Tónlist

Sjáðu magnaða lokatónleika Sigur Rósar á Norður og niður

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tónleikar Sigur Rósar í kvöld mörkuðu lok átján mánaða tónleikaferðar sveitarinnar um heiminn.
Tónleikar Sigur Rósar í kvöld mörkuðu lok átján mánaða tónleikaferðar sveitarinnar um heiminn. Skjáskot

Hljómsveitin Sigur Rós steig á stokk í Hörpu í kvöld í fjórða og síðasta sinn á listahátíðinni Norður og niður sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudag. Sveitin streymdi útsendingu RÚV beint á Facebook-síðu sinni.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Norður og niður-hátíðarinnar komu fjölmargir listamenn fram í dag og kvöld, þar á meðal Jarvis Cocker, Stars of the Lid, Sin fang, Sóley og Örvar Smárason auk meðlima Íslenska dansflokksins.

Listahátíðin Norður og niður hófst í Hörpu þann 27. desember. Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar standa að hátíðinni sem hefur staðið yfir í fjóra daga. Fjölmargir listamenn komu fram á hátíðinni í Hörpu en samtals var boðið upp á rúmlega sextíu atriði og kom Sigur Rós samtals fjórum sinnum fram.

Tónleikar Sigur Rósar í kvöld mörkuðu lok átján mánaða tónleikaferðar sveitarinnar um heiminn. Tónleikana má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.