6.000 eintök seldust á tveimur mínútum Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2018 13:35 Lynk&Co 01. Á nýju ári er ávallt forvitnilegt að rifja upp markverðustu fréttir bílabransans á nýliðnu ári. Það þótti eðlilega tíðindum sæta þegar kínverski bílaframleiðandinn Lynk&Co seldi á 2 mínútum og 17 sekúndum 6.000 eintök af sínum fyrsta bíl, Lynk&Co 01, og alla þeirra á netinu. Það gerði þennan jeppling að þeim bíl sem selst hefur hraðast allra bíla í heiminum. Lynk&Co er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, sem einnig á Volvo. Tilgangurinn hjá Geely með Lynk&Co merkinu er að selja þá eingöngu á netinu og án alls sölunets eða sýningarsala. Fyrir vikið getur Geely selt Lynk&Co bíla á mjög hagstæðu verði og kostar Lynk&Co 01 jepplingurinn aðeins frá 2,5 milljónum króna í heimalandinu. Geely ætlar að selja Lynk&Co bílana í Evrópu innan tíðar en ljóst verður að þar verða þeir eithvað dýrari en í Kína. Ákveðið var að selja fyrstu 6.000 bílana eingöngu á netinu og ekki var að spyrja að eftirspurninni, hann seldist upp á fyrstu 137 sekúndunum sem opið var fyrir pantanir og fengu færri en vildu. Síðan þá hefur verið opnað fyrir frekari pantanir á bílnum, en fyrstu 6.000 fá bíla sína afhenta úr fyrstu framleiðslulotu. Lynk&Co 01 jepplingurinn er byggður á sama undirvagni og Volvo XC40 jepplingurinn og fær einnig vél úr herbúðum Volvo. Lynk&Co 01 verður á seinni stigum líka í boði sem tengiltvinnbíll. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent
Á nýju ári er ávallt forvitnilegt að rifja upp markverðustu fréttir bílabransans á nýliðnu ári. Það þótti eðlilega tíðindum sæta þegar kínverski bílaframleiðandinn Lynk&Co seldi á 2 mínútum og 17 sekúndum 6.000 eintök af sínum fyrsta bíl, Lynk&Co 01, og alla þeirra á netinu. Það gerði þennan jeppling að þeim bíl sem selst hefur hraðast allra bíla í heiminum. Lynk&Co er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, sem einnig á Volvo. Tilgangurinn hjá Geely með Lynk&Co merkinu er að selja þá eingöngu á netinu og án alls sölunets eða sýningarsala. Fyrir vikið getur Geely selt Lynk&Co bíla á mjög hagstæðu verði og kostar Lynk&Co 01 jepplingurinn aðeins frá 2,5 milljónum króna í heimalandinu. Geely ætlar að selja Lynk&Co bílana í Evrópu innan tíðar en ljóst verður að þar verða þeir eithvað dýrari en í Kína. Ákveðið var að selja fyrstu 6.000 bílana eingöngu á netinu og ekki var að spyrja að eftirspurninni, hann seldist upp á fyrstu 137 sekúndunum sem opið var fyrir pantanir og fengu færri en vildu. Síðan þá hefur verið opnað fyrir frekari pantanir á bílnum, en fyrstu 6.000 fá bíla sína afhenta úr fyrstu framleiðslulotu. Lynk&Co 01 jepplingurinn er byggður á sama undirvagni og Volvo XC40 jepplingurinn og fær einnig vél úr herbúðum Volvo. Lynk&Co 01 verður á seinni stigum líka í boði sem tengiltvinnbíll.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent