Ekkert gengur hjá Lakers Magnús Ellert Bjarnason skrifar 6. janúar 2018 10:25 Endurkoma Lonzo Ball í nótt dugði Lakers ekki til. Vísir // Getty Images Tíu leikir voru spilaðir í NBA- deildinni í nótt. Vandræði L.A. Lakers héldu áfram þegar að liðið tapaði á heimavelli gegn Charlotte Hornets, 108-94. Var þetta níundi tapleikur Lakers í röð sem situr á botni vesturdeildar NBA með aðeins 11 unna leiki af 38 spiluðum. Stuðningsmenn Lakers púuðu á liðið þegar það gekk af velli og hafa þeir greinilega fengið nóg af spilamennsku liðsins á tímabilinu. Þeir gátu hins vegar fagnað endurkomu Lonzo Ball, sem spilaði nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum fyrir liðið síðan 23. desember. Hafði hann fyrir leikinn í nótt misst af sex leikjum vegna axlarmeiðsla. Hornets hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum, þar á meðal unnu þeir óvæntan sigur á meisturum Golden State Warriors fyrr í vikunni. Efsta lið austurdeildar, Boston Celtics, vann torsóttan sigur á heimavelli gegn Minnesota Timberwolves, 91-84. Lið Celtics hitti aðeins úr 38 af 94 skotum sínum í nótt, þar af úr 6 af 36 þriggja stiga skotum. Það kom hins vegar ekki að sök og skóp frábær varnarleikur þeirra sigurinn. Marcus Smart kom af bekknum og var stigahæstur í liði Celtics með 18 stig. Miðherjinn stæðilegi, Karl-Anthony Towns fór hins vegar fyrir gestunum frá Minnesota, skoraði 25 stig og tók 23 fráköst sem er persónulegt met hjá honum.Öll úrslit: L.A. Lakers - Charlotte Hornets: 94-108 Boston Celtics - Minnesota Timbervolwes: 91-84 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons: 114-78 Miami Heat - New York Knicks: 107-103 (Framlengdur leikur) Milwaukee Bucks - Toronto Raptors: 110-129 Dallas Mavericks - Chicago Bulls: 124-127 San Antonio Spurs - Phoenix Suns: 103-89 Denver Nuggets - Utah Jazz: 99-91 Memphis Grizzlies - Washington Wizards: 100-102 Portland Trailblaizers - Atlanta Hawks: 110-89 NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira
Tíu leikir voru spilaðir í NBA- deildinni í nótt. Vandræði L.A. Lakers héldu áfram þegar að liðið tapaði á heimavelli gegn Charlotte Hornets, 108-94. Var þetta níundi tapleikur Lakers í röð sem situr á botni vesturdeildar NBA með aðeins 11 unna leiki af 38 spiluðum. Stuðningsmenn Lakers púuðu á liðið þegar það gekk af velli og hafa þeir greinilega fengið nóg af spilamennsku liðsins á tímabilinu. Þeir gátu hins vegar fagnað endurkomu Lonzo Ball, sem spilaði nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum fyrir liðið síðan 23. desember. Hafði hann fyrir leikinn í nótt misst af sex leikjum vegna axlarmeiðsla. Hornets hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum, þar á meðal unnu þeir óvæntan sigur á meisturum Golden State Warriors fyrr í vikunni. Efsta lið austurdeildar, Boston Celtics, vann torsóttan sigur á heimavelli gegn Minnesota Timberwolves, 91-84. Lið Celtics hitti aðeins úr 38 af 94 skotum sínum í nótt, þar af úr 6 af 36 þriggja stiga skotum. Það kom hins vegar ekki að sök og skóp frábær varnarleikur þeirra sigurinn. Marcus Smart kom af bekknum og var stigahæstur í liði Celtics með 18 stig. Miðherjinn stæðilegi, Karl-Anthony Towns fór hins vegar fyrir gestunum frá Minnesota, skoraði 25 stig og tók 23 fráköst sem er persónulegt met hjá honum.Öll úrslit: L.A. Lakers - Charlotte Hornets: 94-108 Boston Celtics - Minnesota Timbervolwes: 91-84 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons: 114-78 Miami Heat - New York Knicks: 107-103 (Framlengdur leikur) Milwaukee Bucks - Toronto Raptors: 110-129 Dallas Mavericks - Chicago Bulls: 124-127 San Antonio Spurs - Phoenix Suns: 103-89 Denver Nuggets - Utah Jazz: 99-91 Memphis Grizzlies - Washington Wizards: 100-102 Portland Trailblaizers - Atlanta Hawks: 110-89
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira