Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Benedikt Grétarsson skrifar 16. janúar 2018 19:15 Aron Pálmarsson í leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Íslenska karlalandsliðið í handbolta þarf að bíða milli vonar og ótta eftir úrslitum í leik Króatíu og Svíþjóðar til að sjá hvort að liðið komist í milliriðil á Evrópumótinu í Króatíu. Ísland tapaði 29-26 fyrir Serbíu í lokaleik riðilsins og því er ljóst að Ísland er úr leik ef svíar ná stigi gegn Króötum í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk og Björgvin Páll Gústavsson varði 14 skot í markinu, þar af 10 skot í fyrri hálfleik. Þessi leikur var hreinn úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í milliriðil og hvort liðið færi heim á leið. Serbar þurftu að vinna leikinn með fjórum mörkum og þrátt fyrir skakkaföll vegna meiðsla, eiga Serbar mikið af frambærilegum handboltamönnum sem gerðu strákunum lífið leitt. Geir Sveinsson stillti Kára Kristjáni upp á línunni og þeir Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson mönnuðu skyttustöðurnar. Leikurinn var í jafnvægi frá upphafi til enda fyrri hálfleiks og mátti varla sjá hvort liðið væri sterkara á svellinu. „Stál í stál“ er hugtak sem gjarnan er notað í íþróttum og það átti við fyrstu 30 mínúturnar. Ísland komst í 11-10 en þá komu Serbar sterkir til baka, skoruðu næstu tvö mörk og fengu tækifæri að skora lokamark hálfleiksins og fara með dýrmæta tveggja marka forystu til búningsherbergja. Seinni hálfleikur fór ágætlega af stað hjá okkar mönnum og maður hafði á tilfinningunni að Ísland væri einfaldlega með betra lið en Serbía. Ísland komst í 20-16 þegar rúmlega korter var til leiksloka og í ljósi þess að Íslandi nægði jafntefli til að komast í milliriðil, þá var útlitið ansi gott. Síðustu 15 mínútur leiksins voru hins vegar gjörsamlega hræðilega spilaðar hjá íslenska liðinu. Sóknin varð fálmkennd og varnarleikurinn hrundi til grunna. Bak við vörnina stóð síðan varnarlaus Björgvin Páll í markinu. Serbar unnu þessar 15 mínútur 13-6 og það verður að viðurkennast að frammistaðan var ekki boðleg á þessum kafla. Rúnar Kárason tók afar óskynsamlegt skot þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka og Serbía fékk tækifæri til að skora 30.markið og senda Íslendinga heim frá EM. Björgvin Páll Gústavsson kom þá til bjargar og varði síðasta skot leiksins og nú er bara að bíða eftir úrslitum í leik Króatíu og Svíþjóðar.Af hverju vann Serbía leikinn? Það myndi auðvelda mitt starf að segja bara að Serbía sé með betra lið en Ísland. Það er hins vegar ekki sannleikurinn að mínu mati. Strákarnir voru með leikinn gjörsamlega í höndunum en hentu næstum því frá sér þessu Evrópumóti með samblandi af klaufaskap og kæruleysi. Serbar mega eiga það að þeir eru ólseigir og gáfust aldrei upp og áttu sigurinn fyllilega skilið.Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll Gústavsson var mjög góður í fyrri hálfleik eins og vanalega en var langt frá því að ná sér á strik í þeim seinni. Varslan í lokin gæti reynst ansi dýrmæt. Aron Pálmarsson sýndi á köflum frábær tilþrif en tapaði alltof mörgum boltum. Kári kom sterkur inn í sóknina og Bjarki Már átti góðan sprett í miðri vörninni þegar Íslæand náði forskotinu.Hvað gekk illa? Listinn er stór eftir þennan leik. Sókn, vörn og markvarsla voru gjörsamlega í molum síðustu 20 mínútur leiksins og það gekk hrikalega illa að verjast sóknum Serba eftir skorað mark. Einnig virtist einbeitingin ekki alveg vera upp á 10 í þessum leik. Guðjón Valur misnotar hraðupphlaup, Rúnar tekur afskaplega illa ígrunduð skot á ögurstundu, Arnór misnotar sömuleiðis hraðupphlaup og þannig mætti lengi telja. Það gera allir mistök en þetta var eitthvað sem maður á ekki að venjast frá okkar mönnum.Hvað gerist næst? Góð spurning! Annað hvort förum við sneyptir heim á leið eða skellihlæjandi í milliriðil með tvö stig í farteskinu. Fari liðið heim, er það bara það sem menn eiga skilið en fari liðið í milliriðil er það líka verðskuldað. Svona geta íþróttir verið skemmtilegar gott fólk. EM 2018 í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta þarf að bíða milli vonar og ótta eftir úrslitum í leik Króatíu og Svíþjóðar til að sjá hvort að liðið komist í milliriðil á Evrópumótinu í Króatíu. Ísland tapaði 29-26 fyrir Serbíu í lokaleik riðilsins og því er ljóst að Ísland er úr leik ef svíar ná stigi gegn Króötum í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk og Björgvin Páll Gústavsson varði 14 skot í markinu, þar af 10 skot í fyrri hálfleik. Þessi leikur var hreinn úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í milliriðil og hvort liðið færi heim á leið. Serbar þurftu að vinna leikinn með fjórum mörkum og þrátt fyrir skakkaföll vegna meiðsla, eiga Serbar mikið af frambærilegum handboltamönnum sem gerðu strákunum lífið leitt. Geir Sveinsson stillti Kára Kristjáni upp á línunni og þeir Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson mönnuðu skyttustöðurnar. Leikurinn var í jafnvægi frá upphafi til enda fyrri hálfleiks og mátti varla sjá hvort liðið væri sterkara á svellinu. „Stál í stál“ er hugtak sem gjarnan er notað í íþróttum og það átti við fyrstu 30 mínúturnar. Ísland komst í 11-10 en þá komu Serbar sterkir til baka, skoruðu næstu tvö mörk og fengu tækifæri að skora lokamark hálfleiksins og fara með dýrmæta tveggja marka forystu til búningsherbergja. Seinni hálfleikur fór ágætlega af stað hjá okkar mönnum og maður hafði á tilfinningunni að Ísland væri einfaldlega með betra lið en Serbía. Ísland komst í 20-16 þegar rúmlega korter var til leiksloka og í ljósi þess að Íslandi nægði jafntefli til að komast í milliriðil, þá var útlitið ansi gott. Síðustu 15 mínútur leiksins voru hins vegar gjörsamlega hræðilega spilaðar hjá íslenska liðinu. Sóknin varð fálmkennd og varnarleikurinn hrundi til grunna. Bak við vörnina stóð síðan varnarlaus Björgvin Páll í markinu. Serbar unnu þessar 15 mínútur 13-6 og það verður að viðurkennast að frammistaðan var ekki boðleg á þessum kafla. Rúnar Kárason tók afar óskynsamlegt skot þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka og Serbía fékk tækifæri til að skora 30.markið og senda Íslendinga heim frá EM. Björgvin Páll Gústavsson kom þá til bjargar og varði síðasta skot leiksins og nú er bara að bíða eftir úrslitum í leik Króatíu og Svíþjóðar.Af hverju vann Serbía leikinn? Það myndi auðvelda mitt starf að segja bara að Serbía sé með betra lið en Ísland. Það er hins vegar ekki sannleikurinn að mínu mati. Strákarnir voru með leikinn gjörsamlega í höndunum en hentu næstum því frá sér þessu Evrópumóti með samblandi af klaufaskap og kæruleysi. Serbar mega eiga það að þeir eru ólseigir og gáfust aldrei upp og áttu sigurinn fyllilega skilið.Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll Gústavsson var mjög góður í fyrri hálfleik eins og vanalega en var langt frá því að ná sér á strik í þeim seinni. Varslan í lokin gæti reynst ansi dýrmæt. Aron Pálmarsson sýndi á köflum frábær tilþrif en tapaði alltof mörgum boltum. Kári kom sterkur inn í sóknina og Bjarki Már átti góðan sprett í miðri vörninni þegar Íslæand náði forskotinu.Hvað gekk illa? Listinn er stór eftir þennan leik. Sókn, vörn og markvarsla voru gjörsamlega í molum síðustu 20 mínútur leiksins og það gekk hrikalega illa að verjast sóknum Serba eftir skorað mark. Einnig virtist einbeitingin ekki alveg vera upp á 10 í þessum leik. Guðjón Valur misnotar hraðupphlaup, Rúnar tekur afskaplega illa ígrunduð skot á ögurstundu, Arnór misnotar sömuleiðis hraðupphlaup og þannig mætti lengi telja. Það gera allir mistök en þetta var eitthvað sem maður á ekki að venjast frá okkar mönnum.Hvað gerist næst? Góð spurning! Annað hvort förum við sneyptir heim á leið eða skellihlæjandi í milliriðil með tvö stig í farteskinu. Fari liðið heim, er það bara það sem menn eiga skilið en fari liðið í milliriðil er það líka verðskuldað. Svona geta íþróttir verið skemmtilegar gott fólk.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti