Bíleigendur ánægðastir með Tesla, Porsche og Genesis Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2017 10:37 Tesla Model S er sú bílgerð sem bíleigendur eru ánægðastir með. Í nýútkominni ánægjukönnun Consumer Reports í Bandaríkjunum kemur í ljós að bíleigendur eru ánægðastir með Tesla bíla og fær Tesla 90 stig af 100 mögulegum. Í næstu tveimur sætunum koma svo eigendur Porsche bíla (85) og Genesis (81), en það er lúxusbílamerki Hyundai. Bílgerðin Tesla Model S toppar listann yfir þær bílgerðir sem bíleigendur eru ánægðastir með. Það er svo Acura (58) bílamerkið sem vermir síðasta sætið á meðal bílamerkja, en það er lúxusbílamerki Honda. Mercedes Benz GLA er sú bílgerð sem bíleigendum líkar síst við. Bíleigendur árgerða 2015 til 2018 voru spurðir í þessari könnun Consumer Reports. Chrysler hækkaði um 4 sæti á listanum yfir bílamerki á milli ára á meðan Hyundai lækkaði um 11 sæti og Lexus um 8 sæti. Þær bílgerðir sem bíleigendur líkaði best við voru Tesla Model S, Porsche 911, Chevrolet Corvette, Lincoln Continental, Mazda MX-5 Miata, Toyota Prius, Tesla Model X, Honda Odyssey og Dodge Challenger. Listi Consumer Reports þetta árið er svona:Tesla (90)Porsche (85)Genesis (81)Chrysler (78)Audi (76)Mazda (76)Subaru (76)Toyota (76)Honda (75)Lincoln (75)Mini (73)Ram (73)Kia (72)Chevrolet (72)BMW (72)GMC (72)Ford (70)Lexus (70)Volvo (69)Dodge (68)Jeep (68)Mercedes-Benz (67)Volkswagen (67)Hyundai (67)Buick (66)Cadillac (64)Infiniti (60)Mitsubishi (58)Nissan (58)Acura (58) Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Í nýútkominni ánægjukönnun Consumer Reports í Bandaríkjunum kemur í ljós að bíleigendur eru ánægðastir með Tesla bíla og fær Tesla 90 stig af 100 mögulegum. Í næstu tveimur sætunum koma svo eigendur Porsche bíla (85) og Genesis (81), en það er lúxusbílamerki Hyundai. Bílgerðin Tesla Model S toppar listann yfir þær bílgerðir sem bíleigendur eru ánægðastir með. Það er svo Acura (58) bílamerkið sem vermir síðasta sætið á meðal bílamerkja, en það er lúxusbílamerki Honda. Mercedes Benz GLA er sú bílgerð sem bíleigendum líkar síst við. Bíleigendur árgerða 2015 til 2018 voru spurðir í þessari könnun Consumer Reports. Chrysler hækkaði um 4 sæti á listanum yfir bílamerki á milli ára á meðan Hyundai lækkaði um 11 sæti og Lexus um 8 sæti. Þær bílgerðir sem bíleigendur líkaði best við voru Tesla Model S, Porsche 911, Chevrolet Corvette, Lincoln Continental, Mazda MX-5 Miata, Toyota Prius, Tesla Model X, Honda Odyssey og Dodge Challenger. Listi Consumer Reports þetta árið er svona:Tesla (90)Porsche (85)Genesis (81)Chrysler (78)Audi (76)Mazda (76)Subaru (76)Toyota (76)Honda (75)Lincoln (75)Mini (73)Ram (73)Kia (72)Chevrolet (72)BMW (72)GMC (72)Ford (70)Lexus (70)Volvo (69)Dodge (68)Jeep (68)Mercedes-Benz (67)Volkswagen (67)Hyundai (67)Buick (66)Cadillac (64)Infiniti (60)Mitsubishi (58)Nissan (58)Acura (58)
Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent