Upphlaup ársins: Tíu þúsund kall, ísréttur eða vaffla og stóra kjólamálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2017 11:30 Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. Við getum kallað það upphlaup sem oftar en ekki fara fram á samfélagsmiðlum. Um er að ræða fréttamál sem lifa kannski í einn, tvo og ef til vill þrjá daga en ekki mikið lengur. Mörgum er mikið niðri fyrir, hneykslast og þjóðin skiptist jafnvel í fylkingar. Svo detta málin úr umræðunni og ef til vill erum við síðan öll búin að gleyma þessu tiltekna upphlaupi enda rokin upp til handa og fóta út af einhverju öðru. Við árslok er því ekki úr vegi að rifja upp nokkur af upphlaupum ársins en samantektin hér fyrir neðan er auðvitað ekki tæmandi.„Stóra límmiðamálið“ Hið svokallaða „stóra límmiðamál“ átti algjörlega einn dag um miðjan maí. Söngkonan Þórunn Antonía, sem vann við tónlistarhátíðina Secret Solstice, kynnti þá sérstaka límmiða sem hún fékk hugmyndina að en þeir snerust um að líma þá ofan á glös. Voru límmiðarnir með litlu gati fyrir röri og áttu þeir að koma í veg fyrir að hægt væri að lauma nauðgunarlyfi ofan í glösin. Var sagt frá því í Fréttablaðinu að skemmtistaðirnir Prikið, B5 og Dillon myndu taka þátt í verkefninu. Mikil umræða skapaðist strax um málið á samfélagsmiðlum en á meðal þeirra sem gagnrýndu framtakið voru Hildur Lilliendahl, starfsmaður Reykjavíkur, Hildur Sverrisdóttir, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Þórunn Ólafsdóttir, stofnandi hjálparsamtakanna Akkeri. Vildu ýmsir meina að með límmiðanum væri verið að varpa ábyrgðinni frá gerendum og yfir á þolendur. Þórunn Antonía svaraði gagnrýninni og sagði svo ekki vera. Kvaðst hún vera að reyna að vekja máls á vandamáli og reyna að finna lausn á því. Rúmri viku eftir að límmiðamálið kom upp sagði Vísir svo frá því að svo virtist sem ágreiningur Þórunnar Antoníu og Hildar Lilliendahl næði ekki lengra en sem næmi kommentakerfum á netinu. Þær höfðu nefnilega tekið sáttadúettinn I Got You Babe með Sonny og Cher á karókí-kvöld í Reykjavík við mikinn fögnuð nærstaddra.Guðlaug Helga, eigandi Café Eldstó, sagði 2.350 krónur ekki rétt verð fyrir vöfflu. Líklegast hefði verið um tilfallandi mistök að ræða.Rándýra vafflan reyndist vera rausnarlegur ísréttur Talsvert fjaðrafok varð á samfélagsmiðlum eftir að fjölmiðlamaðurinn Sigurjón M. Egilsson sagði frá því á vefsíðu sinni Miðjunni að hann hefði borgað um 7000 krónur fyrir vöfflur og kaffi fyrir þrjá á Café Eldstó á Hvolsvelli í byrjun maí. Þetta ofbauð mörgum og þótti til marks um okur og græðgi í ferðamannabransanum. Þannig skapaðist umræða um málið á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar.Vísir grennslaðist fyrir um málið og ræddi við Guðlaugu Helgu Ingadóttur, eiganda Café Eldstó. Sagði hún 2.350 krónur ekki rétt verð fyrir vöfflu. Ef að Sigurjón hefði verið rukkaður of mikið væri þá velkomið að endurgreiða honum. Guðlaug Helga sagði að líklegast hefði verið um tilfallandi mistök að ræða og að vitlaust verð hafi verið slegið inn. „Sem mér þykir afskaplega leitt. Ég er með góða starfsmenn en þetta getur gerst allstaðar. Vaffla með ís kostar 1790 og er það stærðarinnar ísréttur. Miklu stærri vöfflur en gengur og gerist. Alveg heill matardiskur, heimagerð, ekkert Vilkó-dæmi. Þannig að það er smá vinna í þessu. Svo hafa þetta verið einhverjir kaffidrykkir en ekki uppáhella. Sem er 490 og ábót eins og fólk vill. Sem er algengt verð.“Manuela Ósk var sökuð um „body shaming“ í Facebook-hópnum Vonda systir eftir að hún tjáði sig um líkamsvöxt Kim Kardashian á Snapchat.„Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat Framkvæmdastjórinn og samfélagsmiðlastjarnan Manuela Ósk var nokkuð á milli tannanna á fólki á árinu sem er að líða. Til að mynda spratt upp mikil umræða um Manuelu í Facebook-hópnum Vonda systir í kjölfar þess að Manuela tjáði sig um líkamsvöxt Kim Kardashian á Snapchat-reikningi sínum. Var hún sökuð um svokallað „body shaming“ í hópnum. Manuelu blöskraði umræðan og sagði Vondu systur vera „viðbjóðslega síðu.“ Tók hún svo þá ákvörðun um að hafa Snapchatið sitt bara opið fyrir vini og vandamenn. „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk á Snapchat. Hún lokaði miðlinum í tæpa viku en opnaði Snapchat-reikninginn svo á ný.Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013. Tæpum fjórum árum síðar kynnti Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, tillögur starfshóps um að tíu þúsund kallinn yrði lagður niður en sú hugmynd fékk ekki góðan hljómgrunn hjá landanum. Vísir/GVALagt til að tíu þúsund kallinn verði tekinn úr umferð Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, kynnti í júní tillögur nefndar sem lagði til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir yrðu teknir úr umferð til þess að sporna gegn skattsvikum. Ekki voru allir hrifnir af þessari hugmynd ef marka má kommentakerfi Vísis sem og könnun sem Vísir setti í gang þar sem spurt var hvort að fólk vildi takmarka notkun reiðufjár. Yfir 90 prósent þátttakenda í könnuninni vildu ekki takmarka notkun reiðufjár. Fjármálaráðherra sagði síðar að tíu þúsund kallinn væri ekki á förum. Mikilvægt væri að ræða hugmyndirnar og svo vinna úr þeim þannig að víðtæk sátt væri um það. Forsetinn og stóra „ananas-á-pizzu-málið“ Stóra „ananas-á-pizzu-málið“ kveikti í landanum um miðjan febrúar. Þá greindi Vísir frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, myndi banna ananas á pizzur ef hann gætti en ummælin lét hann falla í heimsókn á Menntaskólanum á Akureyri. Var Guðni spurður hvort hann vildi ananas á pizzuna sína og stóð ekki á svörunum: forsetanum finnst sá ávöxtur ekki heima á flatböku. Málið vakti heimsathygli en á meðal erlendra fjölmiðla sem fjölluðu um málið voru The Guardian, CNN, Mashable og Foreign Policy. Þá skiptist þjóðin í tvær fylkingar í þessu hitamáli samkvæmt könnun Vísis þar sem 60 prósent þáttakenda lýstu sig ósammála skoðun forsetans og vildu ananas á pizzuna sína.Myndin af samlokunni umdeildu sem deilt var í Facebook-grúppunni Bakland ferðaþjónustunnar.mynd/þórður þ. sigurjónssonEkki rúnstykki á 1.190 krónur heldur vel úti látin samloka Aftur varð uppi fótur og fit vegna verðlagningar á kaffihúsi úti á landi í júní. RÚV fjallaði um málið og vakti fréttin, Selja rúnstykki á 1.190 krónur, gríðarlega athygli. Fyrst var bent á verðlagninguna í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar en kaffihúsið sem um ræðir var Kaffi Hvalbakur á Húsavík. Aftur fannst mörgum verðið dæmi um okur í ferðaþjónustu en þegar Vísir grennslaðist nánar fyrir um málið daginn eftir að frétt RÚV birtist. Sagði Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri kaffihússins, að ekki hefði verið farið rétt með þar sem ekki væri um rúnstykki að ræða heldur ciabatta-brauð sem væru þyngri í sér. „Rúnstykki eru um 40 til 50 grömm en ciabatta-brauð um 100 grömm. Þá er skinka, ostur, grænmeti og sósa á samlokunni,“ sagði Dögg.Skjáskot af myndinni af Björt í þingsal sem birtist á Instagram-síðu Galvan.Stóra kjólamáliðFréttablaðið greindi frá því í lok júlí að Björt Ólafsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, hefði verið mynduð í kjól tískumerkisins Galvan London í þingsal. Myndin hafði svo verið notuð í auglýsingaskyni á Instagram-reikningi Galvan London en Sóla Káradóttir, listrænn stjórnandi vörumerkisins, og Björt eru vinkonur til margra ára. „Þetta kemur mér mjög á óvart, strangt til tekið er þetta ekki brot á reglunum en þetta er auðvitað dálítið óvenjulegt,“ sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, þegar hann var spurður út í málið. Sitt sýndist svo hverjum, eins og sjá mátti í kommentakerfi Vísis. Fannst sumum þetta ekki ráðherra sæmandi á meðan aðrir sögðu málið storm í vatnsglasi. Sjálf vildi Björt ekki tjá sig þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en þegar fréttin hafði birst tók hún til varna á Facebook-síðu, gerði grín að fréttinni og tengdi hana við feðraveldið. Síðar um daginn baðst hún afsökunar og sagði Sóla Káradóttir í yfirlýsingu að tilgangurinn með myndum af Björtu úr þingsal hefði aldrei verið að selja kjóla „úti í hinum stóra heimi.“Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttum Stöðvar 2 vakti gríðarlega athygli í mars. Tara Margrét var þá í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna ráðstefnunnar og grasrótarhátíðarinnar Truflandi tilvistar. Aðstandendur Truflandi tilvistar sendu frá sér yfirlýsingu daginn eftir viðtalið þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með framgöngu Sindra í viðtalinu. Í yfirlýsingunni var viðtalið rakið skriflega:Sindri: Svo velti ég öðru fyrir mér og örugglega margir aðrir, eru ekki fordómar oftast svona within svo ég noti nú góða íslensku. Eru fordómarnir svo mikið annarra á móti hverjum öðrum, eru ekki fordómar soldið bara inni í okkur sjálfum.Tara: Já, þetta er í rauninni bara talað úr munni einhvers sem hefur forréttindastöðu. Þú þarft í rauninni að hafa upplifað að hafa verið í jaðarhópi og upplifað fordómana í raun og veru til að kannski skilja og þetta og…Sindri: Ertu að tala um að ég hafi verið í…Tara: Já.Sindri: Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað. Var um fátt annað rætt á samfélagsmiðlum en viðtalið og skiptist fólk í tvo hópa þar sem hamingjuóskum rigndi yfir Sindra á Facebook-síðu hans fyrir viðtalið á meðan aðrir töldu hann hafa sýnt Töru Margréti skilningsleysi og yfirgang. Sjálfur sagði Sindri í viðtali við Reykjavík síðdegis að hann hefði orðið hissa á svari Töru í viðtalinu og sagði það aldrei hafa verið ætlun sína að gera lítið úr þeim sem hafa orðið fyrir fordómum. Á meðal þess sem spratt upp í umræðunni um viðtalið var nýyrðið Epalhommi, sem Hildur Lilliendahl, starfsmaður Reykjavíkurborgar „coinaði.“ Húsgagnaverslunin Epal greip umræðuna á lofti og birti nokkrum dögum síðar stóra blaðaauglýsingu með nokkrum þekktum hommum úr samfélaginu.Viðtal Sindra við Töru má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en það hefst á mínútu 7:06. Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Gullkorn ársins: Fokking tími, stream á bardaga og lög sem banna ananas á pítsu Orð eru til alls fyrst segir málshátturinn og er það víst að fjölmiðlar fjalla mikið um það sem fólk segir. 24. desember 2017 08:00 Ástin kviknaði árið 2017 Þetta var ár rómantíkurinnar hjá mörgum þekktum Íslendingum. 27. desember 2017 21:30 Uppgjör Vísis 2017: Ár öfga Vísir gerir upp árið í stuttu myndbandi. 28. desember 2017 15:45 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. Við getum kallað það upphlaup sem oftar en ekki fara fram á samfélagsmiðlum. Um er að ræða fréttamál sem lifa kannski í einn, tvo og ef til vill þrjá daga en ekki mikið lengur. Mörgum er mikið niðri fyrir, hneykslast og þjóðin skiptist jafnvel í fylkingar. Svo detta málin úr umræðunni og ef til vill erum við síðan öll búin að gleyma þessu tiltekna upphlaupi enda rokin upp til handa og fóta út af einhverju öðru. Við árslok er því ekki úr vegi að rifja upp nokkur af upphlaupum ársins en samantektin hér fyrir neðan er auðvitað ekki tæmandi.„Stóra límmiðamálið“ Hið svokallaða „stóra límmiðamál“ átti algjörlega einn dag um miðjan maí. Söngkonan Þórunn Antonía, sem vann við tónlistarhátíðina Secret Solstice, kynnti þá sérstaka límmiða sem hún fékk hugmyndina að en þeir snerust um að líma þá ofan á glös. Voru límmiðarnir með litlu gati fyrir röri og áttu þeir að koma í veg fyrir að hægt væri að lauma nauðgunarlyfi ofan í glösin. Var sagt frá því í Fréttablaðinu að skemmtistaðirnir Prikið, B5 og Dillon myndu taka þátt í verkefninu. Mikil umræða skapaðist strax um málið á samfélagsmiðlum en á meðal þeirra sem gagnrýndu framtakið voru Hildur Lilliendahl, starfsmaður Reykjavíkur, Hildur Sverrisdóttir, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Þórunn Ólafsdóttir, stofnandi hjálparsamtakanna Akkeri. Vildu ýmsir meina að með límmiðanum væri verið að varpa ábyrgðinni frá gerendum og yfir á þolendur. Þórunn Antonía svaraði gagnrýninni og sagði svo ekki vera. Kvaðst hún vera að reyna að vekja máls á vandamáli og reyna að finna lausn á því. Rúmri viku eftir að límmiðamálið kom upp sagði Vísir svo frá því að svo virtist sem ágreiningur Þórunnar Antoníu og Hildar Lilliendahl næði ekki lengra en sem næmi kommentakerfum á netinu. Þær höfðu nefnilega tekið sáttadúettinn I Got You Babe með Sonny og Cher á karókí-kvöld í Reykjavík við mikinn fögnuð nærstaddra.Guðlaug Helga, eigandi Café Eldstó, sagði 2.350 krónur ekki rétt verð fyrir vöfflu. Líklegast hefði verið um tilfallandi mistök að ræða.Rándýra vafflan reyndist vera rausnarlegur ísréttur Talsvert fjaðrafok varð á samfélagsmiðlum eftir að fjölmiðlamaðurinn Sigurjón M. Egilsson sagði frá því á vefsíðu sinni Miðjunni að hann hefði borgað um 7000 krónur fyrir vöfflur og kaffi fyrir þrjá á Café Eldstó á Hvolsvelli í byrjun maí. Þetta ofbauð mörgum og þótti til marks um okur og græðgi í ferðamannabransanum. Þannig skapaðist umræða um málið á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar.Vísir grennslaðist fyrir um málið og ræddi við Guðlaugu Helgu Ingadóttur, eiganda Café Eldstó. Sagði hún 2.350 krónur ekki rétt verð fyrir vöfflu. Ef að Sigurjón hefði verið rukkaður of mikið væri þá velkomið að endurgreiða honum. Guðlaug Helga sagði að líklegast hefði verið um tilfallandi mistök að ræða og að vitlaust verð hafi verið slegið inn. „Sem mér þykir afskaplega leitt. Ég er með góða starfsmenn en þetta getur gerst allstaðar. Vaffla með ís kostar 1790 og er það stærðarinnar ísréttur. Miklu stærri vöfflur en gengur og gerist. Alveg heill matardiskur, heimagerð, ekkert Vilkó-dæmi. Þannig að það er smá vinna í þessu. Svo hafa þetta verið einhverjir kaffidrykkir en ekki uppáhella. Sem er 490 og ábót eins og fólk vill. Sem er algengt verð.“Manuela Ósk var sökuð um „body shaming“ í Facebook-hópnum Vonda systir eftir að hún tjáði sig um líkamsvöxt Kim Kardashian á Snapchat.„Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat Framkvæmdastjórinn og samfélagsmiðlastjarnan Manuela Ósk var nokkuð á milli tannanna á fólki á árinu sem er að líða. Til að mynda spratt upp mikil umræða um Manuelu í Facebook-hópnum Vonda systir í kjölfar þess að Manuela tjáði sig um líkamsvöxt Kim Kardashian á Snapchat-reikningi sínum. Var hún sökuð um svokallað „body shaming“ í hópnum. Manuelu blöskraði umræðan og sagði Vondu systur vera „viðbjóðslega síðu.“ Tók hún svo þá ákvörðun um að hafa Snapchatið sitt bara opið fyrir vini og vandamenn. „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk á Snapchat. Hún lokaði miðlinum í tæpa viku en opnaði Snapchat-reikninginn svo á ný.Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013. Tæpum fjórum árum síðar kynnti Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, tillögur starfshóps um að tíu þúsund kallinn yrði lagður niður en sú hugmynd fékk ekki góðan hljómgrunn hjá landanum. Vísir/GVALagt til að tíu þúsund kallinn verði tekinn úr umferð Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, kynnti í júní tillögur nefndar sem lagði til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir yrðu teknir úr umferð til þess að sporna gegn skattsvikum. Ekki voru allir hrifnir af þessari hugmynd ef marka má kommentakerfi Vísis sem og könnun sem Vísir setti í gang þar sem spurt var hvort að fólk vildi takmarka notkun reiðufjár. Yfir 90 prósent þátttakenda í könnuninni vildu ekki takmarka notkun reiðufjár. Fjármálaráðherra sagði síðar að tíu þúsund kallinn væri ekki á förum. Mikilvægt væri að ræða hugmyndirnar og svo vinna úr þeim þannig að víðtæk sátt væri um það. Forsetinn og stóra „ananas-á-pizzu-málið“ Stóra „ananas-á-pizzu-málið“ kveikti í landanum um miðjan febrúar. Þá greindi Vísir frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, myndi banna ananas á pizzur ef hann gætti en ummælin lét hann falla í heimsókn á Menntaskólanum á Akureyri. Var Guðni spurður hvort hann vildi ananas á pizzuna sína og stóð ekki á svörunum: forsetanum finnst sá ávöxtur ekki heima á flatböku. Málið vakti heimsathygli en á meðal erlendra fjölmiðla sem fjölluðu um málið voru The Guardian, CNN, Mashable og Foreign Policy. Þá skiptist þjóðin í tvær fylkingar í þessu hitamáli samkvæmt könnun Vísis þar sem 60 prósent þáttakenda lýstu sig ósammála skoðun forsetans og vildu ananas á pizzuna sína.Myndin af samlokunni umdeildu sem deilt var í Facebook-grúppunni Bakland ferðaþjónustunnar.mynd/þórður þ. sigurjónssonEkki rúnstykki á 1.190 krónur heldur vel úti látin samloka Aftur varð uppi fótur og fit vegna verðlagningar á kaffihúsi úti á landi í júní. RÚV fjallaði um málið og vakti fréttin, Selja rúnstykki á 1.190 krónur, gríðarlega athygli. Fyrst var bent á verðlagninguna í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar en kaffihúsið sem um ræðir var Kaffi Hvalbakur á Húsavík. Aftur fannst mörgum verðið dæmi um okur í ferðaþjónustu en þegar Vísir grennslaðist nánar fyrir um málið daginn eftir að frétt RÚV birtist. Sagði Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri kaffihússins, að ekki hefði verið farið rétt með þar sem ekki væri um rúnstykki að ræða heldur ciabatta-brauð sem væru þyngri í sér. „Rúnstykki eru um 40 til 50 grömm en ciabatta-brauð um 100 grömm. Þá er skinka, ostur, grænmeti og sósa á samlokunni,“ sagði Dögg.Skjáskot af myndinni af Björt í þingsal sem birtist á Instagram-síðu Galvan.Stóra kjólamáliðFréttablaðið greindi frá því í lok júlí að Björt Ólafsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, hefði verið mynduð í kjól tískumerkisins Galvan London í þingsal. Myndin hafði svo verið notuð í auglýsingaskyni á Instagram-reikningi Galvan London en Sóla Káradóttir, listrænn stjórnandi vörumerkisins, og Björt eru vinkonur til margra ára. „Þetta kemur mér mjög á óvart, strangt til tekið er þetta ekki brot á reglunum en þetta er auðvitað dálítið óvenjulegt,“ sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, þegar hann var spurður út í málið. Sitt sýndist svo hverjum, eins og sjá mátti í kommentakerfi Vísis. Fannst sumum þetta ekki ráðherra sæmandi á meðan aðrir sögðu málið storm í vatnsglasi. Sjálf vildi Björt ekki tjá sig þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en þegar fréttin hafði birst tók hún til varna á Facebook-síðu, gerði grín að fréttinni og tengdi hana við feðraveldið. Síðar um daginn baðst hún afsökunar og sagði Sóla Káradóttir í yfirlýsingu að tilgangurinn með myndum af Björtu úr þingsal hefði aldrei verið að selja kjóla „úti í hinum stóra heimi.“Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttum Stöðvar 2 vakti gríðarlega athygli í mars. Tara Margrét var þá í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna ráðstefnunnar og grasrótarhátíðarinnar Truflandi tilvistar. Aðstandendur Truflandi tilvistar sendu frá sér yfirlýsingu daginn eftir viðtalið þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með framgöngu Sindra í viðtalinu. Í yfirlýsingunni var viðtalið rakið skriflega:Sindri: Svo velti ég öðru fyrir mér og örugglega margir aðrir, eru ekki fordómar oftast svona within svo ég noti nú góða íslensku. Eru fordómarnir svo mikið annarra á móti hverjum öðrum, eru ekki fordómar soldið bara inni í okkur sjálfum.Tara: Já, þetta er í rauninni bara talað úr munni einhvers sem hefur forréttindastöðu. Þú þarft í rauninni að hafa upplifað að hafa verið í jaðarhópi og upplifað fordómana í raun og veru til að kannski skilja og þetta og…Sindri: Ertu að tala um að ég hafi verið í…Tara: Já.Sindri: Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað. Var um fátt annað rætt á samfélagsmiðlum en viðtalið og skiptist fólk í tvo hópa þar sem hamingjuóskum rigndi yfir Sindra á Facebook-síðu hans fyrir viðtalið á meðan aðrir töldu hann hafa sýnt Töru Margréti skilningsleysi og yfirgang. Sjálfur sagði Sindri í viðtali við Reykjavík síðdegis að hann hefði orðið hissa á svari Töru í viðtalinu og sagði það aldrei hafa verið ætlun sína að gera lítið úr þeim sem hafa orðið fyrir fordómum. Á meðal þess sem spratt upp í umræðunni um viðtalið var nýyrðið Epalhommi, sem Hildur Lilliendahl, starfsmaður Reykjavíkurborgar „coinaði.“ Húsgagnaverslunin Epal greip umræðuna á lofti og birti nokkrum dögum síðar stóra blaðaauglýsingu með nokkrum þekktum hommum úr samfélaginu.Viðtal Sindra við Töru má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en það hefst á mínútu 7:06.
Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Gullkorn ársins: Fokking tími, stream á bardaga og lög sem banna ananas á pítsu Orð eru til alls fyrst segir málshátturinn og er það víst að fjölmiðlar fjalla mikið um það sem fólk segir. 24. desember 2017 08:00 Ástin kviknaði árið 2017 Þetta var ár rómantíkurinnar hjá mörgum þekktum Íslendingum. 27. desember 2017 21:30 Uppgjör Vísis 2017: Ár öfga Vísir gerir upp árið í stuttu myndbandi. 28. desember 2017 15:45 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Gullkorn ársins: Fokking tími, stream á bardaga og lög sem banna ananas á pítsu Orð eru til alls fyrst segir málshátturinn og er það víst að fjölmiðlar fjalla mikið um það sem fólk segir. 24. desember 2017 08:00
Ástin kviknaði árið 2017 Þetta var ár rómantíkurinnar hjá mörgum þekktum Íslendingum. 27. desember 2017 21:30