Þrír með tvennu þegar Real Madrid burstaði Deportivo Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. janúar 2018 17:00 Þessir tveir settu tvennu vísir/getty Real Madrid átti ekki í teljandi vandræðum með Deportivo La Coruna þegar liðin áttust við á Santiago Bernabeu í dag. Gestirnir komust reyndar yfir snemma leiks með marki Adrien Silva en Nacho Fernandez var fljótur að jafna metin fyrir Madridinga. Gareth Bale kom heimamönnum svo yfir með stórkostlegu marki skömmu fyrir leikhlé. Segja má að aðeins annað liðið hafi mætt til leiks í síðari hálfleik því Real Madrid lék við hvurn sinn fingur og algjörlega yfirspilaði gestina. Fór að lokum svo að Real Madrid vann öruggan sex marka sigur. Gareth Bale bætti við öðru marki sínu áður en Luka Modric kom Real Madrid í 4-1 á 68.mínútu. Cristiano Ronaldo hlóð svo í tvennu á sex mínútna kafla áður en Nacho Fernandez skoraði annað mark sitt og kom Real Madrid í 7-1. Real Madrid skaust með sigrinum upp í 4.sæti deildarinnar en Deportivo er eftir sem áður í fallsæti, tveimur stigum frá öruggu sæti. Spænski boltinn
Real Madrid átti ekki í teljandi vandræðum með Deportivo La Coruna þegar liðin áttust við á Santiago Bernabeu í dag. Gestirnir komust reyndar yfir snemma leiks með marki Adrien Silva en Nacho Fernandez var fljótur að jafna metin fyrir Madridinga. Gareth Bale kom heimamönnum svo yfir með stórkostlegu marki skömmu fyrir leikhlé. Segja má að aðeins annað liðið hafi mætt til leiks í síðari hálfleik því Real Madrid lék við hvurn sinn fingur og algjörlega yfirspilaði gestina. Fór að lokum svo að Real Madrid vann öruggan sex marka sigur. Gareth Bale bætti við öðru marki sínu áður en Luka Modric kom Real Madrid í 4-1 á 68.mínútu. Cristiano Ronaldo hlóð svo í tvennu á sex mínútna kafla áður en Nacho Fernandez skoraði annað mark sitt og kom Real Madrid í 7-1. Real Madrid skaust með sigrinum upp í 4.sæti deildarinnar en Deportivo er eftir sem áður í fallsæti, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti