Böðuð glæsileika í Hörpu Elín Albertsdóttir skrifar 18. janúar 2018 10:00 Valgerður á auðvelt með að sitja fyrir hjá ljósmyndaranum enda í glæsilegum kjól. MYND/STEFÁN Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands þykja með glæsilegustu tónleikum ársins. Valgerður Guðnadóttir geislaði á sviðinu með hljómsveitinni að þessu sinni, klædd glæsilegum galakjólum. Þótt Valgerður hafi áður sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands var þetta í fyrsta skipti sem hún kom fram á Vínartónleikum. Hún segir það hafa verið stórkostlega upplifun. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti sem kona stjórnaði tónleikunum, Karen Kamensek frá Bandaríkjunum. Karen hefur stjórnað sinfóníuhljómsveitum víða um heim, meðal annars í Vínarborg. „Það er svo gaman að syngja með þessari frábæru sinfóníuhljómsveit sem við Íslendingar eigum,“ segir Valgerður og bætir við að sömuleiðis hafi verið ákaflega ánægjulegt að vinna með Karen og Kolbeini Ketilssyn tenórsöngvara.Glæsileikinn er allsráðandi hjá Valgerði.MYND/STEFÁNGömlum kjólum breytt Valgerður túlkaði lögin á sinn einstaka hátt í Hörpu og eftir var tekið hversu glæsilegum kjólum hún skartaði á tónleikunum. Sjálf segist hún hafa klæðst fjórum galakjólum. Valgerður viðurkennir að það geti verið höfuðverkur að finna réttu dressin fyrir svona stóran viðburð á sviði. „Maður þarf að finna klæðnað sem hentar tilefninu. Á Vínartónleikum þarf að klæðast einhverju virkilega glæsilegu og elegant. Stundum líður mér þannig að ég hafi notað kjólana mína of oft og reyni þá að finna einhvern sem er langt síðan hefur verið notaður. Fyrir þessa tónleika keypti ég einn nýjan kjól, var í einum uppáhalds, þriðja hafði ég nánast ekkert notað svo hann var eins og nýr. Síðan fékk ég frábæra aðstoð við að breyta þessum fjórða og gera nýjan aftur,“ útskýrir hún. „Sigrún Úlfarsdóttir fatahönnuður var mér innanhandar, hún skreytti einn af eldri kjólunum mínum og þann nýja líka. Ég var því eiginlega í þremur nýjum kjólum,“ segir Valgerður og bætir við að söngkonur þurfi oft að nota sömu kjólana hér heima en í útlöndum þekkist það síður.Fötin skipta máli „Það er auðvitað ekki gott að vera alltaf í sama kjólnum en aftur á móti er dýrt að kaupa fína glamúrkjóla svo það er frábært ef hægt er að breyta þeim. Annars er ég dálítið sniðug að finna mér kjóla sem kosta ekki hálfan handlegg. Er eiginlega eins og móður mín að því leyti. Ef einhver hrósaði henni fyrir kjól svaraði hún ævinlega að hún hefði fengið kjólinn á fínu verði. Ég kaupi yfirleitt kjólana mína hér heima. Einu sinni þegar ég kom fram á Frostrósatónleikum fékk ég lánaðan afar fallegan kjól á brúðkjólaleigu. Ég var svo hugfangin af honum að ég sló til og keypti hann. Ég hef notað hann nokkrum sinnum, meðal annars á Vínartónleikunum en það er kjóll líkur þeim sem voru í kvikmyndinni Breakfast at Tiffany’s.“Svart er alltaf klassískt.MYND/STEFÁNÞegar Valgerður er spurð hvort hún eigi marga kjóla, svarar hún því játandi. „Ég á mikið af millisíðum kjólum sem henta við aðeins minna fín tilefni. Hins vegar væri ég alveg til í að eiga fleiri galakjóla þótt maður noti þá sjaldnar. Ég er kannski oftar að syngja við hugguleg tilefni án þess að það sé beint gala. Þá þarf maður að eiga semi-fína kjóla,“ segir hún. „Dætrum mínum finnst ég eiga rosalega marga fína kjóla en ég held að margar aðrar söngkonur eigi miklu fleiri. Söngkonur þurfa vissulega að eiga mörg dress, það skiptir alltaf máli hvernig maður kemur fyrir. Ég vildi reyndar óska að ég væri flinkari að sauma því þá væri svo auðvelt að breyta og bæta enda hlynnt því að nýta alla hluti. Ég er hrifin af fifties kjólum og kíki oft í búð sem heitir Kjólar og konfekt. Ætli ég sé ekki í eðli mínu kjólakona.“Stundum bara lúði Valgerður segir að það sé mjög skemmtilegt að klæða sig upp í síðan galakjól. „Það er ekki bara kjóllinn sem skiptir máli því förðun og greiðsla gerir það líka. Ég var með ótrúlega flinka konu, Írisi Sveinsdóttur, sem sá um hár og förðun á Vínartónleikunum. Það er ekkert gaman að fara í fallegan kjól með lufsulegt hár. Eftir langa reynslu á sviði veit ég hvað klæðir mig og það er gott að fá fagfólk til að útfæra það.“Kjólarnir eru hver öðrum fallegri.Valgerður segir að hún leggi mikið upp úr klæðnaði á sviðinu en dagsdaglega finnst henni best að vera í þægilegum fötum. „Ég get verið óttalegur lúði í buxum sem teygjast eða gallabuxum og stórri peysu. Hef minn eigin stíl en fylgist ágætlega með hvað er að gerast í tískuheiminum þótt ég hlaupi ekki á eftir öllum tískubylgjum,“ segir hún.Mörg verkefni fram undan Það er margt að gerast hjá Valgerði á næstu vikum. Á laugardag verður hún í Salnum með barnaleikritið Björt í Sumarhúsi eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Þórarin Eldjárn. Með henni verður Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari en Valgerður fer með öll hlutverkin í sýningunni. Einnig er hún að læra hlutverk í vinsælum söngleik, The Phantom of the Opera eftir Andrew Lloyd Webber, sem frumsýndur verður 17. febrúar í Hörpu. Mikið er lagt í sýninguna en auk margra þekktra söngvara kemur fram 30 manna kór, dansarar og SinfoniaNord undir stjórn Þorvaldar Bjarna. Fyrir utan Valgerði koma fram Þór Breiðfjörð, Elmar Gilbertsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Gísli Magna, Hlöðver Sigurðsson og Greta Salóme.Glæsileg á leið á sviðið í Hörpu á Vínartónleikunum.„Ég fer sömuleiðis í byrjun febrúar til Færeyja ásamt Þorvaldi Bjarna, SinfoniuNord og Guðmundi Péturssyni gítarleikara. Þar verða sett upp þrjú norræn verk og Færeyingar kalla tónleikana Ragnarök en þeir verða í Norræna húsinu í Færeyjum. Ég flyt Völuspá sem er sinfónískt verk eftir Þorvald Bjarna og við frumfluttum á Akureyri fyrir tveimur árum,“ útskýrir Valgerður.Íris Sveinsdóttir sá um að farða og greiða Valgerði í Hörpu. „Gott að hafa fagfólk sér til aðstoðar,“ segir söngkonan. „Það er eitt og annað sem ég er að fást við þessa dagana meðfram stærri verkefnum, til dæmis að undirbúa tónleika í Salnum í mars þar sem ég flyt ásamt kvartettinum Kurr lög af plötunni minni Draumskógur. ég kenni einnig söng við söngskóla Sigurðar Demetz en er reyndar í leyfi eins og er. Mér finnst mikilvægt að fólk geti haft atvinnu af því sem það hefur menntað sig til og langar að vinna við.“ Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands þykja með glæsilegustu tónleikum ársins. Valgerður Guðnadóttir geislaði á sviðinu með hljómsveitinni að þessu sinni, klædd glæsilegum galakjólum. Þótt Valgerður hafi áður sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands var þetta í fyrsta skipti sem hún kom fram á Vínartónleikum. Hún segir það hafa verið stórkostlega upplifun. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti sem kona stjórnaði tónleikunum, Karen Kamensek frá Bandaríkjunum. Karen hefur stjórnað sinfóníuhljómsveitum víða um heim, meðal annars í Vínarborg. „Það er svo gaman að syngja með þessari frábæru sinfóníuhljómsveit sem við Íslendingar eigum,“ segir Valgerður og bætir við að sömuleiðis hafi verið ákaflega ánægjulegt að vinna með Karen og Kolbeini Ketilssyn tenórsöngvara.Glæsileikinn er allsráðandi hjá Valgerði.MYND/STEFÁNGömlum kjólum breytt Valgerður túlkaði lögin á sinn einstaka hátt í Hörpu og eftir var tekið hversu glæsilegum kjólum hún skartaði á tónleikunum. Sjálf segist hún hafa klæðst fjórum galakjólum. Valgerður viðurkennir að það geti verið höfuðverkur að finna réttu dressin fyrir svona stóran viðburð á sviði. „Maður þarf að finna klæðnað sem hentar tilefninu. Á Vínartónleikum þarf að klæðast einhverju virkilega glæsilegu og elegant. Stundum líður mér þannig að ég hafi notað kjólana mína of oft og reyni þá að finna einhvern sem er langt síðan hefur verið notaður. Fyrir þessa tónleika keypti ég einn nýjan kjól, var í einum uppáhalds, þriðja hafði ég nánast ekkert notað svo hann var eins og nýr. Síðan fékk ég frábæra aðstoð við að breyta þessum fjórða og gera nýjan aftur,“ útskýrir hún. „Sigrún Úlfarsdóttir fatahönnuður var mér innanhandar, hún skreytti einn af eldri kjólunum mínum og þann nýja líka. Ég var því eiginlega í þremur nýjum kjólum,“ segir Valgerður og bætir við að söngkonur þurfi oft að nota sömu kjólana hér heima en í útlöndum þekkist það síður.Fötin skipta máli „Það er auðvitað ekki gott að vera alltaf í sama kjólnum en aftur á móti er dýrt að kaupa fína glamúrkjóla svo það er frábært ef hægt er að breyta þeim. Annars er ég dálítið sniðug að finna mér kjóla sem kosta ekki hálfan handlegg. Er eiginlega eins og móður mín að því leyti. Ef einhver hrósaði henni fyrir kjól svaraði hún ævinlega að hún hefði fengið kjólinn á fínu verði. Ég kaupi yfirleitt kjólana mína hér heima. Einu sinni þegar ég kom fram á Frostrósatónleikum fékk ég lánaðan afar fallegan kjól á brúðkjólaleigu. Ég var svo hugfangin af honum að ég sló til og keypti hann. Ég hef notað hann nokkrum sinnum, meðal annars á Vínartónleikunum en það er kjóll líkur þeim sem voru í kvikmyndinni Breakfast at Tiffany’s.“Svart er alltaf klassískt.MYND/STEFÁNÞegar Valgerður er spurð hvort hún eigi marga kjóla, svarar hún því játandi. „Ég á mikið af millisíðum kjólum sem henta við aðeins minna fín tilefni. Hins vegar væri ég alveg til í að eiga fleiri galakjóla þótt maður noti þá sjaldnar. Ég er kannski oftar að syngja við hugguleg tilefni án þess að það sé beint gala. Þá þarf maður að eiga semi-fína kjóla,“ segir hún. „Dætrum mínum finnst ég eiga rosalega marga fína kjóla en ég held að margar aðrar söngkonur eigi miklu fleiri. Söngkonur þurfa vissulega að eiga mörg dress, það skiptir alltaf máli hvernig maður kemur fyrir. Ég vildi reyndar óska að ég væri flinkari að sauma því þá væri svo auðvelt að breyta og bæta enda hlynnt því að nýta alla hluti. Ég er hrifin af fifties kjólum og kíki oft í búð sem heitir Kjólar og konfekt. Ætli ég sé ekki í eðli mínu kjólakona.“Stundum bara lúði Valgerður segir að það sé mjög skemmtilegt að klæða sig upp í síðan galakjól. „Það er ekki bara kjóllinn sem skiptir máli því förðun og greiðsla gerir það líka. Ég var með ótrúlega flinka konu, Írisi Sveinsdóttur, sem sá um hár og förðun á Vínartónleikunum. Það er ekkert gaman að fara í fallegan kjól með lufsulegt hár. Eftir langa reynslu á sviði veit ég hvað klæðir mig og það er gott að fá fagfólk til að útfæra það.“Kjólarnir eru hver öðrum fallegri.Valgerður segir að hún leggi mikið upp úr klæðnaði á sviðinu en dagsdaglega finnst henni best að vera í þægilegum fötum. „Ég get verið óttalegur lúði í buxum sem teygjast eða gallabuxum og stórri peysu. Hef minn eigin stíl en fylgist ágætlega með hvað er að gerast í tískuheiminum þótt ég hlaupi ekki á eftir öllum tískubylgjum,“ segir hún.Mörg verkefni fram undan Það er margt að gerast hjá Valgerði á næstu vikum. Á laugardag verður hún í Salnum með barnaleikritið Björt í Sumarhúsi eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Þórarin Eldjárn. Með henni verður Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari en Valgerður fer með öll hlutverkin í sýningunni. Einnig er hún að læra hlutverk í vinsælum söngleik, The Phantom of the Opera eftir Andrew Lloyd Webber, sem frumsýndur verður 17. febrúar í Hörpu. Mikið er lagt í sýninguna en auk margra þekktra söngvara kemur fram 30 manna kór, dansarar og SinfoniaNord undir stjórn Þorvaldar Bjarna. Fyrir utan Valgerði koma fram Þór Breiðfjörð, Elmar Gilbertsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Gísli Magna, Hlöðver Sigurðsson og Greta Salóme.Glæsileg á leið á sviðið í Hörpu á Vínartónleikunum.„Ég fer sömuleiðis í byrjun febrúar til Færeyja ásamt Þorvaldi Bjarna, SinfoniuNord og Guðmundi Péturssyni gítarleikara. Þar verða sett upp þrjú norræn verk og Færeyingar kalla tónleikana Ragnarök en þeir verða í Norræna húsinu í Færeyjum. Ég flyt Völuspá sem er sinfónískt verk eftir Þorvald Bjarna og við frumfluttum á Akureyri fyrir tveimur árum,“ útskýrir Valgerður.Íris Sveinsdóttir sá um að farða og greiða Valgerði í Hörpu. „Gott að hafa fagfólk sér til aðstoðar,“ segir söngkonan. „Það er eitt og annað sem ég er að fást við þessa dagana meðfram stærri verkefnum, til dæmis að undirbúa tónleika í Salnum í mars þar sem ég flyt ásamt kvartettinum Kurr lög af plötunni minni Draumskógur. ég kenni einnig söng við söngskóla Sigurðar Demetz en er reyndar í leyfi eins og er. Mér finnst mikilvægt að fólk geti haft atvinnu af því sem það hefur menntað sig til og langar að vinna við.“
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira