Ég er oftast á undan afa Magnús Guðmundsson skrifar 7. janúar 2018 09:45 Jón við skrifborðið þar sem hann æfir sig í að lesa sem gengur líka svona ljómandi vel. Vísir/Eyþór Jón Reykdal Snorrason er kátur strákur sem býr í Kópavogi ásamt foreldrum sínum, systkinum og einum ketti. „Já, ég er hress. Ég var að koma úr sundi og svo fórum við í heimsókn til ömmu Jóhönnu,“ segir hann og bætir við: „Amma sagði allt gott og það er alltaf gaman að heimsækja hana. Í dag er síðasti dagurinn í jólafríinu en á morgun byrjar skólinn aftur og ég hlakka til að fara aftur í skólann.“ Jón er fjögurra ára en bendir á að hann verði orðinn fimm ára þann 24. febrúar og að þá verði sko haldin afmælisveisla. Síðasta haust byrjaði Jón í fimm ára bekk í Ísaksskóla sem hann segir að sé bæði góður og skemmtilegur skóli. Spurður um hvað sé skemmtilegast að gera í Ísaksskóla þá stendur ekki á svari. „Leikfimi. Við erum líka búin að læra stafina, nema kannski ekki alveg alla, kennarinn minn segir að við endum á því að læra joð en ég kann hann samt alveg vegna þess að það er stafurinn minn. Nafnið mitt er skrifað J, ó, n,“ segir Jón einbeittur og er greinilega með þetta allt á hreinu. Jón segir að þau séu búin að vera 78 daga í skólanum og þar sé líka mikið sungið. „Við æfðum Heyr, himna smiður en nú erum við hætt að syngja það og byrjuð að æfa annað.“ Jón lætur það þó ekki aftra sér frá því að syngja þetta fallega lag og texta af miklu listfengi. „En ég veit ekki hvað við eigum að læra næst. Við byrjum að æfa á mánudögum og svo er sungið á sal á föstudögum og þá koma foreldrarnir að hlusta. Jón segir að það sé búið að vera gaman í jólafríinu en líka mikið að gera. „Ég fór í mörg jólaboð og það var líka jólaboð hjá okkur. En svo var líka veisla á gamlárskvöld og þá fórum við út að horfa á flugelda. Það voru mikil læti og ég er alveg skíthræddur við alla flugelda sem ég sé. En það var samt mjög gaman.“ En þótt jólafríið sé að verða búið þá er Jón að fara í sveitaferð um helgina og segist hlakka mikið til ferðarinnar. Tilefni ferðarinnar segir Jón vera að amma Eva sé að verða sjötíu ára og að það eigi að halda upp á það með því að fara í sveitina. „Ég er líka stundum að gista hjá ömmu Evu og afa Einari og það er mjög skemmtilegt. Við afi förum oft í keppni um hver er fyrstur að klára morgunmatinn. Ég er mjög oft fyrstur vegna þess að afi þarf að búa til matinn því ef hann gerir það ekki þá fæ ég ekkert að borða.“ Krakkar Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Sjá meira
Jón Reykdal Snorrason er kátur strákur sem býr í Kópavogi ásamt foreldrum sínum, systkinum og einum ketti. „Já, ég er hress. Ég var að koma úr sundi og svo fórum við í heimsókn til ömmu Jóhönnu,“ segir hann og bætir við: „Amma sagði allt gott og það er alltaf gaman að heimsækja hana. Í dag er síðasti dagurinn í jólafríinu en á morgun byrjar skólinn aftur og ég hlakka til að fara aftur í skólann.“ Jón er fjögurra ára en bendir á að hann verði orðinn fimm ára þann 24. febrúar og að þá verði sko haldin afmælisveisla. Síðasta haust byrjaði Jón í fimm ára bekk í Ísaksskóla sem hann segir að sé bæði góður og skemmtilegur skóli. Spurður um hvað sé skemmtilegast að gera í Ísaksskóla þá stendur ekki á svari. „Leikfimi. Við erum líka búin að læra stafina, nema kannski ekki alveg alla, kennarinn minn segir að við endum á því að læra joð en ég kann hann samt alveg vegna þess að það er stafurinn minn. Nafnið mitt er skrifað J, ó, n,“ segir Jón einbeittur og er greinilega með þetta allt á hreinu. Jón segir að þau séu búin að vera 78 daga í skólanum og þar sé líka mikið sungið. „Við æfðum Heyr, himna smiður en nú erum við hætt að syngja það og byrjuð að æfa annað.“ Jón lætur það þó ekki aftra sér frá því að syngja þetta fallega lag og texta af miklu listfengi. „En ég veit ekki hvað við eigum að læra næst. Við byrjum að æfa á mánudögum og svo er sungið á sal á föstudögum og þá koma foreldrarnir að hlusta. Jón segir að það sé búið að vera gaman í jólafríinu en líka mikið að gera. „Ég fór í mörg jólaboð og það var líka jólaboð hjá okkur. En svo var líka veisla á gamlárskvöld og þá fórum við út að horfa á flugelda. Það voru mikil læti og ég er alveg skíthræddur við alla flugelda sem ég sé. En það var samt mjög gaman.“ En þótt jólafríið sé að verða búið þá er Jón að fara í sveitaferð um helgina og segist hlakka mikið til ferðarinnar. Tilefni ferðarinnar segir Jón vera að amma Eva sé að verða sjötíu ára og að það eigi að halda upp á það með því að fara í sveitina. „Ég er líka stundum að gista hjá ömmu Evu og afa Einari og það er mjög skemmtilegt. Við afi förum oft í keppni um hver er fyrstur að klára morgunmatinn. Ég er mjög oft fyrstur vegna þess að afi þarf að búa til matinn því ef hann gerir það ekki þá fæ ég ekkert að borða.“
Krakkar Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Sjá meira