Hvað stóð upp úr árið 2017? Edda Gunnlaugsdóttir skrifar 25. desember 2017 11:00 Angela Missoni með fyrirsætum á tískuvikunni í Mílanó þegar haust og vetrarlína 2017/2018 var kynnt. Nordicphotos Pólitísk skilaboð á sýningu Prabal Gurung.Mynd/Nordicphotos Árið var ansi viðburðaríkt í heimi tískunnar, en hér fer Glamour yfir það helsta. Þeir tískustraumar sem virkilega stóðu upp úr voru fáir en sterkir, og mjög áberandi. Pólitísk skilaboð, rauði liturinn og köflótt stóðu upp úr. Pólitísk skilaboð Við lok ársins 2016 voru pólitísk skilaboð farin að láta á sér kræla og urðu þau enn meira áberandi nú á árinu. Tískuhús eins og Christian Dior, Prabal Gurung og Missoni vöktu athygli á réttindum kvenna og feminisma, sem urðu síðan áberandi og mikilvæg málefni þegar leið á árið.Stóru tískuhúsin lögðu flest áherslu á köflótt efni.Köflótt Köflóttir jakkar voru mjög vinsælir þetta árið og voru annaðhvort notaðir stakir eða með buxum í stíl. Stóru tískuhúsin voru með sínar útgáfur og voru aðrar verslanir ekki lengi að fylgja eftir. Köflótt mun halda áfram fyrir næsta sumar, en það verður stærra og litríkara í sniðinu.Gigi Hadid í rauðu frá Max Mara.NordicphotosRauður Rauður litur var mjög áberandi á árinu, hvort sem það var í sumarfatnaði eða í þykkum vetrarkápum. Rautt var notað frá toppi til táar og fjölmargir hönnuðir notuðu rautt í fatalínum sínum, eins og Max Mara, Bottega Veneta og Christopher Kane.Gerviloðfeldur úr smiðju Gucci.Tímamót: Gucci hættir að nota alvöru loð Það þykja stórtíðindi þegar tískuhús á borð við Gucci hættir að notast við alvöru loð, en loðbannið mun taka gildi á næsta ári. ,,Alvöru loð er ekki nútímalegt, það er að detta úr tísku,” sagði Alessandro Michele, listrænn stjórnandi Gucci þegar hann var spurður út í ákvörðunina. Áhugavert verður að sjá hvort fleiri tískuhús feti í fótspor Gucci á nýju ári. Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hvítir sokkar taka við af þeim skrautlegu Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour
Pólitísk skilaboð á sýningu Prabal Gurung.Mynd/Nordicphotos Árið var ansi viðburðaríkt í heimi tískunnar, en hér fer Glamour yfir það helsta. Þeir tískustraumar sem virkilega stóðu upp úr voru fáir en sterkir, og mjög áberandi. Pólitísk skilaboð, rauði liturinn og köflótt stóðu upp úr. Pólitísk skilaboð Við lok ársins 2016 voru pólitísk skilaboð farin að láta á sér kræla og urðu þau enn meira áberandi nú á árinu. Tískuhús eins og Christian Dior, Prabal Gurung og Missoni vöktu athygli á réttindum kvenna og feminisma, sem urðu síðan áberandi og mikilvæg málefni þegar leið á árið.Stóru tískuhúsin lögðu flest áherslu á köflótt efni.Köflótt Köflóttir jakkar voru mjög vinsælir þetta árið og voru annaðhvort notaðir stakir eða með buxum í stíl. Stóru tískuhúsin voru með sínar útgáfur og voru aðrar verslanir ekki lengi að fylgja eftir. Köflótt mun halda áfram fyrir næsta sumar, en það verður stærra og litríkara í sniðinu.Gigi Hadid í rauðu frá Max Mara.NordicphotosRauður Rauður litur var mjög áberandi á árinu, hvort sem það var í sumarfatnaði eða í þykkum vetrarkápum. Rautt var notað frá toppi til táar og fjölmargir hönnuðir notuðu rautt í fatalínum sínum, eins og Max Mara, Bottega Veneta og Christopher Kane.Gerviloðfeldur úr smiðju Gucci.Tímamót: Gucci hættir að nota alvöru loð Það þykja stórtíðindi þegar tískuhús á borð við Gucci hættir að notast við alvöru loð, en loðbannið mun taka gildi á næsta ári. ,,Alvöru loð er ekki nútímalegt, það er að detta úr tísku,” sagði Alessandro Michele, listrænn stjórnandi Gucci þegar hann var spurður út í ákvörðunina. Áhugavert verður að sjá hvort fleiri tískuhús feti í fótspor Gucci á nýju ári.
Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hvítir sokkar taka við af þeim skrautlegu Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour