Pallbíll Tesla stærri en Ford F-150 Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 14:15 Þessi mynd er aðeins ágiskun um hvernig nýr pallbíll frá Tesla gæti litið út. Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi rafbílaframleiðandans Tesla segir að næsti framleiðslubíll á eftir Model Y jepplingnum verði pallbíllinn Model U. Hann á sannarlega ekki að verða nein písl því fullyrt er að hann verði stærri en söluhæsti bíll Bandaríkjanna síðustu áratugi, Ford F-150. Model Y á að koma árið 2019 og því má allt eins búast við að Model U pallbíllinn sjái ekki dagsljósið fyrr en árið 2021. Bandaríkjamenn er einkar hungraðir í pallbíla um þessar mundir og bara Ford F-150 pallbíllinn seldist í 820.799 eintökum í fyrra. Það er því ekki skrítið að Elon Musk hafi hug á því að bíta aðeins í þá stóru köku. Miðað við hversu illa gengur að framleiða allra nýjustu bílgerðina Tesla Model 3 gæti orðið biðin langa eftir pallbíl frá Tesla. Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent
Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi rafbílaframleiðandans Tesla segir að næsti framleiðslubíll á eftir Model Y jepplingnum verði pallbíllinn Model U. Hann á sannarlega ekki að verða nein písl því fullyrt er að hann verði stærri en söluhæsti bíll Bandaríkjanna síðustu áratugi, Ford F-150. Model Y á að koma árið 2019 og því má allt eins búast við að Model U pallbíllinn sjái ekki dagsljósið fyrr en árið 2021. Bandaríkjamenn er einkar hungraðir í pallbíla um þessar mundir og bara Ford F-150 pallbíllinn seldist í 820.799 eintökum í fyrra. Það er því ekki skrítið að Elon Musk hafi hug á því að bíta aðeins í þá stóru köku. Miðað við hversu illa gengur að framleiða allra nýjustu bílgerðina Tesla Model 3 gæti orðið biðin langa eftir pallbíl frá Tesla.
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent