Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2018 21:22 Lana greindi sjálf frá því um helgina að Radiohead hefði stefnt henni fyrir lagastuld. Vísir/Getty Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. Lana greindi sjálf frá því um helgina að Radiohead hefði stefnt henni fyrir lagastuld. Átti hljómsveitin að telja að lag hennar „Get free“ væri svo líkt lagi þeirra „Creep“ að þa væri augljóslega stolið. „Þetta er rétt með málsóknina. Þrátt fyrir að ég viti að lagið mitt hafi ekki verið samið undir áhrifum lagsins Creep telja Radiohead að svo sé og vilja hundrað prósent af ágóða lagsins,“ sagði Lana. Talsmaður útgáfufyrirtækis Radiohead segir þessa yfirlýsingu söngkonunnar ekki vera rétta. „Það er rétt að við höfum verið í viðræðum síðan í ágúst á síðast ári við fulltrúa Lönu Del Rey. Það er ljóst að í erindum lagsins „Get Free“ eru þættir sem finna má í erindum lagsins „Creep“ og við höfum farið þess á leit að þetta verði viðurkennt sem greiði við höfunda „Creep.“ Til að hafa það á hreinu hefur engin stefna verið gefin út og Radiohead hafa ekki sagt að þeir „muni einungis taka við 100% af ágóða „Get Free,““ segir í yfirlýsingu frá talsmanni Warner/Chappell.Hér fyrir neðan geta áhugasamir borið lögin saman.Lagið Creep er líklega þekktasta Radiohead og það lag sem skaut hljómsveitinni á stjörnuhimininn þegar það kom út árið árið 1993. Lagið varð ofurvinsælt út um allan heim og er eitt þekktasta lag tíunda áratugs síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar högnuðust vel á vinsældunum og kallaði Thom Yorke meðal annars húsið sem hann keypti árið 1994 „húsið sem Creep byggði“. Ýmsir hafa þó bent á að ákveðin hræsni sé fólgin í lögsókn Radiohead á hendur söngkonunni þar sem þeir sjálfir sömdu við höfunda lagsins The Air That I Breath sem The Hollies gerðu frægt á áttunda áratug síðustu aldar vegna líkinda á milli lagsins og Creep. Eru þeir Albert Hammond og Mike Hazlewood skráðir sem meðhöfundar Creep og fá þeir hluta þeirra tekna sem lagið aflar. Tengdar fréttir Hljómsveitin Radiohead kærir Lönu Del Rey fyrir lagastuld Lag Lönu, Get Free, minnir óneitanlega á lagið Creep með Radiohead. 7. janúar 2018 18:55 Lana del Rey breytti lagatextum og skaut á Radiohead eftir lögsóknina Söngkonan hélt tónleika í Denver í gær og notaði tækifærið til þess að hnýta í Radiohead eftir að breska hljómsveitin lögsótti hana fyrir lagastuld. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. Lana greindi sjálf frá því um helgina að Radiohead hefði stefnt henni fyrir lagastuld. Átti hljómsveitin að telja að lag hennar „Get free“ væri svo líkt lagi þeirra „Creep“ að þa væri augljóslega stolið. „Þetta er rétt með málsóknina. Þrátt fyrir að ég viti að lagið mitt hafi ekki verið samið undir áhrifum lagsins Creep telja Radiohead að svo sé og vilja hundrað prósent af ágóða lagsins,“ sagði Lana. Talsmaður útgáfufyrirtækis Radiohead segir þessa yfirlýsingu söngkonunnar ekki vera rétta. „Það er rétt að við höfum verið í viðræðum síðan í ágúst á síðast ári við fulltrúa Lönu Del Rey. Það er ljóst að í erindum lagsins „Get Free“ eru þættir sem finna má í erindum lagsins „Creep“ og við höfum farið þess á leit að þetta verði viðurkennt sem greiði við höfunda „Creep.“ Til að hafa það á hreinu hefur engin stefna verið gefin út og Radiohead hafa ekki sagt að þeir „muni einungis taka við 100% af ágóða „Get Free,““ segir í yfirlýsingu frá talsmanni Warner/Chappell.Hér fyrir neðan geta áhugasamir borið lögin saman.Lagið Creep er líklega þekktasta Radiohead og það lag sem skaut hljómsveitinni á stjörnuhimininn þegar það kom út árið árið 1993. Lagið varð ofurvinsælt út um allan heim og er eitt þekktasta lag tíunda áratugs síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar högnuðust vel á vinsældunum og kallaði Thom Yorke meðal annars húsið sem hann keypti árið 1994 „húsið sem Creep byggði“. Ýmsir hafa þó bent á að ákveðin hræsni sé fólgin í lögsókn Radiohead á hendur söngkonunni þar sem þeir sjálfir sömdu við höfunda lagsins The Air That I Breath sem The Hollies gerðu frægt á áttunda áratug síðustu aldar vegna líkinda á milli lagsins og Creep. Eru þeir Albert Hammond og Mike Hazlewood skráðir sem meðhöfundar Creep og fá þeir hluta þeirra tekna sem lagið aflar.
Tengdar fréttir Hljómsveitin Radiohead kærir Lönu Del Rey fyrir lagastuld Lag Lönu, Get Free, minnir óneitanlega á lagið Creep með Radiohead. 7. janúar 2018 18:55 Lana del Rey breytti lagatextum og skaut á Radiohead eftir lögsóknina Söngkonan hélt tónleika í Denver í gær og notaði tækifærið til þess að hnýta í Radiohead eftir að breska hljómsveitin lögsótti hana fyrir lagastuld. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hljómsveitin Radiohead kærir Lönu Del Rey fyrir lagastuld Lag Lönu, Get Free, minnir óneitanlega á lagið Creep með Radiohead. 7. janúar 2018 18:55
Lana del Rey breytti lagatextum og skaut á Radiohead eftir lögsóknina Söngkonan hélt tónleika í Denver í gær og notaði tækifærið til þess að hnýta í Radiohead eftir að breska hljómsveitin lögsótti hana fyrir lagastuld. 8. janúar 2018 13:30