í markinu og átti mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar Björgvin varði 11 skot. Alls varði Björgvin Páll 15 skot, þar af tvö vítaskot. Næsti leikur Íslands verður gegn gestgjöfum Króata á sunnudaginn og ljóst að það er hægt að byggja verulega mikið á þessari frammistöðu. Fyrri hálfleikur var í einu orði sagt stórkostlegur. Vörnin stóð feikivel og Björgvin Páll Gústavsson var í miklum ham í markinu. Svíar komust ekkert áleiðis og strákarnir gengu á lagið. Samhliða varnarleiknum, gekk sóknin ótrúlega vel fyrstu 20 mínútur leiksins og ráðþrota Sviar horfðu upp á íslenska liðið labba í gegnum vörn þeirra án vandræða. Aron Pálmarsson stýrði sóknarleiknum snilldarlega og allir sem léku í sókninni, lögðu svo sannarlega hönd á plóg. Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason voru stórhættulegir í skyttustöðunum, hornamennirnir vakandi fyrir sínum færum og Arnar Freyr að gera Svíum lífið leitt á línunni. Ísland komst mest níu mörkum yfir, 14-5 en sóknarleikurinn datt niður síðustu 10 mínútur hálfeiksins og Svíþjóð minnkaði muninn í sex mörk. Rúnar Kárason skoraði síðasta mark hálfleiksins og niðurstaðan því sjö marka forysta að loknum fyrri hálfleik, 15-8. Það var viðbúið að Svíar myndu koma grimmari til leiks í seinni hálfleik. Tvö mörk á innan við mínútu, sendu líklega kaldan svita niður bakið á stuðningsmönnum Íslands en strákarnir létu þetta ekki slá sig út af laginu. Bensínið var stigið í botn og á næstu mínútum, keyrðu okkar menn yfir Svía. Furðu lostinn Kristján Andrésson horfði á sína menn vera á eftir kraftmiklu íslensku liði á öllum stöðum og áður en Svíar vissu, var Ísland komið í 10 marka forystu, 22-12. Þá tók við hrikalegur kafli. Einum fleiri, fékk Ísland á sig þrjú mörk á örskotsstundu og Svíar fundu blóðlyktina. Þeir bættu við fjórum mörkum í viðbót og þessi 7-0 kafli, hleypti skyndilega spennu í leikinn. Sú orka sem Svíar settu í þennan kafla, kostaði sitt og aftur náðu strákarnir að komast í þægilega stöðu og þeir gulklæddu sáu sæng sína útbreidda. Lokakaflinn var örlítið losaralegur en tveggja marka sigur er svo sannarlega verðskuldaður. Frábær byrjun og nú er bara að fylgja þessu eftir í næstu tveimur leikjum riðilsins.Af hverju vann Ísland leikinn? Eins og áður hefur komið fram, lagði Ísland grunninn að sigrinum með frábærlega útfærðum fyrri hálfleik. Samvinna varnarinnar og markvarðarins var frábær og sóknin sem smurð vél. Stemmingin í hópnum var líka til fyrirmyndar og Geir Sveinsson á hrós skilið fyrir sinn þátt í undirbúningi liðsins eftir frekar slæma leiki gegn Þjóðverjum stuttu fyrir mót.Hverjir stóðu upp úr? Ólafur Guðmundsson var lengstum mjög góður í vörn og sókn. Ólafur hefur í gegnum tíðina þurft að þola mikla gagnrýni en dvölin í Svíþjóð er svo sannarlega að gera Hafnfirðingnum gott. Aron Pálmarsson stýrði liðinu frábærlega, Guðjón skilar alltaf sínu og Björgvin átti frábæran fyrri hálfleik. Innkoma Janusar Smára var líka mjög jákvæð en í raun er ósanngjarnt að taka einhverja ákveðna leikmenn út fyrir sviga eftir þennan sigur.Hvað gekk illa? Það gekk heldur illa að nýta sér liðsmun í þessum leik. Svíar skoruðu alltof mörg mörk þegar þeir voru einum færri og þetta er kannski það eina sem má kvarta virkilega yfir. Það gekk líka illa að hreinlega slátra Svíum þegar möguleikinn var fyrir hendi. Það er auðvitað bara frekja að heimta stórsigur gegn þessu sterka liði Svíþjóðar en það var ekki gott fyrir sálina hjá undirrituðum að sjá okkar gömlu Grýlu skora sjö mörk í röð og koma sér aftur inn í leikinn.Hvað gerist næst? Ísland mætir gríðarlega sterku liði Króatíu á sunnudagskvöld. Króatí a hefur á að skipa einu besta liði heims og eru að auki á heimavelli, vel studdir af fjölmörgum áhorfendum. Það er ljóst að brekkan verður bæði löng og brött í þessum leik en strákarnir sýndu í þessum leik gegn Svíum að það er ýmislegt spunnið i landsliðið okkar. Það er a.m.k. mun bjartara yfir manni en eftir leikina gegn Þjóðverjum. Hvernig sem fer gegn Króötum, þá er liðið komið í dauðafæri að fara áfram úr þessum riðli. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Ólafur: Verður gaman að mæta á æfingu eftir mót Ólafur Guðmundsson, maður leiksins í sigri Íslands á Svíum á EM í Króatíu, segir að það hafi farið örlítið um hann þegar Svíar minnkuðu muninn í leiknum hægt og þétt. Hann segir þó að sigurinn hafi verið erfiður, en sætur. 12. janúar 2018 19:21 Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52 Aron: Ekki yfirlýsing heldur tvö verðskulduð stig Aron Pálmarsson, miðjumaður og lykilmaður Íslands í handbolta, segir að sigurinn gegn Svíum hafi ekki verið yfirlýsing frá íslenska liðinu heldur tvö verðskulduð stig. 12. janúar 2018 19:12 Rúnar: Búnir að horfa ógeðslega mikið á Svíana Ísland vann 26-24 sigur á Svíum í fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. 12. janúar 2018 19:01 Kristján: Mig dreymdi ekki í nótt að þetta færi svona Hinn íslenski þjálfari sænska landsliðsins, Kristján Andrésson, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 12. janúar 2018 19:40 Geir: Má ekki slaka á þrátt fyrir sigur Geir Sveinsson, þjálfari íslenska liðsins, var ánægður með að vinnan sem strákarnir lögðu á sig fyrir leikinn gegn Svíum borgaði sig. 12. janúar 2018 19:26 Bjöggi: Þeir eru með allt þetta lið, en eru ekki Íslendingar Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Íslands gegn Svíum á Evrópumótinu í Króatíu í dag, en Ísland fór með 26-24 sigur eftir að hafa verið tíu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. 12. janúar 2018 19:20 Einkunnir Íslands: Aron maður leiksins Aron Pálmarsson var besti maður íslenska liðsins í sigurinn á Svíum í einkunnagjöf HB Statz. 12. janúar 2018 20:00 Guðjón Valur: Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft? Guðjón Valur gat slegið á létta strengi eftir tveggja marka sigur Íslands á Svíþjóð á EM í Króatíu í kvöld. 12. janúar 2018 19:10
Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar frábærlega á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu. Ísland mætti Svíþjóð í opnunarleik mótsins í dag og vann frábæran 26-24 sigur. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 15-8, Íslandi í vil. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk og Guðjón Valur Sigurðsson, Rúnar Kárason og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu allir fimm mörk. Björgvin Páll Gústavsson lék allan leikinn í markinu og átti mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar Björgvin varði 11 skot. Alls varði Björgvin Páll 15 skot, þar af tvö vítaskot. Næsti leikur Íslands verður gegn gestgjöfum Króata á sunnudaginn og ljóst að það er hægt að byggja verulega mikið á þessari frammistöðu. Fyrri hálfleikur var í einu orði sagt stórkostlegur. Vörnin stóð feikivel og Björgvin Páll Gústavsson var í miklum ham í markinu. Svíar komust ekkert áleiðis og strákarnir gengu á lagið. Samhliða varnarleiknum, gekk sóknin ótrúlega vel fyrstu 20 mínútur leiksins og ráðþrota Sviar horfðu upp á íslenska liðið labba í gegnum vörn þeirra án vandræða. Aron Pálmarsson stýrði sóknarleiknum snilldarlega og allir sem léku í sókninni, lögðu svo sannarlega hönd á plóg. Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason voru stórhættulegir í skyttustöðunum, hornamennirnir vakandi fyrir sínum færum og Arnar Freyr að gera Svíum lífið leitt á línunni. Ísland komst mest níu mörkum yfir, 14-5 en sóknarleikurinn datt niður síðustu 10 mínútur hálfeiksins og Svíþjóð minnkaði muninn í sex mörk. Rúnar Kárason skoraði síðasta mark hálfleiksins og niðurstaðan því sjö marka forysta að loknum fyrri hálfleik, 15-8. Það var viðbúið að Svíar myndu koma grimmari til leiks í seinni hálfleik. Tvö mörk á innan við mínútu, sendu líklega kaldan svita niður bakið á stuðningsmönnum Íslands en strákarnir létu þetta ekki slá sig út af laginu. Bensínið var stigið í botn og á næstu mínútum, keyrðu okkar menn yfir Svía. Furðu lostinn Kristján Andrésson horfði á sína menn vera á eftir kraftmiklu íslensku liði á öllum stöðum og áður en Svíar vissu, var Ísland komið í 10 marka forystu, 22-12. Þá tók við hrikalegur kafli. Einum fleiri, fékk Ísland á sig þrjú mörk á örskotsstundu og Svíar fundu blóðlyktina. Þeir bættu við fjórum mörkum í viðbót og þessi 7-0 kafli, hleypti skyndilega spennu í leikinn. Sú orka sem Svíar settu í þennan kafla, kostaði sitt og aftur náðu strákarnir að komast í þægilega stöðu og þeir gulklæddu sáu sæng sína útbreidda. Lokakaflinn var örlítið losaralegur en tveggja marka sigur er svo sannarlega verðskuldaður. Frábær byrjun og nú er bara að fylgja þessu eftir í næstu tveimur leikjum riðilsins.Af hverju vann Ísland leikinn? Eins og áður hefur komið fram, lagði Ísland grunninn að sigrinum með frábærlega útfærðum fyrri hálfleik. Samvinna varnarinnar og markvarðarins var frábær og sóknin sem smurð vél. Stemmingin í hópnum var líka til fyrirmyndar og Geir Sveinsson á hrós skilið fyrir sinn þátt í undirbúningi liðsins eftir frekar slæma leiki gegn Þjóðverjum stuttu fyrir mót.Hverjir stóðu upp úr? Ólafur Guðmundsson var lengstum mjög góður í vörn og sókn. Ólafur hefur í gegnum tíðina þurft að þola mikla gagnrýni en dvölin í Svíþjóð er svo sannarlega að gera Hafnfirðingnum gott. Aron Pálmarsson stýrði liðinu frábærlega, Guðjón skilar alltaf sínu og Björgvin átti frábæran fyrri hálfleik. Innkoma Janusar Smára var líka mjög jákvæð en í raun er ósanngjarnt að taka einhverja ákveðna leikmenn út fyrir sviga eftir þennan sigur.Hvað gekk illa? Það gekk heldur illa að nýta sér liðsmun í þessum leik. Svíar skoruðu alltof mörg mörk þegar þeir voru einum færri og þetta er kannski það eina sem má kvarta virkilega yfir. Það gekk líka illa að hreinlega slátra Svíum þegar möguleikinn var fyrir hendi. Það er auðvitað bara frekja að heimta stórsigur gegn þessu sterka liði Svíþjóðar en það var ekki gott fyrir sálina hjá undirrituðum að sjá okkar gömlu Grýlu skora sjö mörk í röð og koma sér aftur inn í leikinn.Hvað gerist næst? Ísland mætir gríðarlega sterku liði Króatíu á sunnudagskvöld. Króatí a hefur á að skipa einu besta liði heims og eru að auki á heimavelli, vel studdir af fjölmörgum áhorfendum. Það er ljóst að brekkan verður bæði löng og brött í þessum leik en strákarnir sýndu í þessum leik gegn Svíum að það er ýmislegt spunnið i landsliðið okkar. Það er a.m.k. mun bjartara yfir manni en eftir leikina gegn Þjóðverjum. Hvernig sem fer gegn Króötum, þá er liðið komið í dauðafæri að fara áfram úr þessum riðli.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Ólafur: Verður gaman að mæta á æfingu eftir mót Ólafur Guðmundsson, maður leiksins í sigri Íslands á Svíum á EM í Króatíu, segir að það hafi farið örlítið um hann þegar Svíar minnkuðu muninn í leiknum hægt og þétt. Hann segir þó að sigurinn hafi verið erfiður, en sætur. 12. janúar 2018 19:21 Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52 Aron: Ekki yfirlýsing heldur tvö verðskulduð stig Aron Pálmarsson, miðjumaður og lykilmaður Íslands í handbolta, segir að sigurinn gegn Svíum hafi ekki verið yfirlýsing frá íslenska liðinu heldur tvö verðskulduð stig. 12. janúar 2018 19:12 Rúnar: Búnir að horfa ógeðslega mikið á Svíana Ísland vann 26-24 sigur á Svíum í fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. 12. janúar 2018 19:01 Kristján: Mig dreymdi ekki í nótt að þetta færi svona Hinn íslenski þjálfari sænska landsliðsins, Kristján Andrésson, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 12. janúar 2018 19:40 Geir: Má ekki slaka á þrátt fyrir sigur Geir Sveinsson, þjálfari íslenska liðsins, var ánægður með að vinnan sem strákarnir lögðu á sig fyrir leikinn gegn Svíum borgaði sig. 12. janúar 2018 19:26 Bjöggi: Þeir eru með allt þetta lið, en eru ekki Íslendingar Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Íslands gegn Svíum á Evrópumótinu í Króatíu í dag, en Ísland fór með 26-24 sigur eftir að hafa verið tíu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. 12. janúar 2018 19:20 Einkunnir Íslands: Aron maður leiksins Aron Pálmarsson var besti maður íslenska liðsins í sigurinn á Svíum í einkunnagjöf HB Statz. 12. janúar 2018 20:00 Guðjón Valur: Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft? Guðjón Valur gat slegið á létta strengi eftir tveggja marka sigur Íslands á Svíþjóð á EM í Króatíu í kvöld. 12. janúar 2018 19:10
Ólafur: Verður gaman að mæta á æfingu eftir mót Ólafur Guðmundsson, maður leiksins í sigri Íslands á Svíum á EM í Króatíu, segir að það hafi farið örlítið um hann þegar Svíar minnkuðu muninn í leiknum hægt og þétt. Hann segir þó að sigurinn hafi verið erfiður, en sætur. 12. janúar 2018 19:21
Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52
Aron: Ekki yfirlýsing heldur tvö verðskulduð stig Aron Pálmarsson, miðjumaður og lykilmaður Íslands í handbolta, segir að sigurinn gegn Svíum hafi ekki verið yfirlýsing frá íslenska liðinu heldur tvö verðskulduð stig. 12. janúar 2018 19:12
Rúnar: Búnir að horfa ógeðslega mikið á Svíana Ísland vann 26-24 sigur á Svíum í fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. 12. janúar 2018 19:01
Kristján: Mig dreymdi ekki í nótt að þetta færi svona Hinn íslenski þjálfari sænska landsliðsins, Kristján Andrésson, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 12. janúar 2018 19:40
Geir: Má ekki slaka á þrátt fyrir sigur Geir Sveinsson, þjálfari íslenska liðsins, var ánægður með að vinnan sem strákarnir lögðu á sig fyrir leikinn gegn Svíum borgaði sig. 12. janúar 2018 19:26
Bjöggi: Þeir eru með allt þetta lið, en eru ekki Íslendingar Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Íslands gegn Svíum á Evrópumótinu í Króatíu í dag, en Ísland fór með 26-24 sigur eftir að hafa verið tíu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. 12. janúar 2018 19:20
Einkunnir Íslands: Aron maður leiksins Aron Pálmarsson var besti maður íslenska liðsins í sigurinn á Svíum í einkunnagjöf HB Statz. 12. janúar 2018 20:00
Guðjón Valur: Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft? Guðjón Valur gat slegið á létta strengi eftir tveggja marka sigur Íslands á Svíþjóð á EM í Króatíu í kvöld. 12. janúar 2018 19:10
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti