Kia rafbílasýning um helgina Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2018 12:46 Kia Soul EV 2. Bílaumboðið Askja býður til rafbílasýningar Kia í sýningarsal sínum að Krókhálsi 11 nk. laugardag klukkan 12-16. Kynnt verður hin fjölbreytta rafbílalína Kia en þar er um er að ræða Kia Soul EV, Kia Optima PHEV í tveimur útfærslum, Kia Niro PHEV og Kia Niro HEV. Alls eru því í boði fimm mismunandi gerðir rafknúinna bíla, en Kia var á dögunum útnefndur framleiðandi ársins í flokki Plug in Hybrid fólksbíla hjá Green Fleet. Kia Soul EV er hreinn rafbíll og hefur fengið mjög góðar viðtökur hér á landi sem og um heim allan. Soul EV er viðbragðsfljótur, skilar mikilli hröðun og hámarkshraða sem er 145 km/klst. Drægni bílsins er um 250 km á rafmagninu og losunin er engin. Kia Niro í Plug-in Hybrid útfærslu er með 141 hestafla tengiltvinnvél sem samanstendur af 1,6 lítra bensínvél og rafmótor. Bíllinn státar af rafakstursdrægni upp á 58 kílómetra. Bensínvélin skilar þér svo á áfangastað ef leiðin liggur út fyrir borgina og í lengri ferðalög. Niro er einnig fáanlegur í Hybrid útfærslu þar sem leitast er við lágmarka eldsneytiseyðsluna með því að nota samspil bensínsvélar og rafmótors. Optima í Plug-in Hybrid útfærslu er búinn tengiltvinnvél sem samanstendur af rafmótor og 1,7 lítra bensínvél. Þannig sameinar bíllinn umverfisvæna kosti og sparneytni rafbílsins, sem og kraft bensínvélarinnar. Tvinnvélin skilar alls 205 hestöflum og eyðslan er aðeins frá 1,6 lítrum á hundraðið. Þá er Optima einnig fáanlegur í Sportswagon útfærslu en hann er rúmbetri útgáfa af hinum sígilda Optima og býður upp á meira farangurspláss. Þessir umhverfismildu og sparneytnu Kia bílar eru allir mjög vel búnir þegar kemur að tækni- og öryggisatriðum. Bílarnir er m.a. með DRIVE WiSE búnaðinn sem er framtíðin í aksturstækni og akstursstoðkerfum Kia. Þessar tækninýjungar hafa það hlutverk að fylgjast með hættulegum aðstæðum til að gera umferðina öruggari. Kia bílarnir eru auk þess allir með 7 ára ábyrgð frá framleiðanda og fylgir sú ábyrgð einnig rafhlöðum í rafbílum Kia. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent
Bílaumboðið Askja býður til rafbílasýningar Kia í sýningarsal sínum að Krókhálsi 11 nk. laugardag klukkan 12-16. Kynnt verður hin fjölbreytta rafbílalína Kia en þar er um er að ræða Kia Soul EV, Kia Optima PHEV í tveimur útfærslum, Kia Niro PHEV og Kia Niro HEV. Alls eru því í boði fimm mismunandi gerðir rafknúinna bíla, en Kia var á dögunum útnefndur framleiðandi ársins í flokki Plug in Hybrid fólksbíla hjá Green Fleet. Kia Soul EV er hreinn rafbíll og hefur fengið mjög góðar viðtökur hér á landi sem og um heim allan. Soul EV er viðbragðsfljótur, skilar mikilli hröðun og hámarkshraða sem er 145 km/klst. Drægni bílsins er um 250 km á rafmagninu og losunin er engin. Kia Niro í Plug-in Hybrid útfærslu er með 141 hestafla tengiltvinnvél sem samanstendur af 1,6 lítra bensínvél og rafmótor. Bíllinn státar af rafakstursdrægni upp á 58 kílómetra. Bensínvélin skilar þér svo á áfangastað ef leiðin liggur út fyrir borgina og í lengri ferðalög. Niro er einnig fáanlegur í Hybrid útfærslu þar sem leitast er við lágmarka eldsneytiseyðsluna með því að nota samspil bensínsvélar og rafmótors. Optima í Plug-in Hybrid útfærslu er búinn tengiltvinnvél sem samanstendur af rafmótor og 1,7 lítra bensínvél. Þannig sameinar bíllinn umverfisvæna kosti og sparneytni rafbílsins, sem og kraft bensínvélarinnar. Tvinnvélin skilar alls 205 hestöflum og eyðslan er aðeins frá 1,6 lítrum á hundraðið. Þá er Optima einnig fáanlegur í Sportswagon útfærslu en hann er rúmbetri útgáfa af hinum sígilda Optima og býður upp á meira farangurspláss. Þessir umhverfismildu og sparneytnu Kia bílar eru allir mjög vel búnir þegar kemur að tækni- og öryggisatriðum. Bílarnir er m.a. með DRIVE WiSE búnaðinn sem er framtíðin í aksturstækni og akstursstoðkerfum Kia. Þessar tækninýjungar hafa það hlutverk að fylgjast með hættulegum aðstæðum til að gera umferðina öruggari. Kia bílarnir eru auk þess allir með 7 ára ábyrgð frá framleiðanda og fylgir sú ábyrgð einnig rafhlöðum í rafbílum Kia.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent