Jólalegur kampavínskokteill 21. desember 2017 19:30 Mynd: Eyeswoon Það er alltaf góðs viti að bjóða upp á góðan fordrykk á svona hátíðartímum. Hér er einn jólalegum fullur af búbblum - og að sjálfsögðu má með auðveldum hætti gera hann óáfengan með því að skipta víninu út fyrir til dæmis cider. Það sem þú þarft í drykkinn er:1 flaska gott kampavín/freyðivín eða cider1 1/2 tsk hunangs - og engifersíróp1 1/2 tsk perumaukSíðan er drykkurinn skreyttur með salvíulaufiEf tíminn er nægur er auðvitað langbest að búa til sitt eigið perumauk, með smá sítrónusafa, vatni og kanil. Afhýðið peruna og skerið hana í bita, og setjið í kringum 4 matskeiðar vatn og eldið í 10-12 mínútur, og maukið síðan með töfrasprota. Smakkið til með smá kanil og sítrónusafa. Hunangs- og engifersírópið er mjög auðvelt að búa til en til þess þarf einungis sykur, salt, ferskt engifer og hunang. Notið sama hlutfall fyrir vatnið og sykurinn, hálfan dl sykur á móti hálfum dl af vatni. Blandið saman perumauki, hunangs- og engifersírópi í glas og fyllið síðan glasið með kampavíni. Skál! Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hvítir sokkar taka við af þeim skrautlegu Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour
Það er alltaf góðs viti að bjóða upp á góðan fordrykk á svona hátíðartímum. Hér er einn jólalegum fullur af búbblum - og að sjálfsögðu má með auðveldum hætti gera hann óáfengan með því að skipta víninu út fyrir til dæmis cider. Það sem þú þarft í drykkinn er:1 flaska gott kampavín/freyðivín eða cider1 1/2 tsk hunangs - og engifersíróp1 1/2 tsk perumaukSíðan er drykkurinn skreyttur með salvíulaufiEf tíminn er nægur er auðvitað langbest að búa til sitt eigið perumauk, með smá sítrónusafa, vatni og kanil. Afhýðið peruna og skerið hana í bita, og setjið í kringum 4 matskeiðar vatn og eldið í 10-12 mínútur, og maukið síðan með töfrasprota. Smakkið til með smá kanil og sítrónusafa. Hunangs- og engifersírópið er mjög auðvelt að búa til en til þess þarf einungis sykur, salt, ferskt engifer og hunang. Notið sama hlutfall fyrir vatnið og sykurinn, hálfan dl sykur á móti hálfum dl af vatni. Blandið saman perumauki, hunangs- og engifersírópi í glas og fyllið síðan glasið með kampavíni. Skál!
Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hvítir sokkar taka við af þeim skrautlegu Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour