Nær fullkomnun ekki komist Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 12:18 Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid við hótelið í nágrenni Marbella. Reynsluakstur - Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid Sport TurismoÞað er ekki á hverjum degi sem ökumönnum stendur til boða að aka 680 hestafla tryllitækjum, hvað þá af nýjustu og fáguðustu gerð frá Porsche. Þessi draumur var þó uppfylltur á dögunum á ekki verri stað en í nágrenni Malaga á suður-Spáni og Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid Sport Turismo tekinn þar til kostanna. Þar voru samankomnir bílablaðamenn víða úr heiminum og á andlitum þeirra mátti greina tilhlökkunin, ekki síst í ljósi þess að einnig var í boði brautarakstur á 718 Cayman og Boxster GTS bílum á Ascari brautinni, en hún er ekki svo langt frá Malaga. Það telst líklega ekki slæmt plan að aka Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid á annað hundruð kílómetra að Ascari brautinni og setjast svo uppí 365 hestafla Cayman eða Boxster bíla og glíma við brautina og taka svo Panameruna aftur til baka.Langt nafn á löngum bílPorsche Panamera Turbo S E-Hybrid Sport Turismo er með eitt lengsta nafn bílasögunnar, en kannski þarf bara svo langt nafn fyrir lengd hans og öll þau hestöfl sem hann skartar. Svo mikið er af þeim að bíllinn telst öflugasti framleiðslubíll Porsche. Aflið kemur frá 550 V8 bensínvél og 136 hestafla rafmótorum og saman henda þau þessum risastóra fjölskyldubíl í 100 km hraða á 3,4 sekúndum og hámarkshraðinn er 310 km/klst. Fáheyrt það og einkar áhrifamikið. Þrátt fyrir allt aflið er uppgefin eyðsla bílsins 3,0 lítrar, þökk sé rafmótorunum sem einir og sér duga til 49 km aksturs og með þeim eingöngu má ná allt að 140 km hraða. Þessi tengiltvinnútgáfa Panamera Turbo S er um 140 kílóum þyngri vegna rafhlaðanna og rafmótoranna en er fyrir vikið með enn lægri þyngdarpunkt og það þýðir bara eitt, hann liggur bara enn betur á vegi.Nýja kynslóðin fegurðin einÞegar Porsche kynnti fyrst Panamera bílinn árið 2009 voru afar skiptar skoðanir um útlit hans. Nú með nýrri kynslóð bílsins í ár hafa óánægjuraddirnar að mestu þagnað og þykir hann af flestum hitt mesta augnakonfekt og ekki síst þessi Sport Turismo útfærsla hans. Bíllinn er að mati greinaskrifara geggjaður, augun standa á stilkum og tungan úti. Ekki tekur verra við þegar massívar hurðirnar eru opnaðar og við blasir ein fallegasta innrétting sem smíðuð hefur verið. Það er náttúrulega ekki að spyrja að innra útlitinu þegar Porsche er annars vegar, en vá, þarna blasir við ein fegursta sýn sem bílaáhugamenn hafa séð. Allt er þetta dásamlegt hvað útlitið varðar, en þessi bíll snýst ekki um það. Hann er umfram allt draumur í dós þegar akstur á honum tekur við. Að liggja eins og klessa fær nýja merkingu og það að finna hvernig bakið þrýstist að geggjuðu ökumannssætinu við hámarkinngjöf nær gæsahúðinni fram. Allt gerist þetta með svo mikilli fágun samt að ökumaður finnst hann allt í einu konungborinn. Konungur vegarins er hann sannarlega og sannaði það ári fljótt þegar hann líkt að eigin vilja var kominn yfir 250 km hraða á fáránlega stuttum tíma. Samt gerðist það allt svo áreynslulaust og mikið vildi hann meira, en svitaholurnar þoldu álagið ekki eins vel.Engir ókostir nema skottrýmiMeiningin var að aka ekki bara 718 Cayman og Boxster GTS bílunum á Ascari brautinni, heldur einnig þessum 5 metra og 2,3 tonna lúxusbíl og sjá hvort hann væri eins fimur og minni bílarnir að glíma við beygjurnar þar. Það varð þó aldrei í boði því sú mesta rigning sem greinarritari hefur séð helltist úr himnunum þennan daginn og huldi brautina svo miklu vatni að engin leið var að hleypa nokkrum á hana við hraðakstur. Slíkt hefði talist hin mesta goðgá. Svo mikil var reyndar rigningin á fjallaleiðinni að brautinni að hinir einkennilegustu lækir, fullir af möl og drasli, runnu yfir vegina og gerðu það að verkum að oft varð hægt að fara til að skemma ekki þennan dýrgrip. Það verður því að bíða betri tíma að sjá hvernig þessi bíll stendur sig í braut, en ekki vantar hann líklega aflið til upptöku eftir hverja beygju. Ekkert vit er í að hefja upptalningu á öllum þeim tæknibúnaði sem í þessum bíl er, en sem dæmi þá er 14 hátalara frábært 710 watta Bose hljóðkerfi staðalbúnaður, þó fá megi enn betra hljóðkerfi með sérpöntun. Það er leitin erfiða að finna ókost við þennan hrikalega vandaða bíl frá Porsche. En þó kannski einn, hann er með óvenju litlu skottrými fyrir það að vera Sport Turismo bíll, eða 425 lítra. Allt annað er sennilega eins og hlutirnir eru í himnaríki. Þó svo þessi draumbíll kosti skildinginn er vert að geta þess að þar sem hann er tvinnbíll og á hann leggjast engin vörugjöld eru kaupendur að fá bíl á tæpar 24 milljónir króna sem annars myndi kosta hátt í 40 milljónir. Jafn mikil ástæða er að nefna að Panamera með tvinnaflrás er einnig hægt að fá með V6 vél og er hann 462 hestöfl og kostar aðeins rúmlega helminginn af þessum bíl, eða 13,9 milljónir króna. Af báðum þessum gerðum hafa þónokkrir bílar selst á síðasta ári sem sýnir glögglega að margir Íslendingar hafa góðan smekk á bílum.Kostir: Útlit, afl, eyðsla, aksturseiginleikarÓkostir: Skottrými takmarkað vegna rafhlaða 4,0 lítra bensínvél og rafmótorar, 680 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 3,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 66 g/km CO2 Hröðun: 3,4 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 310km/klst Verð frá: 23.900.000 kr. Umboð: Bílabúð BennaHér er fegurðarstuðullinn nánast í botni.Líklega eini ókosturinn við Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid er að skottrými er ekki stórkostlegt.Öflugar rafhlöður og rafmótorar eru í bílnum og hjálpa til við að gera Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid að öflugustu bílgerð Porsche næu um stundir.Grænt merkir að hér fer E-Hybrid gerð, líkt og á Cayenne jeppanum.Það er líklega afturendinn sem tekið hefur jákvæðustu breytingunum milli kynslóða, ekki síst á þessum Sport Touring bíl. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
Reynsluakstur - Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid Sport TurismoÞað er ekki á hverjum degi sem ökumönnum stendur til boða að aka 680 hestafla tryllitækjum, hvað þá af nýjustu og fáguðustu gerð frá Porsche. Þessi draumur var þó uppfylltur á dögunum á ekki verri stað en í nágrenni Malaga á suður-Spáni og Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid Sport Turismo tekinn þar til kostanna. Þar voru samankomnir bílablaðamenn víða úr heiminum og á andlitum þeirra mátti greina tilhlökkunin, ekki síst í ljósi þess að einnig var í boði brautarakstur á 718 Cayman og Boxster GTS bílum á Ascari brautinni, en hún er ekki svo langt frá Malaga. Það telst líklega ekki slæmt plan að aka Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid á annað hundruð kílómetra að Ascari brautinni og setjast svo uppí 365 hestafla Cayman eða Boxster bíla og glíma við brautina og taka svo Panameruna aftur til baka.Langt nafn á löngum bílPorsche Panamera Turbo S E-Hybrid Sport Turismo er með eitt lengsta nafn bílasögunnar, en kannski þarf bara svo langt nafn fyrir lengd hans og öll þau hestöfl sem hann skartar. Svo mikið er af þeim að bíllinn telst öflugasti framleiðslubíll Porsche. Aflið kemur frá 550 V8 bensínvél og 136 hestafla rafmótorum og saman henda þau þessum risastóra fjölskyldubíl í 100 km hraða á 3,4 sekúndum og hámarkshraðinn er 310 km/klst. Fáheyrt það og einkar áhrifamikið. Þrátt fyrir allt aflið er uppgefin eyðsla bílsins 3,0 lítrar, þökk sé rafmótorunum sem einir og sér duga til 49 km aksturs og með þeim eingöngu má ná allt að 140 km hraða. Þessi tengiltvinnútgáfa Panamera Turbo S er um 140 kílóum þyngri vegna rafhlaðanna og rafmótoranna en er fyrir vikið með enn lægri þyngdarpunkt og það þýðir bara eitt, hann liggur bara enn betur á vegi.Nýja kynslóðin fegurðin einÞegar Porsche kynnti fyrst Panamera bílinn árið 2009 voru afar skiptar skoðanir um útlit hans. Nú með nýrri kynslóð bílsins í ár hafa óánægjuraddirnar að mestu þagnað og þykir hann af flestum hitt mesta augnakonfekt og ekki síst þessi Sport Turismo útfærsla hans. Bíllinn er að mati greinaskrifara geggjaður, augun standa á stilkum og tungan úti. Ekki tekur verra við þegar massívar hurðirnar eru opnaðar og við blasir ein fallegasta innrétting sem smíðuð hefur verið. Það er náttúrulega ekki að spyrja að innra útlitinu þegar Porsche er annars vegar, en vá, þarna blasir við ein fegursta sýn sem bílaáhugamenn hafa séð. Allt er þetta dásamlegt hvað útlitið varðar, en þessi bíll snýst ekki um það. Hann er umfram allt draumur í dós þegar akstur á honum tekur við. Að liggja eins og klessa fær nýja merkingu og það að finna hvernig bakið þrýstist að geggjuðu ökumannssætinu við hámarkinngjöf nær gæsahúðinni fram. Allt gerist þetta með svo mikilli fágun samt að ökumaður finnst hann allt í einu konungborinn. Konungur vegarins er hann sannarlega og sannaði það ári fljótt þegar hann líkt að eigin vilja var kominn yfir 250 km hraða á fáránlega stuttum tíma. Samt gerðist það allt svo áreynslulaust og mikið vildi hann meira, en svitaholurnar þoldu álagið ekki eins vel.Engir ókostir nema skottrýmiMeiningin var að aka ekki bara 718 Cayman og Boxster GTS bílunum á Ascari brautinni, heldur einnig þessum 5 metra og 2,3 tonna lúxusbíl og sjá hvort hann væri eins fimur og minni bílarnir að glíma við beygjurnar þar. Það varð þó aldrei í boði því sú mesta rigning sem greinarritari hefur séð helltist úr himnunum þennan daginn og huldi brautina svo miklu vatni að engin leið var að hleypa nokkrum á hana við hraðakstur. Slíkt hefði talist hin mesta goðgá. Svo mikil var reyndar rigningin á fjallaleiðinni að brautinni að hinir einkennilegustu lækir, fullir af möl og drasli, runnu yfir vegina og gerðu það að verkum að oft varð hægt að fara til að skemma ekki þennan dýrgrip. Það verður því að bíða betri tíma að sjá hvernig þessi bíll stendur sig í braut, en ekki vantar hann líklega aflið til upptöku eftir hverja beygju. Ekkert vit er í að hefja upptalningu á öllum þeim tæknibúnaði sem í þessum bíl er, en sem dæmi þá er 14 hátalara frábært 710 watta Bose hljóðkerfi staðalbúnaður, þó fá megi enn betra hljóðkerfi með sérpöntun. Það er leitin erfiða að finna ókost við þennan hrikalega vandaða bíl frá Porsche. En þó kannski einn, hann er með óvenju litlu skottrými fyrir það að vera Sport Turismo bíll, eða 425 lítra. Allt annað er sennilega eins og hlutirnir eru í himnaríki. Þó svo þessi draumbíll kosti skildinginn er vert að geta þess að þar sem hann er tvinnbíll og á hann leggjast engin vörugjöld eru kaupendur að fá bíl á tæpar 24 milljónir króna sem annars myndi kosta hátt í 40 milljónir. Jafn mikil ástæða er að nefna að Panamera með tvinnaflrás er einnig hægt að fá með V6 vél og er hann 462 hestöfl og kostar aðeins rúmlega helminginn af þessum bíl, eða 13,9 milljónir króna. Af báðum þessum gerðum hafa þónokkrir bílar selst á síðasta ári sem sýnir glögglega að margir Íslendingar hafa góðan smekk á bílum.Kostir: Útlit, afl, eyðsla, aksturseiginleikarÓkostir: Skottrými takmarkað vegna rafhlaða 4,0 lítra bensínvél og rafmótorar, 680 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 3,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 66 g/km CO2 Hröðun: 3,4 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 310km/klst Verð frá: 23.900.000 kr. Umboð: Bílabúð BennaHér er fegurðarstuðullinn nánast í botni.Líklega eini ókosturinn við Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid er að skottrými er ekki stórkostlegt.Öflugar rafhlöður og rafmótorar eru í bílnum og hjálpa til við að gera Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid að öflugustu bílgerð Porsche næu um stundir.Grænt merkir að hér fer E-Hybrid gerð, líkt og á Cayenne jeppanum.Það er líklega afturendinn sem tekið hefur jákvæðustu breytingunum milli kynslóða, ekki síst á þessum Sport Touring bíl.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður