Ellý flúrar yfir nafn fyrrverandi: „Þetta er eins og endurfæðing“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2017 11:00 Ellý stóð sig eins og hetja í stólnum á húðflúrstofunni. Vísir / Lilja Katrín & Reykjavík Ink „Ég stend á tímamótum og ég hlakka til að byrja þennan nýja kafla í mínum lífi á þennan hátt. Ég er stressuð, en líka spennt og þakklát fyrir þennan mikla styrk sem felst í þessu flúri,“ segir fjölmiðlakonan Ellý Ármannsdóttir. Ellý eyddi tæpum sjö tímum á húðflúrstofunni Reykjavík Ink í gær þar sem hún lét flúra yfir nafn fyrrverandi kærasta síns, Steingríms Erlingssonar, eða Denna eins og hann er kallaður. Lífið fékk að fylgjast með þessari þýðingarmiklu stund í lífi Ellýjar en hún var búin að leita lengi að leiðum til að annað hvort fjarlægja húðflúrið eða fela það. Til vinstri er gamla flúrið. Til hægri má sjá Tony Skate og Lindu Mjöll, eiganda Reykjavík Ink máta nýja flúrið á Ellý.Vísir / Lilja Katrín Mikil meining í flúrinu Ellý mætti á húðflúrstofuna Reykjavík Ink klukkan 14.00 í gær, þar sem húðflúrið var mátað á hana. Húðflúrið hannaði hún í samstarfi við húðflúrmeistarann Tony Skate, en Ellý vildi hafa mikla og djúpa þýðingu á bak við flúrið. Hún valdi trúarlega táknið mandala sem meginþema í gegnum tattúið en í því má einnig sjá galdrastafinn Vegvísi, sem tryggir að Ellý muni aldrei týnast eða fara út af brautinni í lífinu. „Flúrið þarf að hafa mikla meiningu fyrir mér,“ segir Ellý, sem er ein af okkar þekktustu spákonum og trúir staðfastlega á hið yfirnáttúrulega. Því var hún heppin að fá húðflúrarann Tony Skate til að flúra sig, þar sem hann trúir einnig mikið á andlegu hliðina. Hann lagði mikla vinnu í flúrið og bað til að mynda um fæðingardag og -stað Ellýjar til að persónugera tattúið eins mikið og hægt er. Undirbúningur í fullum gangi.Vísir / Reykjavík Ink Það var síðan klukkan 15.00 að flúrunin hófst, eftir að Ellý var búin að spegla sig í bak og fyrir og samþykkja hönnunina. Fyrsta stungan var sársaukafull, en frelsandi að sögn Ellýjar. Fyrsta stungan var frelsandi að sögn Ellýjar.Vísir / Lilja Katrín „Sársaukinn venst og það hjálpaði mikið að anda djúpt og halda ró sinni. Þá ímyndaði ég mér líka þetta nýja upphaf á mjög táknrænan hátt,“ segir Ellý, sem fer ekki nánar út í hvað hún var nákvæmlega að hugsa á þessari tímamótastund. Stundum báru tilfinningarnar Ellý ofurliði.Vísir / Lilja Katrín Gamla flúrið eins og slæmt stefnumót Þegar klukkan var að ganga 21.00 í gærkvöldi var flúruninni lokið og endaspretturinn var vægast sagt tilfinningaþrunginn fyrir Ellý. „Þetta er eins og endurfæðing. Ef gamla flúrið var eins og slæmt stefnumót, þá er nýja flúrið eins og farsælt hjónaband,“ segir Ellý og bætir við hve þakklát hún sé starfsfólki Reykjavík Ink. Ellý, Tony og Linda.Vísir / Lilja Katrín „Stemningin hérna er yndisleg og þau buðu mig svo velkomna. Þau skildu sársauka minn og hve mikið mér lá á að fela gamla flúrið. Þau komu fram við mig af virðingu og kærleik og fyrir það verð ég þeim eilíflega þakklát.“ Ellý dvaldi alls í tæpa sjö tíma á Reykjavík Ink í gær.Vísir / Lilja KatrínHér má sjá framhlið flúrsins.Vísir / Reykjavík InkOg hér er svo bakhliðin. Ekki er hægt að sjá leifar gamla flúrsins neins staðar.Vísir / Reykjavík Ink Húðflúr Tengdar fréttir Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
„Ég stend á tímamótum og ég hlakka til að byrja þennan nýja kafla í mínum lífi á þennan hátt. Ég er stressuð, en líka spennt og þakklát fyrir þennan mikla styrk sem felst í þessu flúri,“ segir fjölmiðlakonan Ellý Ármannsdóttir. Ellý eyddi tæpum sjö tímum á húðflúrstofunni Reykjavík Ink í gær þar sem hún lét flúra yfir nafn fyrrverandi kærasta síns, Steingríms Erlingssonar, eða Denna eins og hann er kallaður. Lífið fékk að fylgjast með þessari þýðingarmiklu stund í lífi Ellýjar en hún var búin að leita lengi að leiðum til að annað hvort fjarlægja húðflúrið eða fela það. Til vinstri er gamla flúrið. Til hægri má sjá Tony Skate og Lindu Mjöll, eiganda Reykjavík Ink máta nýja flúrið á Ellý.Vísir / Lilja Katrín Mikil meining í flúrinu Ellý mætti á húðflúrstofuna Reykjavík Ink klukkan 14.00 í gær, þar sem húðflúrið var mátað á hana. Húðflúrið hannaði hún í samstarfi við húðflúrmeistarann Tony Skate, en Ellý vildi hafa mikla og djúpa þýðingu á bak við flúrið. Hún valdi trúarlega táknið mandala sem meginþema í gegnum tattúið en í því má einnig sjá galdrastafinn Vegvísi, sem tryggir að Ellý muni aldrei týnast eða fara út af brautinni í lífinu. „Flúrið þarf að hafa mikla meiningu fyrir mér,“ segir Ellý, sem er ein af okkar þekktustu spákonum og trúir staðfastlega á hið yfirnáttúrulega. Því var hún heppin að fá húðflúrarann Tony Skate til að flúra sig, þar sem hann trúir einnig mikið á andlegu hliðina. Hann lagði mikla vinnu í flúrið og bað til að mynda um fæðingardag og -stað Ellýjar til að persónugera tattúið eins mikið og hægt er. Undirbúningur í fullum gangi.Vísir / Reykjavík Ink Það var síðan klukkan 15.00 að flúrunin hófst, eftir að Ellý var búin að spegla sig í bak og fyrir og samþykkja hönnunina. Fyrsta stungan var sársaukafull, en frelsandi að sögn Ellýjar. Fyrsta stungan var frelsandi að sögn Ellýjar.Vísir / Lilja Katrín „Sársaukinn venst og það hjálpaði mikið að anda djúpt og halda ró sinni. Þá ímyndaði ég mér líka þetta nýja upphaf á mjög táknrænan hátt,“ segir Ellý, sem fer ekki nánar út í hvað hún var nákvæmlega að hugsa á þessari tímamótastund. Stundum báru tilfinningarnar Ellý ofurliði.Vísir / Lilja Katrín Gamla flúrið eins og slæmt stefnumót Þegar klukkan var að ganga 21.00 í gærkvöldi var flúruninni lokið og endaspretturinn var vægast sagt tilfinningaþrunginn fyrir Ellý. „Þetta er eins og endurfæðing. Ef gamla flúrið var eins og slæmt stefnumót, þá er nýja flúrið eins og farsælt hjónaband,“ segir Ellý og bætir við hve þakklát hún sé starfsfólki Reykjavík Ink. Ellý, Tony og Linda.Vísir / Lilja Katrín „Stemningin hérna er yndisleg og þau buðu mig svo velkomna. Þau skildu sársauka minn og hve mikið mér lá á að fela gamla flúrið. Þau komu fram við mig af virðingu og kærleik og fyrir það verð ég þeim eilíflega þakklát.“ Ellý dvaldi alls í tæpa sjö tíma á Reykjavík Ink í gær.Vísir / Lilja KatrínHér má sjá framhlið flúrsins.Vísir / Reykjavík InkOg hér er svo bakhliðin. Ekki er hægt að sjá leifar gamla flúrsins neins staðar.Vísir / Reykjavík Ink
Húðflúr Tengdar fréttir Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17