Nokkur bestu tónlistarmyndbönd ársins Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. desember 2017 11:15 Orka Króla í myndbandinu við lagið B.O.B.A hefur heillað marga. Tónlistarmyndbönd verða alltaf betri og betri hér á landi og komu ótrúlega mörg heimsklassamyndbönd út í ár. Lífið smalaði saman nokkrum álitsgjöfum til að velja nokkur af uppáhaldsmyndböndum sínum frá árinu sem var að líða.JóiPé x KRÓLI – B.O.B.A „Myndbandið er ekki gallalaust en það er svo auðvelt að hunsa þá galla vegna þess hversu mikil ást og orka er til staðar. Ef hægt væri að beisla orku Króla gætum við slökkt á virkjunum landsins. Dansinn hans Króla á Eiðistorgi, einni best geymdu Instagram-perlu Reykjavíkur, og þessi fáránlega stóíska ró Jóa eru konstrastar. Skemmtilegt myndband sem er nákvæmlega það sem skemmtileg lög eiga skilið. Svo er eitthvað svo dásamlegt við það að þeir eru bara að gera venjulega hluti, tjilla í stofunni heima, spila frisbígolf, borða seríós og sækja vini á djammið. Ekkert „over the top“, bara alveg passlegt.“East of My Youth - Broken Glass „Ætli það hafi ekki verið East of My Youth myndbandið Broken Glass. Fannst litirnir og leikstjórnin heillandi, fyrir utan hvað Herdís og Thelma eru miklir töffarar.“Aron Can - Fullir Vasar „Aron er svo asnalega svalur unglingur að það er asnalegt. Amma skutlar í byrjun gerir þetta myndband samt sem og útsýnið yfir Esjuna.“Fufanu – Liability „Þessi breski Red Hot Chilli Peppers myndbandsbræðingur með spjótkastara og gervi Juventus leikmanni frá 20. öld í stórum hlutverkum er heimskulega ánægjulegur.“ALVIA feat. Cyber – CyberGum „Geggjað konsept að taka upp heilt tónlistarvídeó í Sims sem hefur pottþétt tekið ógeðslega langan tíma (reyndi þetta listform mjög mikið þegar ég var lítil) og þar að auki er stíliseringin geggjuð og hugmyndin mjög original.“Auður - I´d Love „Fyrir mér er þetta engin keppni. Flottasta myndbandið í ár og mögulega flottasta íslenska myndband sem ég hef séð á íslandi er I’d Love með Auði. Það er dót þarna í gangi sem ég hef ekki séð áður, nánast bara í heiminum. Þetta er nánast „single take“ (með smá fiffi). Litirnir eru ógeðslega kúl og „vibing“, það er kóreógrafað í þaula og þegar rýmið fer allt að snúast er það gjörsamlega sturlað, það er „sturlað“. Og það þarf ógeðslega góða tímasetningu til að láta það takast. Notabene, tekur fólk almennt eftir því að hann er allt í einu kominn með sígarettu í höndina? Skiptingin yfir í þegar hann er kominn í spegilinn að spila á gítarinn og þeir fara inn í spegilinn í „close up“ og svo aftur út. Þegar hann rífur koddann og allt fer bókstaflega á flug. Svo eru alls kyns meiningar líka í gangi, tengingarnar á veggnum, „sólin“ stafað aftur á bak á málverkinu í speglinum. Svo er geggjað þegar allt slokknar og lagið klárast á því að það kviknar í herberginu með honum inni í. Mest boss myndband ársins „by farô. S/o á alla sem gerðu þetta því þeir eru ekkert nema fagmenn.“Reykjavíkurdætur – Hvað er málið? „Stælar á Prikinu, freyðivín og geggjaðar vísanir í Paris Hilton-æðið í kringum aldamót. Ekkert sem toppar limmósínur, smáhunda og gerviskart. Fullkomið lag og myndband til að peppa sig upp í temmilega mikla stæla fyrir lífið eða djamm.“Ýmsir – Skólarapp 2017 „Það eru fáir staðir jafn niðurdrepandi og íslenskir skólar þegar kemur að litum, hönnun og áhugaverðum hlutum. Því er í raun algjört þrekvirki hversu gott og skemmtilegt myndbandið er.“KRÍA – Levels „Að horfa á Levels er eins og að horfa á einhvern spila japanskan PlayStation 1 tölvuleik frá árinu 1996 sem var ekki kláraður vegna þess að hann þótti of skrýtinn og braut of mörg höfundarréttarlög. Það er eintóm snilld og lagið stendur undir nafni.“Úlfur Úlfur – Bróðir „Magnús Leifsson, leikstjóri myndbandsins, hefur á undanförnum árum verið einn af bestu leikstjórum landsins og með þessu myndbandi heldur hann áfram að sanna að fáir, ef einhverjir, eru betri en hann með form og línur. Hann er skemmtilega útgáfan af Wes Anderson og kominn tími til að hann geri kvikmynd í fullri lengd. Myndbandið við Bróðir með Úlfur Úlfur er líka ótrúlega flott, eins og nær allt sem Magnús Leifsson snertir. Litirnir þar eru ótrúlega fallegir og umhverfið notað listilega.“DómnefndHulda Hólmkelsdóttir, blaðamaðurAtli Már Steinarsson, fjölmiðlamaðurBrynjar Birgisson, kvikmyndagerðarmaðurMaría Gudjohnsen, listnemiAnna Ásthildur Thorsteinsson, verkefna-, vef- og fræðslustjóri hjá ÚTÓN Fréttir ársins 2017 Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmyndbönd verða alltaf betri og betri hér á landi og komu ótrúlega mörg heimsklassamyndbönd út í ár. Lífið smalaði saman nokkrum álitsgjöfum til að velja nokkur af uppáhaldsmyndböndum sínum frá árinu sem var að líða.JóiPé x KRÓLI – B.O.B.A „Myndbandið er ekki gallalaust en það er svo auðvelt að hunsa þá galla vegna þess hversu mikil ást og orka er til staðar. Ef hægt væri að beisla orku Króla gætum við slökkt á virkjunum landsins. Dansinn hans Króla á Eiðistorgi, einni best geymdu Instagram-perlu Reykjavíkur, og þessi fáránlega stóíska ró Jóa eru konstrastar. Skemmtilegt myndband sem er nákvæmlega það sem skemmtileg lög eiga skilið. Svo er eitthvað svo dásamlegt við það að þeir eru bara að gera venjulega hluti, tjilla í stofunni heima, spila frisbígolf, borða seríós og sækja vini á djammið. Ekkert „over the top“, bara alveg passlegt.“East of My Youth - Broken Glass „Ætli það hafi ekki verið East of My Youth myndbandið Broken Glass. Fannst litirnir og leikstjórnin heillandi, fyrir utan hvað Herdís og Thelma eru miklir töffarar.“Aron Can - Fullir Vasar „Aron er svo asnalega svalur unglingur að það er asnalegt. Amma skutlar í byrjun gerir þetta myndband samt sem og útsýnið yfir Esjuna.“Fufanu – Liability „Þessi breski Red Hot Chilli Peppers myndbandsbræðingur með spjótkastara og gervi Juventus leikmanni frá 20. öld í stórum hlutverkum er heimskulega ánægjulegur.“ALVIA feat. Cyber – CyberGum „Geggjað konsept að taka upp heilt tónlistarvídeó í Sims sem hefur pottþétt tekið ógeðslega langan tíma (reyndi þetta listform mjög mikið þegar ég var lítil) og þar að auki er stíliseringin geggjuð og hugmyndin mjög original.“Auður - I´d Love „Fyrir mér er þetta engin keppni. Flottasta myndbandið í ár og mögulega flottasta íslenska myndband sem ég hef séð á íslandi er I’d Love með Auði. Það er dót þarna í gangi sem ég hef ekki séð áður, nánast bara í heiminum. Þetta er nánast „single take“ (með smá fiffi). Litirnir eru ógeðslega kúl og „vibing“, það er kóreógrafað í þaula og þegar rýmið fer allt að snúast er það gjörsamlega sturlað, það er „sturlað“. Og það þarf ógeðslega góða tímasetningu til að láta það takast. Notabene, tekur fólk almennt eftir því að hann er allt í einu kominn með sígarettu í höndina? Skiptingin yfir í þegar hann er kominn í spegilinn að spila á gítarinn og þeir fara inn í spegilinn í „close up“ og svo aftur út. Þegar hann rífur koddann og allt fer bókstaflega á flug. Svo eru alls kyns meiningar líka í gangi, tengingarnar á veggnum, „sólin“ stafað aftur á bak á málverkinu í speglinum. Svo er geggjað þegar allt slokknar og lagið klárast á því að það kviknar í herberginu með honum inni í. Mest boss myndband ársins „by farô. S/o á alla sem gerðu þetta því þeir eru ekkert nema fagmenn.“Reykjavíkurdætur – Hvað er málið? „Stælar á Prikinu, freyðivín og geggjaðar vísanir í Paris Hilton-æðið í kringum aldamót. Ekkert sem toppar limmósínur, smáhunda og gerviskart. Fullkomið lag og myndband til að peppa sig upp í temmilega mikla stæla fyrir lífið eða djamm.“Ýmsir – Skólarapp 2017 „Það eru fáir staðir jafn niðurdrepandi og íslenskir skólar þegar kemur að litum, hönnun og áhugaverðum hlutum. Því er í raun algjört þrekvirki hversu gott og skemmtilegt myndbandið er.“KRÍA – Levels „Að horfa á Levels er eins og að horfa á einhvern spila japanskan PlayStation 1 tölvuleik frá árinu 1996 sem var ekki kláraður vegna þess að hann þótti of skrýtinn og braut of mörg höfundarréttarlög. Það er eintóm snilld og lagið stendur undir nafni.“Úlfur Úlfur – Bróðir „Magnús Leifsson, leikstjóri myndbandsins, hefur á undanförnum árum verið einn af bestu leikstjórum landsins og með þessu myndbandi heldur hann áfram að sanna að fáir, ef einhverjir, eru betri en hann með form og línur. Hann er skemmtilega útgáfan af Wes Anderson og kominn tími til að hann geri kvikmynd í fullri lengd. Myndbandið við Bróðir með Úlfur Úlfur er líka ótrúlega flott, eins og nær allt sem Magnús Leifsson snertir. Litirnir þar eru ótrúlega fallegir og umhverfið notað listilega.“DómnefndHulda Hólmkelsdóttir, blaðamaðurAtli Már Steinarsson, fjölmiðlamaðurBrynjar Birgisson, kvikmyndagerðarmaðurMaría Gudjohnsen, listnemiAnna Ásthildur Thorsteinsson, verkefna-, vef- og fræðslustjóri hjá ÚTÓN
Fréttir ársins 2017 Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira