Umfjöllun: Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik Benedikt Grétarsson skrifar 14. janúar 2018 21:30 Íslensku strákarnir þakka fyrir leikinn. Vísir/Ernir Ísland tapaði í kvöld gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta, 29-22. Íslenska liðið lék vel í fyrri hálfleik og náði að stríða sterku liði heimamanna en staðan að loknum fyrri hálfleik var 14-13. Króatar sýndu hins vegar styrk sinn í seinni hálfleik og lönduðu öruggum sigri. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk og Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði sjö skot í markinu og Ágúst Elí Björgvinsson varði tvö skot. Næsti leikur Íslands verður gegn Serbum á þriðudag og þar getur Ísland tryggt sér sæti í milliriðli með sigri. Það er ekkert grín að leika gegn Króatíu á þeirra heimavelli og stemmingin í höllinni var frábær. Strákarnir virtust bara sjúga í sig stemminguna frekar en að koðna undir henni og velgdu heimamönnum rækilega undir uggum frá upphafsflauti.Geir Sveinsson kom eflaust mörgum á óvart með því að byrja með Bjarka Má Elísson í vinstra horninu í stað Guðjóns Vals, Ómar Inga Magnússon í stað Rúnars Kárasonar og þá byrjaði Janus Daði Smárason í sókninni í stað Ólafs Guðmundssonar. Ómar Ingi átti frábæran fyrri hálfleik og spændi upp sterka vörn Króata án mikilla vandræða og þetta útspil Geirs virtist koma heimamönnum í opna skjöldu. Ísland byrjaði gríðarlega vel og þegar tæplega 20 mínútur voru liðnar, voru Íslendingar með nauma forystu, 8-7 . Þá tók við slæmur kafli þar sem mistök í sóknarleik Íslands kostuðu mörk. Áður en menn vissu, voru Króatar búnir að skora fimm mörk gegn einu og komnir með þriggja marka forystu. Strákarnir lögðu ekki árar í bát, skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og munurinn var því aðeins eitt mark í hálfleik, 14-13. Janus Daði Smárason jafnaði metin í 14-14 en þá sögðu Króatar hingað og ekki lengra. Næstu fimm mörk voru heimamanna og þar lagði Króatía grunninn að sigrinum. Ivan Stevanovic kom inn í markið og varði mjög vel og Luka Cindric stýrði sókninni af snilld. Munurinn jókst jafnt og þétt og þegar um 10 mínútur voru til leiksloka voru Króatar komnir með átta marka forskot. Íslenska liðið má eiga það, að menn gáfust ekki upp en gæðin í króatíska liðinu eru bara of mikil til. Nú er það bara að safna liði og vinna Serbíu á þriðjudaginn. Það myndi þýða sæti í milliriðli og að auki færi með tvö stig í farteskinu. Það væri mjög ásættanlegur árangur í þessum sterka riðli.Geir Sveinsson var ekki sáttur með dómara leiksins.Vísir/ErnirAf hverju vann Króatía leikinn? Króatar hafa á að skipa einu besta landsliði heims og voru að auki á heimavelli. Það eru einfaldlega ekki mörg landslið sem ættu möguleika gegn Króatíu í dag og Íslendingar eru bara einu númeri of litlir á þessum tímapunkti. Króatar eiga urmul af hávöxnum leikmönnum sem erfitt er að eiga við og það virtist engu máli skipta hver var inni á vellinum, allir voru að reynast okkar mönnum erfiðir.Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll Gústavsson var mjög góður í fyrri hálfleik en var langt frá því að ná sér á strik í þeim seinni. Aron Pálmarsson var ógnandi í sókninni og mætti að mínu mati skjóta meira á markið. Arnór Þór Gunnarsson er sannkallaður töffari á vítalínunni og Ómar Ingi Magnússon sýndi góð tilþrif í fyrri hálfleik.Hvað gekk illa? Króatar hófu seinni hálfleik sjö gegn sex í sókninni og íslenska liðið réð illa við þetta herbragð. Varnarleikur Króatíu og markvarsla var góð í seinni hálfleik en það breytir ekki þeirri staðreynd að menn voru að nýta dauðafærin illa. Bætum svo arfaslökum rússneskum dómurum ofan á þetta og þá er ekki hægt að ætlast til að vinna Króatíu á þeirra eigin heimavelli.Hvað gerist næst? Serbía er næsti andstæðingur en sá leikur fer fram á þriðjudaginn. Sigur í þeim leik tryggir Ísland áfram í milliriðil í góðri stöðu en jafnframt getur tap þýtt að Evrópumótinu er lokið hjá okkar mönnum. Það fer að sjálfsögðu eftir því hverjar lokatölur leiksins yrðu og hvernig úrslitin í leik Svía og Króata verða en við skulum bara sleppa öllum slíkum reiknikúnstum og vinna bara Serbíu. Ég hef a.m.k. tröllatrú á okkar mönnum í þeim leik. EM 2018 í handbolta
Ísland tapaði í kvöld gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta, 29-22. Íslenska liðið lék vel í fyrri hálfleik og náði að stríða sterku liði heimamanna en staðan að loknum fyrri hálfleik var 14-13. Króatar sýndu hins vegar styrk sinn í seinni hálfleik og lönduðu öruggum sigri. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk og Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði sjö skot í markinu og Ágúst Elí Björgvinsson varði tvö skot. Næsti leikur Íslands verður gegn Serbum á þriðudag og þar getur Ísland tryggt sér sæti í milliriðli með sigri. Það er ekkert grín að leika gegn Króatíu á þeirra heimavelli og stemmingin í höllinni var frábær. Strákarnir virtust bara sjúga í sig stemminguna frekar en að koðna undir henni og velgdu heimamönnum rækilega undir uggum frá upphafsflauti.Geir Sveinsson kom eflaust mörgum á óvart með því að byrja með Bjarka Má Elísson í vinstra horninu í stað Guðjóns Vals, Ómar Inga Magnússon í stað Rúnars Kárasonar og þá byrjaði Janus Daði Smárason í sókninni í stað Ólafs Guðmundssonar. Ómar Ingi átti frábæran fyrri hálfleik og spændi upp sterka vörn Króata án mikilla vandræða og þetta útspil Geirs virtist koma heimamönnum í opna skjöldu. Ísland byrjaði gríðarlega vel og þegar tæplega 20 mínútur voru liðnar, voru Íslendingar með nauma forystu, 8-7 . Þá tók við slæmur kafli þar sem mistök í sóknarleik Íslands kostuðu mörk. Áður en menn vissu, voru Króatar búnir að skora fimm mörk gegn einu og komnir með þriggja marka forystu. Strákarnir lögðu ekki árar í bát, skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og munurinn var því aðeins eitt mark í hálfleik, 14-13. Janus Daði Smárason jafnaði metin í 14-14 en þá sögðu Króatar hingað og ekki lengra. Næstu fimm mörk voru heimamanna og þar lagði Króatía grunninn að sigrinum. Ivan Stevanovic kom inn í markið og varði mjög vel og Luka Cindric stýrði sókninni af snilld. Munurinn jókst jafnt og þétt og þegar um 10 mínútur voru til leiksloka voru Króatar komnir með átta marka forskot. Íslenska liðið má eiga það, að menn gáfust ekki upp en gæðin í króatíska liðinu eru bara of mikil til. Nú er það bara að safna liði og vinna Serbíu á þriðjudaginn. Það myndi þýða sæti í milliriðli og að auki færi með tvö stig í farteskinu. Það væri mjög ásættanlegur árangur í þessum sterka riðli.Geir Sveinsson var ekki sáttur með dómara leiksins.Vísir/ErnirAf hverju vann Króatía leikinn? Króatar hafa á að skipa einu besta landsliði heims og voru að auki á heimavelli. Það eru einfaldlega ekki mörg landslið sem ættu möguleika gegn Króatíu í dag og Íslendingar eru bara einu númeri of litlir á þessum tímapunkti. Króatar eiga urmul af hávöxnum leikmönnum sem erfitt er að eiga við og það virtist engu máli skipta hver var inni á vellinum, allir voru að reynast okkar mönnum erfiðir.Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll Gústavsson var mjög góður í fyrri hálfleik en var langt frá því að ná sér á strik í þeim seinni. Aron Pálmarsson var ógnandi í sókninni og mætti að mínu mati skjóta meira á markið. Arnór Þór Gunnarsson er sannkallaður töffari á vítalínunni og Ómar Ingi Magnússon sýndi góð tilþrif í fyrri hálfleik.Hvað gekk illa? Króatar hófu seinni hálfleik sjö gegn sex í sókninni og íslenska liðið réð illa við þetta herbragð. Varnarleikur Króatíu og markvarsla var góð í seinni hálfleik en það breytir ekki þeirri staðreynd að menn voru að nýta dauðafærin illa. Bætum svo arfaslökum rússneskum dómurum ofan á þetta og þá er ekki hægt að ætlast til að vinna Króatíu á þeirra eigin heimavelli.Hvað gerist næst? Serbía er næsti andstæðingur en sá leikur fer fram á þriðjudaginn. Sigur í þeim leik tryggir Ísland áfram í milliriðil í góðri stöðu en jafnframt getur tap þýtt að Evrópumótinu er lokið hjá okkar mönnum. Það fer að sjálfsögðu eftir því hverjar lokatölur leiksins yrðu og hvernig úrslitin í leik Svía og Króata verða en við skulum bara sleppa öllum slíkum reiknikúnstum og vinna bara Serbíu. Ég hef a.m.k. tröllatrú á okkar mönnum í þeim leik.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti