Arna breytti lífi sínu árið 2017: „Ég var mjög djúpt sokkin og með sjálfsvígshugsanir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. janúar 2018 22:00 Arna Vilhjálmsdóttir léttist um 60,2 kíló á síðasta ári og stóð uppi sem sigurvegari Biggest Loser Ísland keppninnar. Aðsent/Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir byrjaði að upplifa vanlíðan vegna þyngdar sinnar mjög ung og um tvítugt var hún komin með alvarlegar sjálfsvígshugsanir. Hún segir að Biggest Loser keppnin hafi breytt lífi sínu en hún léttist þar um 60 kíló og stóð uppi sem sigurvegari í keppninni. Nú hjálpar hún öðrum að breyta sínum lífsstíl og dreymir um að halda námskeið fyrir unglinga. Arna segir að óöryggi hennar vegna þyngdar hafi byrjað strax í grunnskóla og rifjar upp atvik hjá skólahjúkrunarfræðingi sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hennar sjálfsmynd. „Í fyrsta skipti sem ég spáði í því að ég væri eitthvað stærri en hinar stelpurnar það var þegar ég fór í vigtun í skólanum í sjöunda bekk. Þá sagði skólahjúkrunarfræðingurinn að ég væri nú ein þyngsta stelpan í bekknum og þyrfti að gera eitthvað í mínum málum.“ Arna furðar sig á því að viðkomandi hafi ekki talað við kennara hennar eða foreldra í stað þess að ræða beint við hana. „Þetta er hræðilegt, ég var 12 ára á þessum tíma. Ég var í mörgum íþróttum, ég var góð í fótbolta, góð í blaki, mjög góð í sundi. Ég hafði aldrei spáð í að ég væri eitthvað stærri en hinar því ég var alltaf á pari við þær í öllu öðru sem við vorum að gera.“ Hún segir að það hafi verið á unglingsárum sem hún missti tökin á þyngdinni. „Ég hjólaði oft ein út í sjoppu á kvöldin og náði mér í eitthvað. Þá fór ég að borða í laumi, þá fór þetta að verða stjórnlaust. Í menntaskóla hætti ég í fótbolta og blaki og öllum þeim íþróttum sem ég hafði stundað í sjö eða átta ár.“Arna æfði íþróttir þangað til í menntaskóla.Arna VilhjálmsdóttirVar komin á endastöðArna bjó á heimavist þegar hún var í menntaskóla og missti þá alveg tökin á mataræðinu. Hún var virk í félagslífinu og aðrir nemendur sáu hana sem ótrúlega hressa stelpu sem tók þátt í öllu. Á þessum tíma leið Örnu samt mjög illa og var hún búin að setja upp grímu sem földu hennar tilfinningar. „Það var þar sem ég fór að trúa því að þetta væru bara mín hlutskipti í lífinu, að vera stóra stelpan. Ég hef einhvern vegin alltaf verið að burðast með þetta ein, ég vildi aldrei leyfa neinum að sjá að það væri eitthvað að hjá mér.“ Þetta var ástæða þess að Arna ræddi líðan sína ekki við vini eða sína nánustu. „Það eru allir frekar mikil hörkutól í fjölskyldunni og ég ætlaði ekkert að segja að ég þyrfti aðstoð. Ég sé samt alveg í dag að ég hefði ekkert verið að gera úr mér neinn skotspón.“ Arna segir að heilsan sín hafi þá verið í lagi, hún hafi ekki verið með ónýt hné heldur í góðu formi. „Ég var í heimavistarskóla og þegar ég kom til foreldra minna var ég alltaf hress og átti fullt af vinum og þau sáu aldrei að það væri eitthvað að.“ Örnu fannst vanta fyrirmyndir þegar hún var yngri og vonast til þess að geta í framtíðinni hjálpað ungu fólki sem er að glíma við lélega sjálfsmynd og sjálfsásakanir vegna tölunnar sem kemur upp á vigtinni. „Það vantaði alveg umræðuna um að þetta skilgreindi mig ekki, ég væri ekki þyngdin mín.“ Arna hafði áður sótt um að fá að taka þátt í Biggest Loser svo hún stökk á tækifærið þegar henni var boðið að vera keppandi í fjórðu þáttaröðinni. „Ég var pínu komin á endastöð þegar ég komst inn í Biggest Loser hópinn. Mér fannst ég einhvern vegin vera búin að prófa allt til að létta mig. Sjálfsálitið mitt hefur alltaf verið svo mikið tengt útlitinu mínu og ég fann að ég þurfti bara að komast inn í þetta eða bara hætta þessu og ekki reyna meira. Ég var mjög djúpt sokkin og með sjálfsvígshugsanir“ útskýrir Arna.„Ég hafði einhvern grun um að þetta væri fyrir mig.“Arna deildi þessum myndum með sínum Facebook fylgjendum á dögunum.Arna VilhjálmsdóttirVar alltaf að lenda á veggHún segir að sín upplifun af Biggest Loser þáttunum hafi verið mjög góð. „Ég fattaði ekki fyrr en það var svolítið liðið á ferlið að mér leið alls ekki vel. Sálarlega leið mér ekki vel og var á vondum stað. Ég fattaði það ekkert fyrr en eftir einhvern tíma því ég var búin að vera ótrúlega sveimhuga. Ég var ekkert búin að vera að horfa inn á við eða spá í því af hverju ég væri þarna. Ég vissi bara að ég væri of þung og ætlaði bara að vinna í því.“ Arna fór í gegnum mikinn tilfinningarússíbana á meðan tökum stóð og fengu áhorfendur meðal annars að sjá hana flutta örmagnaða í sjúkrabíl á sjúkrahús eftir æfingu. „Ég var alltaf að klessa á veggi og vissi aldrei af hverju. Svo þegar ég fæ smá alvöru tiltal frá þjálfaranum, þegar Gurrý sagði að ég væri ekki að takast á við hlutina, þá fattaði ég þetta. Ég hafði alveg verið að taka leiðbeiningunum hennar og gera það sem hún sagði en ég gerði það ekki af heilum hug. Ef ég sat i jógastöðu var ég alltaf að kíkja á klukkuna, ég gerði þetta aldrei almennilega.“ Arna telur að hún hafi verið í afneitun til að byrja með og ekki viljað opna neinar flóðgáttir. Á ákveðnum tímapunkti opnuðust þó augu Örnu og var þá ekki aftur snúið, líf hennar var gjörbreytt. „Það var svo ótrúlega mikið sem ég var búin að ýta niður alla mína ævi. Ég vissi bara að ef ég myndi opna mig þá myndi þetta koma allt í einu. Ég man eftir einu augnabliki í slökun þegar ég var byrjuð að átta mig á þessu, þá bara grét ég allan tíman. Ég hafði aldrei stoppað til að fylgjast með því hvað ég væri að gera. Það var alveg nýtt fyrir mér.“Arna ásamt Gurrý þjálfara og Lóu, sigurvegara heimakeppninnar.Arna VilhjálmsdóttirHafði verið á sjálfstýringuUpp frá þessu byrjaði Arna að spá meira í andlegri líðan sinni og leggur hún mikla vinnu í þetta mikilvæga verkefni í dag. „Ég byrjaði að gera allt sem Gurrý sagði mér að gera, til að athuga hvort það virkaði. Þegar ég fór að fara eftir öllu með heilum hug og jafnvel meira, þá fór mér að ganga vel. Þá var ég búin að opna og var ekki lengur á sjálfstýringu.“ Arna fór í fyrsta skipti til sálfræðings árið 2015 eftir að hafa opnað sig um líðan sína við foreldra sína. „Það var þar sem ég segi í fyrsta skipti, 24 ára gömul, „Ég held að það sé ekki allt í lagi. Manni á ekki að líða svona illa á hverjum einasta degi frá því ég vakna þangað til ég sofna.“ Við áttum ekki gott meðferðarsamband og þá hætti ég bara í stað þess að finna annan. Það var svo týpískt ég, það kom einhver pínulítill þröskuldur, smá hindrun og þá hætti ég og sagði að þetta virkaði ekki.“ Sálfræðingurinn náði samt áður að greina hana með alvarlegt þunglyndi og lotuofát (binge eating disorder). Arna var samt ekki tilbúinn að heyra það eða takast á við það á þessum tímapunkti. Hún byrjaði aftur hjá sálfræðingi eftir Biggest Loser og ætlar að halda meðferðinni áfram. „Þetta gerðist í þáttunum og ég er svo þakklát fyrir það. Allt í einu kviknaði á einhverju og það rofaði til.“Fjölskylda Örnu stendur þétt við bakið á henni.Arna VilhjálmsdóttirHélt að hún næði ekki að verða 26 áraArna telur að þetta hefði ekki gengið svona hratt og vel ef hún hefði ekki ákveðið að taka þátt í þessum sjónvarpsþáttum. „Ég held að ég hafi þurft að vera í svona umhverfi, frá öllum og frá því sem ég notaði til að deyfa mig. Áður en þetta gerðist var ég alltaf að hlaupa frá sjálfri mér. Ég var alltaf alveg á fullu og kom aldrei heim til mín fyrr en eftir ellefu á kvöldin því ég vildi ekki vera ein með hugsunum mínum, frekar bara koma seint heim og fara beint að sofa. Ef ég hefði ekki farið þá hefði þetta ekki gerst svona hratt og þá væri ég kannski ekki að sitja hérna fyrir framan þig í dag.“ Sjálfsvígshugsanir Örnu voru það miklar að á hverju afmæli hugsaði hún, „Eitt ár í viðbót.“ Sá hún ekki fyrir sér að verða eldri en 25 ára. Hún segir að Biggest Loser umhverfið hafi verið frábært og er fegin að hafa stokkið á þetta tækifæri. Arna segir að gagnrýnin á þættina sé oft ósanngjörn. „Það var skrítið að fylgjast með umræðunni því ég hef ekki verið inni í miðjunni af svona áður. Núna er ég bara búin að fatta það að fólk á ekki að gagnrýna það sem það hefur ekki upplifað, alveg sama hvernig það lítur út.“Hreyfing er mjög stór hluti af lífi Örnu í dag.Aðsent/Arna VilhjálmsdóttirFólk of fljótt að dæmaArna segir að það hafi verið furðulegt að ókunnugt fólk tjáði sig á netinu um það hvernig keppendum liði, án þess að þekkja til eða spyrja keppendurna um sína upplifun. „Ég hugsaði bara með mér, númer eitt, ertu keppandi? Númer tvö, ertu aðstandandi keppenda? Númer þrjú, hefur þú horft á þættina? Í þættinum sjást 40 mínútur af heilli viku í vinnslu, það er bara ekki hægt að setjast niður og ætla að fara að dæma þetta út frá þessu. Auðvitað gerði ég mér fyllilega grein fyrir því að ég væri í sjónvarpsþætti og að þegar ég lenti í einhverju þá yrði það notað.“ Hún segir að fólk þurfi að skoða þessa þætti í samhengi við það sem er verið að gera fyrir keppendur. „Fólk var að benda á einhverjar erlendar rannsóknir en þá var það ekki á aðferðunum sem Gurrý og Evert eru að nota. Allt var miðað við erlendu þættina en aldrei skoðað hvað við vorum að gera, þetta er svo ósanngjarnt. Fólkið sem var að hjálpa mér á hverjum einasta degi var kallað óþverrar í einhverjum athugasemdakerfum. Fólk þarf aðeins að slaka á áður en það dæmir. Þetta getur virkað ótrúlega vel fyrir fólk, ég ætla samt ekki að segja að þetta virki fyrir alla, að sama prógramm geri öllum gott. Það er bara ekki þannig.“ Það fór í taugarnar á Örnu að sjá fólk skrifa um þættina og ákveða hvernig henni líði eða hvernig það hafi verið fyrir hana að upplifa þetta sem sýnt var í þáttunum. Ef hún gæti breytt einhverju við þættina þá væri það að hafa enn betra aðhald með andlegri líðan keppenda.„Það eru svo margir sem þora ekki að biðja um hjálp.“Arna er orðin starfsmaður í líkamsrækt og líður mjög vel í því umhverfi.Aðsent/Arna VilhjálmsdóttirMikilvægt að fylgja fyrirmælunumArna segir að ef hún ætti að breyta einhverju þá hefði það verið að byrja strax frá upphafi þáttanna að hlúa vel að líkamanum á milli æfinga. „Ég gerði ekkert til þess að undirbúa mig undir næstu æfingu eða jafna mig eftir síðustu æfingu. Það er svo mikilvægt. Ég var alltaf að klessa á alla þessa veggi því ég var ekki að fatta að maður þarf að fara eftir öllum leiðbeiningunum.“ Þjálfararnir eru ekki með keppendum allan daginn svo allir fá leiðbeiningar til þess að fylgja, meðal annars um það sem gott er að gera fyrir og eftir æfingar. Arna fylgdi því ekki vel í byrjun en mætti samt á æfingarnar og gaf allt sem hún átti í þær. Það varð til þess að hún þurfti læknisaðstoð og fleira þess háttar. Eftir að hún byrjaði að vera betri við sjálfa sig og rúlla vöðvana, teygja, nudda, hvíla og nota slökun þá breyttist líðan hennar mikið. „Einhvern veginn komst ég í úrslitin, það kom mér samt á óvart.“ Arna viðurkennir að eftir að heim var komið hafi hún á tímabili vigtað sig daglega og jafnvel tvisvar á dag. Hún er þó hætt því og vigtar sig nú einu sinni í viku.Arna segir að hún hafi aldrei verið á betri stað, andlega og líkamlega.Aðsent/Arna VilhjálmsdóttirGott að hafa þjálfaraArna er frá Neskaupsstað og fannst erfitt að fara heim um sumarið, hefði helst viljað æfa í Reebok í bænum. Um haustið flutti hún svo til Reykjavíkur og var í þjálfun Gurrý, Oscari og fleiri þjálfurum fram að lokaþættinum. „Ég held að það hafi ekki komið fram í þáttunum en Gurrý sagði við mig að hún vildi þjálfa mig eftir þáttinn. Ég held að það hafi verið af því að hún sá að ég væri ekki alveg að ná þessu en það væri svo auðveldlega hægt að vinna með mig.“ Arna kenndi námskeið með Gurrý þjálfara sínum í Biggest Loser í Reebok fitness í vetur og ætlaði að halda námskeið fyrir unglinga á næsta ári. Það verður þó sennilega ekki af því þar sem Gurrý sagði á dögunum skilið við Reebok fitness stöðvarnar, þar sem hún var framkvæmdastjóri í nokkur ár.Sjá einnig: Gurrý hættir hjá Reebok fitness Arna segir að það hafi verið ótrúleg tilfinning að vinna Biggest Loser á síðasta ári.Aðsent/Arna VilhjálmsdóttirStarfar sem kennari í dagArna var 154,2 kíló þegar hún hóf þátttöku í Biggest Loser og var 94 kíló þegar hún steig á vigtina í lokaþættinum. Hún léttist um 60,2 kíló og náði enginn keppandi betri árangri. Hún segist lítið muna eftir augnablikinu þegar það kom í ljós að hún hafði sigrað. „Tilfinningin var samt ótrúleg.“ Henni hefur gengið vel að viðhalda þessum flotta árangri og er búin að setja sér ný og spennandi markmið fyrir árið 2018. „Mér langar alveg að vera léttari en ég er núna, en ætla að bíða aðeins með að byrja að vinna í því. Ég skammast mín ekki fyrir að segja að ég þarf utanumhald, upp að vissu marki. Eins og staðan er núna er mér ekki hundrað prósent treystandi fyrir því að gera allt alveg sjálf.“ Arna er á ótrúlega góðum stað í dag, bæði andlega og líkamlega. Hún æfir og starfar í Reebok fitness og er nú líka byrjuð að starfa sem kennari í Hraunvallaskóla. Heilsa Viðtal Tengdar fréttir Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Gjörbreyttur lífsstíll Lóu: „Ég náði þessum árangri ekki með öfgum“ Ólafía Kristín Norðfjörð sigraði í heimakeppni Biggest Loser en hún léttist um 36,2 prósent af heildarþyngd sinni. 17. desember 2017 20:00 Gagnrýnir Gurrý og Biggest Loser: „Þessir þættir eru ógeð“ Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu gagnrýnir þættina Biggest Loser Ísland en keppandi var fluttur á sjúkrabörum af æfingu í þætti sem sýndur var í gær. 6. október 2017 12:15 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Arna Vilhjálmsdóttir byrjaði að upplifa vanlíðan vegna þyngdar sinnar mjög ung og um tvítugt var hún komin með alvarlegar sjálfsvígshugsanir. Hún segir að Biggest Loser keppnin hafi breytt lífi sínu en hún léttist þar um 60 kíló og stóð uppi sem sigurvegari í keppninni. Nú hjálpar hún öðrum að breyta sínum lífsstíl og dreymir um að halda námskeið fyrir unglinga. Arna segir að óöryggi hennar vegna þyngdar hafi byrjað strax í grunnskóla og rifjar upp atvik hjá skólahjúkrunarfræðingi sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hennar sjálfsmynd. „Í fyrsta skipti sem ég spáði í því að ég væri eitthvað stærri en hinar stelpurnar það var þegar ég fór í vigtun í skólanum í sjöunda bekk. Þá sagði skólahjúkrunarfræðingurinn að ég væri nú ein þyngsta stelpan í bekknum og þyrfti að gera eitthvað í mínum málum.“ Arna furðar sig á því að viðkomandi hafi ekki talað við kennara hennar eða foreldra í stað þess að ræða beint við hana. „Þetta er hræðilegt, ég var 12 ára á þessum tíma. Ég var í mörgum íþróttum, ég var góð í fótbolta, góð í blaki, mjög góð í sundi. Ég hafði aldrei spáð í að ég væri eitthvað stærri en hinar því ég var alltaf á pari við þær í öllu öðru sem við vorum að gera.“ Hún segir að það hafi verið á unglingsárum sem hún missti tökin á þyngdinni. „Ég hjólaði oft ein út í sjoppu á kvöldin og náði mér í eitthvað. Þá fór ég að borða í laumi, þá fór þetta að verða stjórnlaust. Í menntaskóla hætti ég í fótbolta og blaki og öllum þeim íþróttum sem ég hafði stundað í sjö eða átta ár.“Arna æfði íþróttir þangað til í menntaskóla.Arna VilhjálmsdóttirVar komin á endastöðArna bjó á heimavist þegar hún var í menntaskóla og missti þá alveg tökin á mataræðinu. Hún var virk í félagslífinu og aðrir nemendur sáu hana sem ótrúlega hressa stelpu sem tók þátt í öllu. Á þessum tíma leið Örnu samt mjög illa og var hún búin að setja upp grímu sem földu hennar tilfinningar. „Það var þar sem ég fór að trúa því að þetta væru bara mín hlutskipti í lífinu, að vera stóra stelpan. Ég hef einhvern vegin alltaf verið að burðast með þetta ein, ég vildi aldrei leyfa neinum að sjá að það væri eitthvað að hjá mér.“ Þetta var ástæða þess að Arna ræddi líðan sína ekki við vini eða sína nánustu. „Það eru allir frekar mikil hörkutól í fjölskyldunni og ég ætlaði ekkert að segja að ég þyrfti aðstoð. Ég sé samt alveg í dag að ég hefði ekkert verið að gera úr mér neinn skotspón.“ Arna segir að heilsan sín hafi þá verið í lagi, hún hafi ekki verið með ónýt hné heldur í góðu formi. „Ég var í heimavistarskóla og þegar ég kom til foreldra minna var ég alltaf hress og átti fullt af vinum og þau sáu aldrei að það væri eitthvað að.“ Örnu fannst vanta fyrirmyndir þegar hún var yngri og vonast til þess að geta í framtíðinni hjálpað ungu fólki sem er að glíma við lélega sjálfsmynd og sjálfsásakanir vegna tölunnar sem kemur upp á vigtinni. „Það vantaði alveg umræðuna um að þetta skilgreindi mig ekki, ég væri ekki þyngdin mín.“ Arna hafði áður sótt um að fá að taka þátt í Biggest Loser svo hún stökk á tækifærið þegar henni var boðið að vera keppandi í fjórðu þáttaröðinni. „Ég var pínu komin á endastöð þegar ég komst inn í Biggest Loser hópinn. Mér fannst ég einhvern vegin vera búin að prófa allt til að létta mig. Sjálfsálitið mitt hefur alltaf verið svo mikið tengt útlitinu mínu og ég fann að ég þurfti bara að komast inn í þetta eða bara hætta þessu og ekki reyna meira. Ég var mjög djúpt sokkin og með sjálfsvígshugsanir“ útskýrir Arna.„Ég hafði einhvern grun um að þetta væri fyrir mig.“Arna deildi þessum myndum með sínum Facebook fylgjendum á dögunum.Arna VilhjálmsdóttirVar alltaf að lenda á veggHún segir að sín upplifun af Biggest Loser þáttunum hafi verið mjög góð. „Ég fattaði ekki fyrr en það var svolítið liðið á ferlið að mér leið alls ekki vel. Sálarlega leið mér ekki vel og var á vondum stað. Ég fattaði það ekkert fyrr en eftir einhvern tíma því ég var búin að vera ótrúlega sveimhuga. Ég var ekkert búin að vera að horfa inn á við eða spá í því af hverju ég væri þarna. Ég vissi bara að ég væri of þung og ætlaði bara að vinna í því.“ Arna fór í gegnum mikinn tilfinningarússíbana á meðan tökum stóð og fengu áhorfendur meðal annars að sjá hana flutta örmagnaða í sjúkrabíl á sjúkrahús eftir æfingu. „Ég var alltaf að klessa á veggi og vissi aldrei af hverju. Svo þegar ég fæ smá alvöru tiltal frá þjálfaranum, þegar Gurrý sagði að ég væri ekki að takast á við hlutina, þá fattaði ég þetta. Ég hafði alveg verið að taka leiðbeiningunum hennar og gera það sem hún sagði en ég gerði það ekki af heilum hug. Ef ég sat i jógastöðu var ég alltaf að kíkja á klukkuna, ég gerði þetta aldrei almennilega.“ Arna telur að hún hafi verið í afneitun til að byrja með og ekki viljað opna neinar flóðgáttir. Á ákveðnum tímapunkti opnuðust þó augu Örnu og var þá ekki aftur snúið, líf hennar var gjörbreytt. „Það var svo ótrúlega mikið sem ég var búin að ýta niður alla mína ævi. Ég vissi bara að ef ég myndi opna mig þá myndi þetta koma allt í einu. Ég man eftir einu augnabliki í slökun þegar ég var byrjuð að átta mig á þessu, þá bara grét ég allan tíman. Ég hafði aldrei stoppað til að fylgjast með því hvað ég væri að gera. Það var alveg nýtt fyrir mér.“Arna ásamt Gurrý þjálfara og Lóu, sigurvegara heimakeppninnar.Arna VilhjálmsdóttirHafði verið á sjálfstýringuUpp frá þessu byrjaði Arna að spá meira í andlegri líðan sinni og leggur hún mikla vinnu í þetta mikilvæga verkefni í dag. „Ég byrjaði að gera allt sem Gurrý sagði mér að gera, til að athuga hvort það virkaði. Þegar ég fór að fara eftir öllu með heilum hug og jafnvel meira, þá fór mér að ganga vel. Þá var ég búin að opna og var ekki lengur á sjálfstýringu.“ Arna fór í fyrsta skipti til sálfræðings árið 2015 eftir að hafa opnað sig um líðan sína við foreldra sína. „Það var þar sem ég segi í fyrsta skipti, 24 ára gömul, „Ég held að það sé ekki allt í lagi. Manni á ekki að líða svona illa á hverjum einasta degi frá því ég vakna þangað til ég sofna.“ Við áttum ekki gott meðferðarsamband og þá hætti ég bara í stað þess að finna annan. Það var svo týpískt ég, það kom einhver pínulítill þröskuldur, smá hindrun og þá hætti ég og sagði að þetta virkaði ekki.“ Sálfræðingurinn náði samt áður að greina hana með alvarlegt þunglyndi og lotuofát (binge eating disorder). Arna var samt ekki tilbúinn að heyra það eða takast á við það á þessum tímapunkti. Hún byrjaði aftur hjá sálfræðingi eftir Biggest Loser og ætlar að halda meðferðinni áfram. „Þetta gerðist í þáttunum og ég er svo þakklát fyrir það. Allt í einu kviknaði á einhverju og það rofaði til.“Fjölskylda Örnu stendur þétt við bakið á henni.Arna VilhjálmsdóttirHélt að hún næði ekki að verða 26 áraArna telur að þetta hefði ekki gengið svona hratt og vel ef hún hefði ekki ákveðið að taka þátt í þessum sjónvarpsþáttum. „Ég held að ég hafi þurft að vera í svona umhverfi, frá öllum og frá því sem ég notaði til að deyfa mig. Áður en þetta gerðist var ég alltaf að hlaupa frá sjálfri mér. Ég var alltaf alveg á fullu og kom aldrei heim til mín fyrr en eftir ellefu á kvöldin því ég vildi ekki vera ein með hugsunum mínum, frekar bara koma seint heim og fara beint að sofa. Ef ég hefði ekki farið þá hefði þetta ekki gerst svona hratt og þá væri ég kannski ekki að sitja hérna fyrir framan þig í dag.“ Sjálfsvígshugsanir Örnu voru það miklar að á hverju afmæli hugsaði hún, „Eitt ár í viðbót.“ Sá hún ekki fyrir sér að verða eldri en 25 ára. Hún segir að Biggest Loser umhverfið hafi verið frábært og er fegin að hafa stokkið á þetta tækifæri. Arna segir að gagnrýnin á þættina sé oft ósanngjörn. „Það var skrítið að fylgjast með umræðunni því ég hef ekki verið inni í miðjunni af svona áður. Núna er ég bara búin að fatta það að fólk á ekki að gagnrýna það sem það hefur ekki upplifað, alveg sama hvernig það lítur út.“Hreyfing er mjög stór hluti af lífi Örnu í dag.Aðsent/Arna VilhjálmsdóttirFólk of fljótt að dæmaArna segir að það hafi verið furðulegt að ókunnugt fólk tjáði sig á netinu um það hvernig keppendum liði, án þess að þekkja til eða spyrja keppendurna um sína upplifun. „Ég hugsaði bara með mér, númer eitt, ertu keppandi? Númer tvö, ertu aðstandandi keppenda? Númer þrjú, hefur þú horft á þættina? Í þættinum sjást 40 mínútur af heilli viku í vinnslu, það er bara ekki hægt að setjast niður og ætla að fara að dæma þetta út frá þessu. Auðvitað gerði ég mér fyllilega grein fyrir því að ég væri í sjónvarpsþætti og að þegar ég lenti í einhverju þá yrði það notað.“ Hún segir að fólk þurfi að skoða þessa þætti í samhengi við það sem er verið að gera fyrir keppendur. „Fólk var að benda á einhverjar erlendar rannsóknir en þá var það ekki á aðferðunum sem Gurrý og Evert eru að nota. Allt var miðað við erlendu þættina en aldrei skoðað hvað við vorum að gera, þetta er svo ósanngjarnt. Fólkið sem var að hjálpa mér á hverjum einasta degi var kallað óþverrar í einhverjum athugasemdakerfum. Fólk þarf aðeins að slaka á áður en það dæmir. Þetta getur virkað ótrúlega vel fyrir fólk, ég ætla samt ekki að segja að þetta virki fyrir alla, að sama prógramm geri öllum gott. Það er bara ekki þannig.“ Það fór í taugarnar á Örnu að sjá fólk skrifa um þættina og ákveða hvernig henni líði eða hvernig það hafi verið fyrir hana að upplifa þetta sem sýnt var í þáttunum. Ef hún gæti breytt einhverju við þættina þá væri það að hafa enn betra aðhald með andlegri líðan keppenda.„Það eru svo margir sem þora ekki að biðja um hjálp.“Arna er orðin starfsmaður í líkamsrækt og líður mjög vel í því umhverfi.Aðsent/Arna VilhjálmsdóttirMikilvægt að fylgja fyrirmælunumArna segir að ef hún ætti að breyta einhverju þá hefði það verið að byrja strax frá upphafi þáttanna að hlúa vel að líkamanum á milli æfinga. „Ég gerði ekkert til þess að undirbúa mig undir næstu æfingu eða jafna mig eftir síðustu æfingu. Það er svo mikilvægt. Ég var alltaf að klessa á alla þessa veggi því ég var ekki að fatta að maður þarf að fara eftir öllum leiðbeiningunum.“ Þjálfararnir eru ekki með keppendum allan daginn svo allir fá leiðbeiningar til þess að fylgja, meðal annars um það sem gott er að gera fyrir og eftir æfingar. Arna fylgdi því ekki vel í byrjun en mætti samt á æfingarnar og gaf allt sem hún átti í þær. Það varð til þess að hún þurfti læknisaðstoð og fleira þess háttar. Eftir að hún byrjaði að vera betri við sjálfa sig og rúlla vöðvana, teygja, nudda, hvíla og nota slökun þá breyttist líðan hennar mikið. „Einhvern veginn komst ég í úrslitin, það kom mér samt á óvart.“ Arna viðurkennir að eftir að heim var komið hafi hún á tímabili vigtað sig daglega og jafnvel tvisvar á dag. Hún er þó hætt því og vigtar sig nú einu sinni í viku.Arna segir að hún hafi aldrei verið á betri stað, andlega og líkamlega.Aðsent/Arna VilhjálmsdóttirGott að hafa þjálfaraArna er frá Neskaupsstað og fannst erfitt að fara heim um sumarið, hefði helst viljað æfa í Reebok í bænum. Um haustið flutti hún svo til Reykjavíkur og var í þjálfun Gurrý, Oscari og fleiri þjálfurum fram að lokaþættinum. „Ég held að það hafi ekki komið fram í þáttunum en Gurrý sagði við mig að hún vildi þjálfa mig eftir þáttinn. Ég held að það hafi verið af því að hún sá að ég væri ekki alveg að ná þessu en það væri svo auðveldlega hægt að vinna með mig.“ Arna kenndi námskeið með Gurrý þjálfara sínum í Biggest Loser í Reebok fitness í vetur og ætlaði að halda námskeið fyrir unglinga á næsta ári. Það verður þó sennilega ekki af því þar sem Gurrý sagði á dögunum skilið við Reebok fitness stöðvarnar, þar sem hún var framkvæmdastjóri í nokkur ár.Sjá einnig: Gurrý hættir hjá Reebok fitness Arna segir að það hafi verið ótrúleg tilfinning að vinna Biggest Loser á síðasta ári.Aðsent/Arna VilhjálmsdóttirStarfar sem kennari í dagArna var 154,2 kíló þegar hún hóf þátttöku í Biggest Loser og var 94 kíló þegar hún steig á vigtina í lokaþættinum. Hún léttist um 60,2 kíló og náði enginn keppandi betri árangri. Hún segist lítið muna eftir augnablikinu þegar það kom í ljós að hún hafði sigrað. „Tilfinningin var samt ótrúleg.“ Henni hefur gengið vel að viðhalda þessum flotta árangri og er búin að setja sér ný og spennandi markmið fyrir árið 2018. „Mér langar alveg að vera léttari en ég er núna, en ætla að bíða aðeins með að byrja að vinna í því. Ég skammast mín ekki fyrir að segja að ég þarf utanumhald, upp að vissu marki. Eins og staðan er núna er mér ekki hundrað prósent treystandi fyrir því að gera allt alveg sjálf.“ Arna er á ótrúlega góðum stað í dag, bæði andlega og líkamlega. Hún æfir og starfar í Reebok fitness og er nú líka byrjuð að starfa sem kennari í Hraunvallaskóla.
Heilsa Viðtal Tengdar fréttir Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Gjörbreyttur lífsstíll Lóu: „Ég náði þessum árangri ekki með öfgum“ Ólafía Kristín Norðfjörð sigraði í heimakeppni Biggest Loser en hún léttist um 36,2 prósent af heildarþyngd sinni. 17. desember 2017 20:00 Gagnrýnir Gurrý og Biggest Loser: „Þessir þættir eru ógeð“ Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu gagnrýnir þættina Biggest Loser Ísland en keppandi var fluttur á sjúkrabörum af æfingu í þætti sem sýndur var í gær. 6. október 2017 12:15 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00
Gjörbreyttur lífsstíll Lóu: „Ég náði þessum árangri ekki með öfgum“ Ólafía Kristín Norðfjörð sigraði í heimakeppni Biggest Loser en hún léttist um 36,2 prósent af heildarþyngd sinni. 17. desember 2017 20:00
Gagnrýnir Gurrý og Biggest Loser: „Þessir þættir eru ógeð“ Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu gagnrýnir þættina Biggest Loser Ísland en keppandi var fluttur á sjúkrabörum af æfingu í þætti sem sýndur var í gær. 6. október 2017 12:15