Rafbíllinn Kia Niro EV kynntur í Las Vegas Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2018 11:15 Kia Niro EV mun hafa mikla akstusdrægni. Kia kynnti nýjan Kia Niro EV rafbíl á CES sýningunni í Las Vegas sem nú stendur yfir. Þetta er annar hreini rafbíllinn frá Kia en fyrir er Kia Soul EV. Kia Niro EV er enn á þróunarstigi en hann verður með 383 km akstursdrægni. Bíllinn verður með 150 kW rafmótor sem skilar rétt rúmum 200 hestöflum sem gefur bílnum mjög gott afl. Þetta er þriðja útfærslan af Kia Niro en hann er nú í boði bæði sem Hybrid og Plug-in Hybrid. Kia Niro EV er þó aðeins breyttur í útliti miðað við fyrirrennara sína og sérstaklega að innan þar sem hann er með nýstárlegt mælaborð og er afar tæknivæddur. Kia kynnti einnig á CES sýningunni ,,Boundless for all” verkefni sitt en sýn Kia á framtíðarbílinn er að hann verði meira en einungis bíll heldur muni hann spila stærra hlutverk hjá fólki í nánustu framtíð að sögn Dr. Woong-Chul Yang, aðstoðarforstjóra hjá Kia. Kia stefnir að því að bjóða 16 rafknúna bíla árið 2025. Þeir munu verða hreinir rafbílar, Hybrid eða Plug-in Hybrid útfærslur. Þá hyggst Kia kynna fyrsta vetnisknúna bíl fyrirtækisins árið 2020. Það er því mikið að gerast í herbúðum Kia um þessar mundir og ljóst að fyrirtækið ætlar sér að vera áfram í fremstu röð er kemur að nýjustu tækni og þróun rafbíla. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
Kia kynnti nýjan Kia Niro EV rafbíl á CES sýningunni í Las Vegas sem nú stendur yfir. Þetta er annar hreini rafbíllinn frá Kia en fyrir er Kia Soul EV. Kia Niro EV er enn á þróunarstigi en hann verður með 383 km akstursdrægni. Bíllinn verður með 150 kW rafmótor sem skilar rétt rúmum 200 hestöflum sem gefur bílnum mjög gott afl. Þetta er þriðja útfærslan af Kia Niro en hann er nú í boði bæði sem Hybrid og Plug-in Hybrid. Kia Niro EV er þó aðeins breyttur í útliti miðað við fyrirrennara sína og sérstaklega að innan þar sem hann er með nýstárlegt mælaborð og er afar tæknivæddur. Kia kynnti einnig á CES sýningunni ,,Boundless for all” verkefni sitt en sýn Kia á framtíðarbílinn er að hann verði meira en einungis bíll heldur muni hann spila stærra hlutverk hjá fólki í nánustu framtíð að sögn Dr. Woong-Chul Yang, aðstoðarforstjóra hjá Kia. Kia stefnir að því að bjóða 16 rafknúna bíla árið 2025. Þeir munu verða hreinir rafbílar, Hybrid eða Plug-in Hybrid útfærslur. Þá hyggst Kia kynna fyrsta vetnisknúna bíl fyrirtækisins árið 2020. Það er því mikið að gerast í herbúðum Kia um þessar mundir og ljóst að fyrirtækið ætlar sér að vera áfram í fremstu röð er kemur að nýjustu tækni og þróun rafbíla.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður