H&M kynnir /Nyden til leiks Ritstjórn skrifar 27. desember 2017 19:30 Oscar Olsson The Cut H&M samsteypan hefur kynnt til leiks nýjasta merki sitt, /Nyden, aðeins nokkrum mánuðum eftir að þeir stofnuðu Arket. Merkið er vel frábrugðið öðrum því það fylgir ekki hinu venjulega tískudagatali, ef svo má að orði komast. Það verða engar venjulegar verslanir heldur frekar “pop-up” verslanir og aðrir sérstakir staðir sem vörurnar verða seldar á. Merkið mun ekki fylgja tískuvikunni eða öðrum árstíðabundnum atburðum, og mun ekki fylgja tískustraumum. Tískuheimurinn er sífellt að breytast, og erfitt að spá fyrir kauphegðun einstaklinga nokkur ár fram í tímann. Eitt er víst, og það er að verslun eins og við þekkjum hana er að taka miklum breytingum. Sá sem stýrir þessu ævintýri heitir Oscar Olsson, og hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2013, aðallega við nýsköpun og stækkunarteymi fyrirtækisins, þar sem /Nyden varð til. Það koma fáar niðurstöður ef maður leitar af Oscar á netinu, og hann heldur ekki uppi Twitter-aðgangi né Instagram. Ástæður hans fyrir því eru einfaldar, hann er ekki ,,narsissisti” og er illa við að ,,mata fólk af óþarfa upplýsingum.” Aðalatriðið og það sem gerir merkið frábrugðið öðrum, er að það snýst aðallega um að fólk vinni saman. /Nyden hefur fengið fólk eins og leikkonuna Noomi Rapace og listamanninn Doctor Woo til liðs við sig, og munu fleiri nöfn bætast við þennan lista. Nafnið /Nyden er skeytt saman af sænsku orðunum ny og den, sem þýða nýtt og það/þetta, og er merkið ætlað fyrir fólk á aldrinum 20-35 ára. Merkið verður fyrir þá sem fyrirtækið kallar The Netocrat, sem er að þeirra sögn hinn nútíma neytandi. Neytandinn er viðkvæmari gagnvart trúverðugleika tískuhúsanna, áreiðanleika og persónuleika þeirra. Þessi neytandi vill ekki fatnað sem er fjöldaframleiddur, heldur eitthvað áhugavert og sérstakt. Það verður athyglisvert að sjá hvernig þessi nýja tilraun tekst til hjá H&M, en í heimi fullum af eftirsóttum samstörfum í tískuheiminum þá er þetta eitthvað til að bíða átekta eftir. A post shared by /Nyden (@wearenyden) on Dec 15, 2017 at 6:47am PST Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Sjö spennandi íslenskir hönnuðir að fylgjast með Glamour Leonardo DiCaprio og Orlando Bloom fóru saman á Coachella Glamour Aprílgabb sem gekk of langt Glamour Glimmer-skegg næsti man-bun? Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Victoria's Secret sýningin í ár verður í Sjanghæ Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour
H&M samsteypan hefur kynnt til leiks nýjasta merki sitt, /Nyden, aðeins nokkrum mánuðum eftir að þeir stofnuðu Arket. Merkið er vel frábrugðið öðrum því það fylgir ekki hinu venjulega tískudagatali, ef svo má að orði komast. Það verða engar venjulegar verslanir heldur frekar “pop-up” verslanir og aðrir sérstakir staðir sem vörurnar verða seldar á. Merkið mun ekki fylgja tískuvikunni eða öðrum árstíðabundnum atburðum, og mun ekki fylgja tískustraumum. Tískuheimurinn er sífellt að breytast, og erfitt að spá fyrir kauphegðun einstaklinga nokkur ár fram í tímann. Eitt er víst, og það er að verslun eins og við þekkjum hana er að taka miklum breytingum. Sá sem stýrir þessu ævintýri heitir Oscar Olsson, og hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2013, aðallega við nýsköpun og stækkunarteymi fyrirtækisins, þar sem /Nyden varð til. Það koma fáar niðurstöður ef maður leitar af Oscar á netinu, og hann heldur ekki uppi Twitter-aðgangi né Instagram. Ástæður hans fyrir því eru einfaldar, hann er ekki ,,narsissisti” og er illa við að ,,mata fólk af óþarfa upplýsingum.” Aðalatriðið og það sem gerir merkið frábrugðið öðrum, er að það snýst aðallega um að fólk vinni saman. /Nyden hefur fengið fólk eins og leikkonuna Noomi Rapace og listamanninn Doctor Woo til liðs við sig, og munu fleiri nöfn bætast við þennan lista. Nafnið /Nyden er skeytt saman af sænsku orðunum ny og den, sem þýða nýtt og það/þetta, og er merkið ætlað fyrir fólk á aldrinum 20-35 ára. Merkið verður fyrir þá sem fyrirtækið kallar The Netocrat, sem er að þeirra sögn hinn nútíma neytandi. Neytandinn er viðkvæmari gagnvart trúverðugleika tískuhúsanna, áreiðanleika og persónuleika þeirra. Þessi neytandi vill ekki fatnað sem er fjöldaframleiddur, heldur eitthvað áhugavert og sérstakt. Það verður athyglisvert að sjá hvernig þessi nýja tilraun tekst til hjá H&M, en í heimi fullum af eftirsóttum samstörfum í tískuheiminum þá er þetta eitthvað til að bíða átekta eftir. A post shared by /Nyden (@wearenyden) on Dec 15, 2017 at 6:47am PST
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Sjö spennandi íslenskir hönnuðir að fylgjast með Glamour Leonardo DiCaprio og Orlando Bloom fóru saman á Coachella Glamour Aprílgabb sem gekk of langt Glamour Glimmer-skegg næsti man-bun? Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Victoria's Secret sýningin í ár verður í Sjanghæ Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour