Hjálpar fólki að verða besta útgáfan af sjálfum sér og að láta draumana rætast Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. janúar 2018 15:30 Alda Karen Hjaltalín heldur áhugavert námskeið í Eldborgarsal Hörpu á morgun. Antonía Lárusdóttir „Það sem drífur mig mest er að ég ætla að nýta líf mitt til fulls“ segir Alda Karen Hjaltalín í samtali við Vísi. Hún heldur námskeiðið Life-MasterClass í Eldborg í Hörpu á morgun og ætlar þar að sýna fólki hvernig það getur orðið besta útgáfan af sjálfum sér, látið draumana rætast og náð markmiðum - sama hversu stór þau eru. Alda Karen ætlar á þessu námskeiði gefa góð ráð og segja frá því sem hún hefur sjálf nýtt sér í gegnum tíðina. Alda Karen var 19 ára orðin sölu- og markaðsstjóri Sagafilm og er nú sölu -og markaðsstjóri hjá Ghostlamp í New York. Fyrirtækið Ghostlamp var stofnað árið 2014 af Jóni Braga Gíslasyni og hefur um 12 milljón manns á skrá sem teljast til áhrifavalda. Á dögunum völdu góð samskipti hana eina af 20 vonarstjörnum í íslensku viðskiptalífi. Fyrir alla sem vilja nýta lífið„Ég er að fara að kenna „lifehacks“ sem ég hef nýtt mér í gegnum tíðina en ég ætla aðallega að svara tveimur spurningum og það er hvernig við getum orðið besta útgáfan af sjálfum okkur og hvernig við getum fengið allt sem við viljum í lífinu.“ segir Alda Karen í samtali við Vísi. Alda hélt fyrirlestur í Hörpu í september 2017 um leyndarmálin sín í sölu, markaðssetningu og lífið sjálft. Nokkur hundruð mættu til að hlusta á hana og var ekki laust sæti í salnum. Nú er stutt í að það seljist upp á þetta nýja námskeið en í þetta skiptið kemur Alda Karen í Hörpuna til þess að kafa aðeins dýpra í hlutann um lífið sjálft „„Lifehakking“ er að vera meðvitaður um heilann, hugsanir og sig sjálfan. Það er að vera meðvitaður um hvaða verkfæri þú getur nýtt, sem eru í þér, fyrir þig sjálfan og hvernig þú getur nýtt þau til fulls í daglegu lífi. Það er svona einfaldasta skýringin á þessu,“ Alda Karen segir að námskeiðið sé fyrir alla sem vilja verða stærri manneskjur og fyrir alla sem vilja gera lífið léttara og skemmtilegra. „Þetta er fyrir alla sem vilja njóta lífsins til fulls og nýta lífið til fulls.“„Þessi bók er bara sturluð,“ segir Alda Karen um bókina sína.Mynd/Antonía LárusdóttirSkrifaði bók fyrir námskeiðiðÁ námskeiðinu fá allir þátttakendur bók sem Alda Karen skrifaði og á hún að vera verkfærakassi þeirra í lífinu. „Þessi bók er bara sturluð. Ég fór nánast að hágráta þegar hún fór í prentun þar sem hún á eftir að gera klikkaða hluti fyrir alla sem koma á þetta námskeið. Þessi bók heitir Lífsbiblían og er stútfull af „lifehacks“ sem þú getur notað á öllum sviðum á lífi þínu.“ Bókin verður eingöngu í boði fyrir þátttakendur á námskeiðinu en Alda Karen hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún verði gefin út strax. Hún segir að allir sem hafi komist nálægt bókinni hafi ekki getað lagt hana frá sér, sem hljóti að vera gott merki. „Meira að segja ritstjórinn minn sem fór yfir hana er búinn að nýta sér fullt úr bókinni nú þegar.“Gefur ráð á hverjum degiAlda Karen segir að bókin sé einfaldlega stútfull af uppskriftum fyrir lífið sjálft. Síðustu 88 daga hefur hún deilt einu ráði á dag með sínum fylgjendum á Instagram (aldakarenh). „Alla daga deili ég „lifehack“ dagsins. Fyrst þegar ég byrjaði á því þá ætlaði ég að gera bók en ákvað svo að byrja á því að gera þetta á samfélagsmiðlum. Ég er búin að stækka sjöfalt á samfélagsmiðlum síðan ég byrjaði á þessu,“ segir Alda Karen en meira en meira en 3.700 einstaklingar fylgja henni á Instagram í dag. Hún segir viðbrögðin við þessum daglegu ráðum hafa verið ótrúlega góð. Alda Karen talar yfirleitt ensku en þessa dagana, fram að námskeiðinu, hefur hún talað á Íslensku í tilefni af námskeiðinu. Þetta hefur valdið töluverðum misskilningi. „Þetta er búið að vera mjög fyndið. Ég er búin að tala íslensku í heila viku og ég áttaði mig ekki á því hvað erlendu fylgjendur mínir eru margir fyrr en núna. Ég talaði til dæmis um eitt „lifehack“ að þú ættir alltaf að velja sjálfan þig, þó svo að þú getir orðið Brad Pitt þá áttu samt að velja alltaf sjálfan þig en ekki Brad Pitt. Ég fékk strax spurningar á ensku um það hvort ég væri að hjálpa fólki að ná sér í Brad Pitt. Þetta var mjög fyndið og ég er búin að skemmta mér mjög mikið.“ Einnig hefur Alda Karen fengið myndbönd frá erlendum fylgjendum þar sem þeir reyna að tala íslensku og herma eftir orðum hennar. „Ég er búin að kenna nokkrum Bandaríkjamönnum Íslensku á þessum nokkrum dögum, ég held að þeir séu samt mjög spenntir fyrir laugardeginum þegar ég byrja aftur að tala ensku.“Alda Karen stefnir á að opna skóla og segir að námskeiðin og bókin séu skref í átt að þeim draumi. Mynd/Antonía LárusdóttirHitta aðra í sömu pælingumAlda Karen er búsett í New York ásamt eiginkonu sinni, Antoníu Lárusdóttur ljósmyndara. Hún hefur haldið LIFE MasterClass þar og stefnir á að halda fleiri viðburði erlendis í framtíðinni. „Ég er einmitt núna í tölum við CNN um að gera eitthvað meira með það, sem verður mjög spennandi.“ Á námskeiðinu verða einnig þær Tanja Ýr Ástþórsdóttir, Camilla Rut Arnarsdóttir, Sigríður María Egilsdóttir og Ebba Guðný Guðmundsdóttir með umræður. Námskeiðið er þrír tímar býðst þátttakendum að kaupa miða sem inniheldur líka boð í „networking“ partý sem haldið er í Hörpunni eftir námskeiðið, með Öldu Kareni og teyminu hennar. „Markmiðið er að þú hittir samhuga fólk sem þú átt eftir að þekkja restina af ævi þinni. Þetta er allt fólk í sömu pælingum. Þú ert í stútfullum sal af fólki í sömu pælingum og þú, það er sjaldgæft að vera í svoleiðis aðstæðum.“Vont að hafa eftirsjáÍ viðtali við Fréttablaðið á síðasta ári sagði Alda Karen að draumur sinn væri að opna skóla og segir hún að það sé ennþá markmiðið. „Þetta er kannski fyrsta skrefið af mörgum í áttina að því. Af því að ég er mögulega að kenna allt sem skólakerfið náði ekki að kenna fólkinu í salnum.“ Alda Karen er mjög meðvituð um sjálfa sig og sínar tilfinningar. Hún stundar hugleiðslu og fer reglulega í þakklætisgöngur þar sem hún hugsar um allt það sem hún er þakklát fyrir að hafa í sínu lífi og þakklát fyrir að muni koma í sitt líf. Hún segir þetta gríðarlega mikilvægt. „Það versta sem til er eru eftirsjár. Fyrir mig er að horfa upp á fólk sem er með eftirsjár það erfiðasta í heimi. Með því að vera meðvituð um sjálfa mig og þessi „lifehacks“ og hvernig ég get náð öllu því sem ég vil út úr lífinu, þá er þetta bara ekki spurning, ég mun fá allt sem ég vil út úr lífinu og ég veit það. Ég er að því. Ég er 24 ára og ég er nánast að fylla Eldborg í Hörpu. Það sem er klikkað við „lifehacking“ er að það gerir ekki bara allt sem þú vilt heldur á frekar stuttum tíma. Hún segir að aldur sé afstæður í „lifehacking“ og allir geti tileinkað sér þetta. „Þetta verður eina námskeiðið sem þú þarft í lífinu, punktur,“ segir Alda Karen að lokum. Viðtal Tengdar fréttir Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
„Það sem drífur mig mest er að ég ætla að nýta líf mitt til fulls“ segir Alda Karen Hjaltalín í samtali við Vísi. Hún heldur námskeiðið Life-MasterClass í Eldborg í Hörpu á morgun og ætlar þar að sýna fólki hvernig það getur orðið besta útgáfan af sjálfum sér, látið draumana rætast og náð markmiðum - sama hversu stór þau eru. Alda Karen ætlar á þessu námskeiði gefa góð ráð og segja frá því sem hún hefur sjálf nýtt sér í gegnum tíðina. Alda Karen var 19 ára orðin sölu- og markaðsstjóri Sagafilm og er nú sölu -og markaðsstjóri hjá Ghostlamp í New York. Fyrirtækið Ghostlamp var stofnað árið 2014 af Jóni Braga Gíslasyni og hefur um 12 milljón manns á skrá sem teljast til áhrifavalda. Á dögunum völdu góð samskipti hana eina af 20 vonarstjörnum í íslensku viðskiptalífi. Fyrir alla sem vilja nýta lífið„Ég er að fara að kenna „lifehacks“ sem ég hef nýtt mér í gegnum tíðina en ég ætla aðallega að svara tveimur spurningum og það er hvernig við getum orðið besta útgáfan af sjálfum okkur og hvernig við getum fengið allt sem við viljum í lífinu.“ segir Alda Karen í samtali við Vísi. Alda hélt fyrirlestur í Hörpu í september 2017 um leyndarmálin sín í sölu, markaðssetningu og lífið sjálft. Nokkur hundruð mættu til að hlusta á hana og var ekki laust sæti í salnum. Nú er stutt í að það seljist upp á þetta nýja námskeið en í þetta skiptið kemur Alda Karen í Hörpuna til þess að kafa aðeins dýpra í hlutann um lífið sjálft „„Lifehakking“ er að vera meðvitaður um heilann, hugsanir og sig sjálfan. Það er að vera meðvitaður um hvaða verkfæri þú getur nýtt, sem eru í þér, fyrir þig sjálfan og hvernig þú getur nýtt þau til fulls í daglegu lífi. Það er svona einfaldasta skýringin á þessu,“ Alda Karen segir að námskeiðið sé fyrir alla sem vilja verða stærri manneskjur og fyrir alla sem vilja gera lífið léttara og skemmtilegra. „Þetta er fyrir alla sem vilja njóta lífsins til fulls og nýta lífið til fulls.“„Þessi bók er bara sturluð,“ segir Alda Karen um bókina sína.Mynd/Antonía LárusdóttirSkrifaði bók fyrir námskeiðiðÁ námskeiðinu fá allir þátttakendur bók sem Alda Karen skrifaði og á hún að vera verkfærakassi þeirra í lífinu. „Þessi bók er bara sturluð. Ég fór nánast að hágráta þegar hún fór í prentun þar sem hún á eftir að gera klikkaða hluti fyrir alla sem koma á þetta námskeið. Þessi bók heitir Lífsbiblían og er stútfull af „lifehacks“ sem þú getur notað á öllum sviðum á lífi þínu.“ Bókin verður eingöngu í boði fyrir þátttakendur á námskeiðinu en Alda Karen hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún verði gefin út strax. Hún segir að allir sem hafi komist nálægt bókinni hafi ekki getað lagt hana frá sér, sem hljóti að vera gott merki. „Meira að segja ritstjórinn minn sem fór yfir hana er búinn að nýta sér fullt úr bókinni nú þegar.“Gefur ráð á hverjum degiAlda Karen segir að bókin sé einfaldlega stútfull af uppskriftum fyrir lífið sjálft. Síðustu 88 daga hefur hún deilt einu ráði á dag með sínum fylgjendum á Instagram (aldakarenh). „Alla daga deili ég „lifehack“ dagsins. Fyrst þegar ég byrjaði á því þá ætlaði ég að gera bók en ákvað svo að byrja á því að gera þetta á samfélagsmiðlum. Ég er búin að stækka sjöfalt á samfélagsmiðlum síðan ég byrjaði á þessu,“ segir Alda Karen en meira en meira en 3.700 einstaklingar fylgja henni á Instagram í dag. Hún segir viðbrögðin við þessum daglegu ráðum hafa verið ótrúlega góð. Alda Karen talar yfirleitt ensku en þessa dagana, fram að námskeiðinu, hefur hún talað á Íslensku í tilefni af námskeiðinu. Þetta hefur valdið töluverðum misskilningi. „Þetta er búið að vera mjög fyndið. Ég er búin að tala íslensku í heila viku og ég áttaði mig ekki á því hvað erlendu fylgjendur mínir eru margir fyrr en núna. Ég talaði til dæmis um eitt „lifehack“ að þú ættir alltaf að velja sjálfan þig, þó svo að þú getir orðið Brad Pitt þá áttu samt að velja alltaf sjálfan þig en ekki Brad Pitt. Ég fékk strax spurningar á ensku um það hvort ég væri að hjálpa fólki að ná sér í Brad Pitt. Þetta var mjög fyndið og ég er búin að skemmta mér mjög mikið.“ Einnig hefur Alda Karen fengið myndbönd frá erlendum fylgjendum þar sem þeir reyna að tala íslensku og herma eftir orðum hennar. „Ég er búin að kenna nokkrum Bandaríkjamönnum Íslensku á þessum nokkrum dögum, ég held að þeir séu samt mjög spenntir fyrir laugardeginum þegar ég byrja aftur að tala ensku.“Alda Karen stefnir á að opna skóla og segir að námskeiðin og bókin séu skref í átt að þeim draumi. Mynd/Antonía LárusdóttirHitta aðra í sömu pælingumAlda Karen er búsett í New York ásamt eiginkonu sinni, Antoníu Lárusdóttur ljósmyndara. Hún hefur haldið LIFE MasterClass þar og stefnir á að halda fleiri viðburði erlendis í framtíðinni. „Ég er einmitt núna í tölum við CNN um að gera eitthvað meira með það, sem verður mjög spennandi.“ Á námskeiðinu verða einnig þær Tanja Ýr Ástþórsdóttir, Camilla Rut Arnarsdóttir, Sigríður María Egilsdóttir og Ebba Guðný Guðmundsdóttir með umræður. Námskeiðið er þrír tímar býðst þátttakendum að kaupa miða sem inniheldur líka boð í „networking“ partý sem haldið er í Hörpunni eftir námskeiðið, með Öldu Kareni og teyminu hennar. „Markmiðið er að þú hittir samhuga fólk sem þú átt eftir að þekkja restina af ævi þinni. Þetta er allt fólk í sömu pælingum. Þú ert í stútfullum sal af fólki í sömu pælingum og þú, það er sjaldgæft að vera í svoleiðis aðstæðum.“Vont að hafa eftirsjáÍ viðtali við Fréttablaðið á síðasta ári sagði Alda Karen að draumur sinn væri að opna skóla og segir hún að það sé ennþá markmiðið. „Þetta er kannski fyrsta skrefið af mörgum í áttina að því. Af því að ég er mögulega að kenna allt sem skólakerfið náði ekki að kenna fólkinu í salnum.“ Alda Karen er mjög meðvituð um sjálfa sig og sínar tilfinningar. Hún stundar hugleiðslu og fer reglulega í þakklætisgöngur þar sem hún hugsar um allt það sem hún er þakklát fyrir að hafa í sínu lífi og þakklát fyrir að muni koma í sitt líf. Hún segir þetta gríðarlega mikilvægt. „Það versta sem til er eru eftirsjár. Fyrir mig er að horfa upp á fólk sem er með eftirsjár það erfiðasta í heimi. Með því að vera meðvituð um sjálfa mig og þessi „lifehacks“ og hvernig ég get náð öllu því sem ég vil út úr lífinu, þá er þetta bara ekki spurning, ég mun fá allt sem ég vil út úr lífinu og ég veit það. Ég er að því. Ég er 24 ára og ég er nánast að fylla Eldborg í Hörpu. Það sem er klikkað við „lifehacking“ er að það gerir ekki bara allt sem þú vilt heldur á frekar stuttum tíma. Hún segir að aldur sé afstæður í „lifehacking“ og allir geti tileinkað sér þetta. „Þetta verður eina námskeiðið sem þú þarft í lífinu, punktur,“ segir Alda Karen að lokum.
Viðtal Tengdar fréttir Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00