Hvað ef … Helga Birgisdóttir skrifar 30. desember 2017 11:30 Bækur Örninn og Fálkinn Valur Gunnarsson Útgefandi: Mál og menning Prentun: Bookwell Digital Oy, Finnlandi Síðufjöldi: 438 Kápuhönnun: Emilía Ragnarsdóttir Ekki er ofsögum sagt að skrifaðar hafi verið skáldsögur um seinni heimsstyrjöldina í gámavís. Viðfangsefni rithöfunda eru fjölbreytileg og mismunandi er hversu mikið höfundar byggja á raunverulegum atburðum og hversu mikið þeir skálda í eyðurnar. Valur Gunnarsson skipar sér í þessa fjölmennu sveit með bókinni Örninn og Fálkinn en nýtur allmikillar sérstöðu. Fyrir það fyrsta er sögusvið bókarinnar ekki meginland Evrópu heldur litla Ísland. Í öðru lagi er ljóst að Valur leyfir sér að sveigja sögulegar staðreyndir út og suður og hér eru það Þjóðverjar sem hernema Ísland vorið 1940. Sögumaður er Sigurður, uppburðarlítill ungur maður sem starfar hjá Landsímanum. Leiðir hann lesendur í sannleikann um hernám Þjóðverja og einkum og sér í lagi þá sem rísa upp undan oki þeirra og reyna sitt ýtrasta til að afstýra sannkallaðri alheimskatastrófu. Sagan gerist einkum í Reykjavík, um það leyti sem hernámið skellur á og fyrstu árin þar á eftir, og lengst uppi á hálendi, fjarri allri siðmenningu en þó – einkennilegt nokk – í stríðinu miðju. Það er tekur talsverðan tíma að ná takti við lesturinn. Fyrst þarf lesandinn að sætta sig við að það sem hann telur sig vita um heimsstyrjöldina skiptir ekki máli. Þá er talsvert flakkað á milli sögusviða og tíma og ef til vill hefði mátt hugsa byggingu sögunnar betur svo lesandi ætti auðveldara með að fylgja framvindu hennar. Í fyrri hluta sögunnar er fylgst með því hvernig Reykvíkingar taka hernámi Þjóðverja og læra að lifa með þeim sem og undarlega samansettum hópi manna sem þvælist um hálendi Íslands en tilgangur ferðalags þeirra er í fyrstu algjörlega á huldu. Meiri hraði er yfir seinni hluta sögunnar. Í Reykjavík lætur andspyrnuhreyfingin til sín taka með heimagerðum Molotov-kokteilum og fólki er stungið í vinnubúðir fyrir hinar minnstu sakir. Þar dúsa meðal annars helstu rithöfundar þjóðarinnar og einkum á meistari Þórbergur erfitt með að beygja sig undir járnhæl Þjóðverjanna. Uppi á hálendi þeytast sögupersónur um fjöll og firnindi, æða meira að segja um neðanjarðar og sjálfur Fjalla-Eyvindur kemur við sögu. Á hæla þeirra eru þýskir hermenn, gráir fyrir járnum, og reyna allt hvað þeir geta til að stöðva andspyrnusveitina. Örninn og Fálkinn er gríðarlega spennandi en þó er frásögnin einkennilega hæg og allt að því gamaldags – sem er vel við hæfi þegar haft er í huga að sögumaðurinn segir frá atburðum sem hann sjálfur lendir í, um 25 ára gamall, rétt fyrir miðja tuttugustu öld. Sagan á það líka til að vera bráðfyndin. Sigurður sjálfur álpast inn í hringiðu stríðsins, án þess að ætla sér það nokkurn tíma, og þrátt fyrir að vera stundum heldur ósannfærandi eru viðbrögð og tilsvör Sigurðar oft einkar brosleg. Ógnvekjandi senur geta líka fengið lesandann til að glotta, svo sem þegar búningum fanga í vinnubúðum nasista er lýst en þá er um að ræða búninga sem upphaflega voru ætlaðir íslensku strætóbílstjórum en allt fíneri hafði verið rifið af þeim „svo úníformin væru ekki of hátíðleg“ og ekki færi á milli mála að um fanga væri að ræða „frekar en ráðvillta rútubílstjóra“ (bls. 311). Það er sannarlega óhætt að mæla með Erninum og Fálkanum fyrir alla þá sem kunna að meta sögur um seinna stríð og þótt hér sé um að ræða skáldsögu er ekki laust við að hrollur fari um mann við lesturinn og léttir yfir að svona skuli raunveruleikinn ekki hafa verið. Niðurstaða: Hrollvekjandi og óvenjuleg spennusaga um seinni heimsstyrjöldina eins og hún hefði getað orðið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. desember. Bókmenntir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Örninn og Fálkinn Valur Gunnarsson Útgefandi: Mál og menning Prentun: Bookwell Digital Oy, Finnlandi Síðufjöldi: 438 Kápuhönnun: Emilía Ragnarsdóttir Ekki er ofsögum sagt að skrifaðar hafi verið skáldsögur um seinni heimsstyrjöldina í gámavís. Viðfangsefni rithöfunda eru fjölbreytileg og mismunandi er hversu mikið höfundar byggja á raunverulegum atburðum og hversu mikið þeir skálda í eyðurnar. Valur Gunnarsson skipar sér í þessa fjölmennu sveit með bókinni Örninn og Fálkinn en nýtur allmikillar sérstöðu. Fyrir það fyrsta er sögusvið bókarinnar ekki meginland Evrópu heldur litla Ísland. Í öðru lagi er ljóst að Valur leyfir sér að sveigja sögulegar staðreyndir út og suður og hér eru það Þjóðverjar sem hernema Ísland vorið 1940. Sögumaður er Sigurður, uppburðarlítill ungur maður sem starfar hjá Landsímanum. Leiðir hann lesendur í sannleikann um hernám Þjóðverja og einkum og sér í lagi þá sem rísa upp undan oki þeirra og reyna sitt ýtrasta til að afstýra sannkallaðri alheimskatastrófu. Sagan gerist einkum í Reykjavík, um það leyti sem hernámið skellur á og fyrstu árin þar á eftir, og lengst uppi á hálendi, fjarri allri siðmenningu en þó – einkennilegt nokk – í stríðinu miðju. Það er tekur talsverðan tíma að ná takti við lesturinn. Fyrst þarf lesandinn að sætta sig við að það sem hann telur sig vita um heimsstyrjöldina skiptir ekki máli. Þá er talsvert flakkað á milli sögusviða og tíma og ef til vill hefði mátt hugsa byggingu sögunnar betur svo lesandi ætti auðveldara með að fylgja framvindu hennar. Í fyrri hluta sögunnar er fylgst með því hvernig Reykvíkingar taka hernámi Þjóðverja og læra að lifa með þeim sem og undarlega samansettum hópi manna sem þvælist um hálendi Íslands en tilgangur ferðalags þeirra er í fyrstu algjörlega á huldu. Meiri hraði er yfir seinni hluta sögunnar. Í Reykjavík lætur andspyrnuhreyfingin til sín taka með heimagerðum Molotov-kokteilum og fólki er stungið í vinnubúðir fyrir hinar minnstu sakir. Þar dúsa meðal annars helstu rithöfundar þjóðarinnar og einkum á meistari Þórbergur erfitt með að beygja sig undir járnhæl Þjóðverjanna. Uppi á hálendi þeytast sögupersónur um fjöll og firnindi, æða meira að segja um neðanjarðar og sjálfur Fjalla-Eyvindur kemur við sögu. Á hæla þeirra eru þýskir hermenn, gráir fyrir járnum, og reyna allt hvað þeir geta til að stöðva andspyrnusveitina. Örninn og Fálkinn er gríðarlega spennandi en þó er frásögnin einkennilega hæg og allt að því gamaldags – sem er vel við hæfi þegar haft er í huga að sögumaðurinn segir frá atburðum sem hann sjálfur lendir í, um 25 ára gamall, rétt fyrir miðja tuttugustu öld. Sagan á það líka til að vera bráðfyndin. Sigurður sjálfur álpast inn í hringiðu stríðsins, án þess að ætla sér það nokkurn tíma, og þrátt fyrir að vera stundum heldur ósannfærandi eru viðbrögð og tilsvör Sigurðar oft einkar brosleg. Ógnvekjandi senur geta líka fengið lesandann til að glotta, svo sem þegar búningum fanga í vinnubúðum nasista er lýst en þá er um að ræða búninga sem upphaflega voru ætlaðir íslensku strætóbílstjórum en allt fíneri hafði verið rifið af þeim „svo úníformin væru ekki of hátíðleg“ og ekki færi á milli mála að um fanga væri að ræða „frekar en ráðvillta rútubílstjóra“ (bls. 311). Það er sannarlega óhætt að mæla með Erninum og Fálkanum fyrir alla þá sem kunna að meta sögur um seinna stríð og þótt hér sé um að ræða skáldsögu er ekki laust við að hrollur fari um mann við lesturinn og léttir yfir að svona skuli raunveruleikinn ekki hafa verið. Niðurstaða: Hrollvekjandi og óvenjuleg spennusaga um seinni heimsstyrjöldina eins og hún hefði getað orðið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. desember.
Bókmenntir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira