Lífið

Karitas frumflutti frumsamið jólalag: „Feimin við að semja og senda út mitt eigið efni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt jólalag frá sigurvegara The Voice á Íslandi.
Fallegt jólalag frá sigurvegara The Voice á Íslandi.
„Lagið er samið tveimur vikum fyrir 1. des sem var útgáfudagur lagsins,“ segir söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir, sem flutti frumsagið jólalag í þættinum Jólaboð Jóa á Stöð 2 á dögunum.

Lagið heitir Um jólin og segist Karitas hafa google-að nafnið í þaula og í ljós kom að ekkert lag ber nafnið Um jólin.

„Ég hef verið feimin við að semja og senda út mitt eigið efni en þetta lag kom til mín á rúmum hálftíma og það var bara annaðhvort að hrökkva eða að stökkva. Þetta er ekki lag sem hægt er að sitja á í mánuð eða þrjá og sjá til, það eru víst bara jól einu sinni á ári.“

Karitas segir að hver og einn þurfi að túlka lagið út af fyrir sig.

„Þetta er í raun óður til ástvinar hvort sem það megi vera vinur, elskhugi eða barn. Ég held það þekki það allir að sakna einhvers um jólin.“

Hér að neðan má sjá upptöku af flutningi Karitasar úr Jólaboði Jóa sem haldið var á föstudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×