Kínverjar fá loks að spila Pokémon Go Daníel Freyr Birkisson skrifar 2. janúar 2018 10:35 Pokémon Go er einn vinsælasti snjallsímaleikur seinni ára. Vísir/Getty Snjallsímaleikurinn Pokémon Go verður loks aðgengilegur íbúum Kína á næstunni eftir að samningar náðust á milli leikjaframleiðandans Niantic og kínverska tæknifyrirtækisins NetEase. Financial Times greinir frá. John Hanke, framkvæmdastjóri Niantic, fyrirtækisins sem framleiðir leikinn, hefur staðfest þetta og bindur miklar vonir við komu leikjarins á kínverskan markað. Tæknifyrirtækið NetEase heldur úti starfsemi sinni í Kína og hefur lagt um 200 milljónir dala í undirbúning komu Pokémon Go á markað þar í landi. Einnig sér fyrirtækið til þess að leikurinn og notkun hans standist Internet-löggjöf þar í landi. Þá hefur Niantic greint frá fyrirætlunum sínum um útgáfu Harry Potter-snjallsímaleikjar í anda Pokémon Go, en hann er gefinn út með leyfi útgáfurisans Warner Bros. Búist er við útgáfu hans á síðari hluta þessa árs. Vinsældir Pokémon Go náðu sennilega hámarki um heim allan árið 2016, skömmu eftir útgáfu leikjarins, og var Ísland þar engin undantekning. Leikurinn snýst um það að fanga Pokémona í svokölluðum viðbótarveruleika (e. augmented reality) sem og að keppa eða vinna saman með öðrum leikmönnum. Ólíka Pokémona má finna á ólíkum stöðum sem taka mið af aðstæðum í raunheimum, svo sem hita- og rakastigi. Sem dæmi þá finnast svokallaðir Vatna-Pokémonar í nálægð við vatn. Leikjavísir Pokemon Go Tengdar fréttir Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36 Fara í aðgerðir gegn Pokémon Go spilun í umferðinni Lögreglan í Taívan er langþreytt á Pokémon Go spilurum. 11. ágúst 2016 13:21 Pokémon Go-spilarar brjálaðir vegna sambandsleysis Farsímakerfið og vefþjónar Pokémon Go hrundu á fyrstu hátíðinni sem tileinkuð er leiknum um helgina. Reiðir spilarar bauluðu á framkvæmdastjóra hugbúnaðarfyrirtækisins sem bjó til leikinn. 24. júlí 2017 15:35 Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16 Fimmtungur Íslendinga spilað Pokémon Go 20,7 prósent Íslendinga hafa spilað snjallsímaleikinn ofurvinsæla Pokémon Go á einhverjum tímapunkti. 13. september 2016 13:20 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Snjallsímaleikurinn Pokémon Go verður loks aðgengilegur íbúum Kína á næstunni eftir að samningar náðust á milli leikjaframleiðandans Niantic og kínverska tæknifyrirtækisins NetEase. Financial Times greinir frá. John Hanke, framkvæmdastjóri Niantic, fyrirtækisins sem framleiðir leikinn, hefur staðfest þetta og bindur miklar vonir við komu leikjarins á kínverskan markað. Tæknifyrirtækið NetEase heldur úti starfsemi sinni í Kína og hefur lagt um 200 milljónir dala í undirbúning komu Pokémon Go á markað þar í landi. Einnig sér fyrirtækið til þess að leikurinn og notkun hans standist Internet-löggjöf þar í landi. Þá hefur Niantic greint frá fyrirætlunum sínum um útgáfu Harry Potter-snjallsímaleikjar í anda Pokémon Go, en hann er gefinn út með leyfi útgáfurisans Warner Bros. Búist er við útgáfu hans á síðari hluta þessa árs. Vinsældir Pokémon Go náðu sennilega hámarki um heim allan árið 2016, skömmu eftir útgáfu leikjarins, og var Ísland þar engin undantekning. Leikurinn snýst um það að fanga Pokémona í svokölluðum viðbótarveruleika (e. augmented reality) sem og að keppa eða vinna saman með öðrum leikmönnum. Ólíka Pokémona má finna á ólíkum stöðum sem taka mið af aðstæðum í raunheimum, svo sem hita- og rakastigi. Sem dæmi þá finnast svokallaðir Vatna-Pokémonar í nálægð við vatn.
Leikjavísir Pokemon Go Tengdar fréttir Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36 Fara í aðgerðir gegn Pokémon Go spilun í umferðinni Lögreglan í Taívan er langþreytt á Pokémon Go spilurum. 11. ágúst 2016 13:21 Pokémon Go-spilarar brjálaðir vegna sambandsleysis Farsímakerfið og vefþjónar Pokémon Go hrundu á fyrstu hátíðinni sem tileinkuð er leiknum um helgina. Reiðir spilarar bauluðu á framkvæmdastjóra hugbúnaðarfyrirtækisins sem bjó til leikinn. 24. júlí 2017 15:35 Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16 Fimmtungur Íslendinga spilað Pokémon Go 20,7 prósent Íslendinga hafa spilað snjallsímaleikinn ofurvinsæla Pokémon Go á einhverjum tímapunkti. 13. september 2016 13:20 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36
Fara í aðgerðir gegn Pokémon Go spilun í umferðinni Lögreglan í Taívan er langþreytt á Pokémon Go spilurum. 11. ágúst 2016 13:21
Pokémon Go-spilarar brjálaðir vegna sambandsleysis Farsímakerfið og vefþjónar Pokémon Go hrundu á fyrstu hátíðinni sem tileinkuð er leiknum um helgina. Reiðir spilarar bauluðu á framkvæmdastjóra hugbúnaðarfyrirtækisins sem bjó til leikinn. 24. júlí 2017 15:35
Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16
Fimmtungur Íslendinga spilað Pokémon Go 20,7 prósent Íslendinga hafa spilað snjallsímaleikinn ofurvinsæla Pokémon Go á einhverjum tímapunkti. 13. september 2016 13:20